Viðskipti

Segir lánveitingu lífeyrissjóðsins glórulausa

Sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum gagnrýnir kaup sjóðsins á hlutabréfum í United Silicon og 400 milljóna lánveitingu sjóðsins í mars kallar hann glórulausa. Þá sé aðkoma Arionbanka fullkomlega óeðlileg enda hafi hann umsjón með sjóðnum og virðist...
23.09.2017 - 19:03

Segir tvo starfsmenn bera meginábyrgð á láninu

Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, sem er ákærð fyrir hlutdeild í umboðs- og innherjasvikum yfirmanns síns, Hreiðars Más Sigurðssonar, segir að tiltekinn stjórnarmaður í bankanum og innri endurskoðandi bankans hafi borið...
23.09.2017 - 07:03

Kína skrúfar fyrir eldsneytissölu til N-Kóreu

Kínverjar ætla að draga mjög úr sölu á fullunnum jarðolíuafurðum til Norður-Kóreu til samræmis við nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar um. Einnig munu þeir hætta öllum innflutningi á norður-kóreskum textílvörum, eins og kveðið er á um...
23.09.2017 - 05:28

Taconic hæft til að fara með hlut í Arionbanka

Fjármálaeftirlitið metur Kaupþing, bandaríska vogunarsjóðinn Taconic Capital Advisors og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Virkur eignarhlutur þeirra á þó ekki fara yfir 33 prósent samanlagt. Það er vegna þess að...
22.09.2017 - 22:52

Sölu Arion frestað fram yfir kosningar

Ekkert verður af sölu á hlut Kaupþings í Arion banka fyrr en að loknum Alþingiskosningum að því er fram kemur í tilkynningu Kaupþings.
22.09.2017 - 14:44

Furðar sig á að hann en ekki aðrir séu ákærðir

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, furðar sig á því að hann „en ekki fjöldi annarra einstaklinga“ sé sóttur til saka fyrir umboðs- og innherjasvik í máli tengdu kaupréttarsamningi sem hann nýtti árið 2008 og fékk lánað fyrir...
22.09.2017 - 14:38

Rafmagni hleypt á Kröflulínu 4

Rafmagni var í fyrsta sinn hleypt á Kröflulínu fjögur í dag. Þessi umdeilda háspennulína er því tilbúin til notkunar. Það þýðir að nú er hægt að hefja prófanir á Þeistareykjavirkjun og raforkuframleiðslu þar.
21.09.2017 - 19:19

Telur smæð Keflavíkurflugvallar há vexti WOW

Takmarkanir á Keflavíkurflugvelli eru farnar að há vexti flugfélagsins WOW air, að sögn Skúla Mogensens, forstjóra fyrirtækisins. Verði ekkert að gert geti ekki orðið frekari fjölgun á farþegum til og frá Íslandi frá árinu 2020, hvorki með WOW air ...
21.09.2017 - 13:09

Krefjast hluthafafundar í Pressunni

Eigendur meirihlutans í Pressunni hafa óskað eftir hluthafafundi þar sem farið verði yfir stöðu félagsins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir. Að auki vilja þeir að ný stjórn verði kosin. Þar með færi stjórn félagsins úr höndum þeirra...
21.09.2017 - 04:30

Umbúðir lambakjöts á ensku fyrir ferðamenn

Hluti af því lambakjöti sem selt er í verslunum hér á landi er með enskum texta á umbúðum. Það er gert til að auka sölu til ferðamanna. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, gerði athugasemdir við þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær.
19.09.2017 - 11:00

Toys 'R' Us sækir um gjaldþrotavernd

Leikfangaverslanakeðjan Toys 'R' Us hefur óskað eftir gjaldþrotavernd samkvæmt elleftu grein bandarísku gjaldþrotalaganna. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér seint í gærkvöld segir að stefnt sé að því að endurskipuleggja reksturinn...
19.09.2017 - 08:19

670 milljóna króna tap í rekstri Hörpu

Kostnaður við rekstur Hörpu hefur aukist umtalsvert umfram tekjur miðað við ársuppgjör ársins 2016, sem kynnt var á framhaldsaðalfundi í gær. Taprekstur samstæðunnar á árinu nam um 670 milljónum króna.
12.09.2017 - 17:37

Hlutabréf í rafbílaverksmiðjum hækkuðu

Hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða rafbíla og rafhleðslur hækkuðu á mörkuðum í Asíu í dag eftir að stjórnvöld í Kína tilkynntu að bensín- og dísilbílar yrðu bannaðir. Vestrænar bílaverksmiðjur hafa gert samninga um framleiðslu rafbíla í Kína,...
11.09.2017 - 16:13

Ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar

Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem í síðustu viku keypti flesta af fjölmiðlum Pressunnar. Í tilkynningu kemur fram að Karl muni bera ábyrgð á...
11.09.2017 - 12:29

Kaupþing í viðræðum við eftirlýstan mann

Kaupþing ehf. á nú í einkaviðræðum við kaupsýslumanninn Ajay Khaitan um kaup á tískuvörukeðjunum Oasis, Warehouse og Coast fyrir 60 milljónir punda, jafnvirði rúmlega átta milljarða króna. Breska blaðið The Sunday Times greinir frá viðræðunum og...
11.09.2017 - 08:08