Viðskipti

Ólafur og dularfullu útlendingarnir

Hvers vegna ætti einhver að hafa áhyggjur af því þó Ólafur Ólafsson væri í samskiptum við útlendinga, spurði verjandi meðan á aðalmeðferð Al Thani-málsins stóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2013. Spurninguna bar hann upp eftir að saksóknari...
29.03.2017 - 20:45

Ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að búið sé að skoða einkavæðingu bankanna margoft og að ekki sé aðkallandi að rannsaka hana. Hann útiloki þó ekki að einstakir þættir verði rannsakaðir ef góð ástæða er til.
29.03.2017 - 20:12

Enginn þekkir huldufélag sem fékk milljarða

Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru...
29.03.2017 - 18:11

Stjórnvöld hafi ekki getað varist blekkingum

Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra þegar S-hópurinn keypti nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum, segir að ríkið hafi ekki getað varist vel undirbúnum blekkingum kaupenda bankans. Þetta segir hann í skriflegu svari beiðni fréttastofu um...
29.03.2017 - 16:26

Mönnum mikið í mun að leyna þætti Kaupþings

„Það er augljóst að mönnum hefur verið mikið í mun að það kæmi ekki fram að Kaupþing kæmi þar nærri, að Ólafur Ólafsson kæmi þar með meiri hætti fram en opinberlega hafði verið kunngjört. Og við sjáum það t.d. í öllum þeim tölvupóstum sem við höfum...
29.03.2017 - 12:32

„Puffin“: Fléttan sem blekkti stjórnvöld

Lokadrög baksamninga, sem áttu að fela eignarhald aflandsfélags á hlutnum sem í orði kveðnu tilheyrði Hauck & Aufhäuser lágu ekki fyrir fyrr en kvöldið áður en kaupsamningurinn við ríkið var undirritaður. Vikuna á undan voru drög að baksamningum...
29.03.2017 - 11:47

Fjórtán ára ráðgáta skýrist

Svarið við áralöngum vangaveltum um hver hafi verið raunveruleg aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum birtist að líkindum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilar af sér klukkan...
29.03.2017 - 06:36

Arðgreiðslur til starfsmanna Kviku höfðu áhrif

Arðgreiðslur til starfsmanna Kviku banka höfðu áhrif á að upp úr slitnaði í viðræðum um sameiningu Kviku og verðbréfafyrirtækisins Virðingar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Virðingar, segir þær þó ekki hafa...
28.03.2017 - 15:18

Cristiano Ronaldo launahæsti fótboltamaðurinn

Besti knattspyrnumaður heims 2016, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, var jafnframt sá tekjuhæsti á síðasta ári. Alls halaði hann inn um tíu og hálfan milljarð króna í laun, eða sem nemur um 75 milljónum punda.
28.03.2017 - 14:59

Ekki líklegt að Bretar gangi í EFTA í bráð

Á morgun hefst formleg útganga Breta úr Evrópusambandinu þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabon-sáttamála sambandsins, ákvæði sem leyfir útgöngu sambandsþjóðar. Sir Tim Barrow, erindreki Breta í Brussel, gengur á...
28.03.2017 - 17:11

Hætt við sameiningu Kviku og Virðingar

Stjórnir verðbréfafyrirtækisins Virðingar og fjárfestingabankans Kviku hafa ákveðið slíta viðræðum um sameiningu félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Formlegt samrunaferli hófst 28. nóvember síðastliðinn. Í tilkynningunni segir að...
28.03.2017 - 13:58

Búnaðarbankaskýrsla afhent á morgun

Forseti Alþingis fær á morgun afhenta skýrslu Rannsóknarnefndar þingsins, sem fékk það hlutverk í fyrra að að skoða þáttöku þýska bankans Hauck og Aufhäuser á kaupum í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Að lokinni afhendingu skýrslunnar, klukkan tíu,...
28.03.2017 - 09:55

Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans

Jafnt kaupendur sem seljendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser þegar skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003. Samkvæmt bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til þeirra sem...
27.03.2017 - 15:38

Aðkoma Hauck & Aufhäuser sögð málamyndagjörð

Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum 2003 var „aðeins til málamynda" að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Vitnað er í bréf rannsóknarnefndar Alþingis, sem blaðið hefur...
27.03.2017 - 05:40

Enginn einstaklingur yfir eignarmörkum í Arion

Enginn einstaklingur á, beint eða óbeint, 10% eða meira í félagi sem á meira en 1% í Arion banka. Þetta kemur fram á vef bankans. Bankinn virðist því ekki þurfa að upplýsa frekar um raunverulega eigendur sína.
24.03.2017 - 20:29