Vestfirðir

Skíðamót Fossavatnsgöngunnar hafið

Skíðagöngur skíðamóts Fossavatnsgöngunnar hófust í dag á Seljalandsdal á Ísafirði. Fossavatnsgangan hefur verið haldin á Ísafirði í yfir 80 ár og er nú stærsta skíðamót landsins. Göngustjóri segir að við skipulagningu göngunnar séu búin til ýmsar...
27.04.2017 - 22:59

Blábankinn: Samfélagsmiðstöð á Þingeyri

Ný þjónustu- og samfélagsmiðstöð á Þingeyri miðar að því að bregðast við niðurskurði á þjónustu í þorpinu og stuðla að atvinnusköpun. Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands bindur vonir við að ef vel tekst til verði hægt að yfirfæra verkefnið...
26.04.2017 - 17:13

Jamie Oliver fær hörð viðbrögð vegna eldislax

Sjónvarpskokkurinn Jamie Olivier hefur fengið hörð viðbrögð við mynd af íslenskri laxeldiskví sem hann setti á Facebook síðu sína á mánudaginn og hafa nær 500 manns gert athugasemd við myndina. Myndinni fylgir texti þar sem segir að starfsfólk Jamie...
26.04.2017 - 16:53

Mótmæla frumvarpi um haf- og strandsvæði

Bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi og Vestfjörðum mótmæla harðlega frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra að nýju haf- og strandsvæðaskipulagi. Þeir segja að frumvarpið sé aðför að sjálfsstjórn sveitarfélaga og forræði þeirra í skipulagsmálum...
26.04.2017 - 15:18

Þriðja vél FÍ sem getur lent á Ísafirði

Flugfélag Íslands hefur fest kaup á þriðju vélinni sem getur lent á Ísafirði. Eftir breytingar á flugvélaflotanum í fyrra voru þær einungis tvær. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir að með vélinni megi frekar bregðast við röskunum á flugi....
26.04.2017 - 12:33

Jamie Oliver býður upp á vestfirskan Arnarlax

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur ákveðið að bjóða upp á vestfirskan lax á fyrirhuguðum veitingastað sínum í Reykjavík. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir að þetta sé stórkostleg viðurkenning fyrir gott íslenskt hráefni.
25.04.2017 - 16:22

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Skóflustunga að Dýrafjarðargöngum í maí

Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum verður tekin um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækja skrifuðu undir samning um gerð ganganna í gær. Einn og hálfur milljarður...
21.04.2017 - 10:56

„Ástandið ekkert verra en það hefur verið"

Fasteignaverð er víða á landsbyggðinni mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri eru minni eignir jafnvinsælar og fyrir sunnan. Á Vesturlandi hafa frístundahús mikil áhrif og fyrir austan er verið að prófa nýjar leiðir til að liðka fyrir...
21.04.2017 - 10:03

Undirritun vegna Dýrafjarðarganga frestað

Formlegri undirritun samninga við aðalverktaka Dýrafjarðarganga hefur verið frestað vegna ófærðar. Til stóð að samningar Vegagerðarinnar við Metrostav a.s. frá Tékklandi og Íslenska verktakann Suðurverk um framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum yrðu...
20.04.2017 - 08:44

Víðast hvar vel heppnaðir skíðapáskar

Góð aðsókn var að flestum skíðasvæðum landsins um páska og veðrið var yfirleitt gott. Aðsóknin í Bláfjöllum og Skálafelli olli þó vonbrigðum og á Dalvík dró snjóleysi úr aðsókn.
18.04.2017 - 16:54

Stimpingar og of hraður akstur fyrir vestan

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu um páskahelgina á Ísafirði en að öðru leyti fóru hátíðarhöld þar, í tengslum við skíðavikuna og Aldrei fór ég suður, vel fram. Algengustu brotin um helgina voru umferðalagabrot en lögreglan á Vestfjörðum tók 93...
18.04.2017 - 15:00

Hvað er greitt fyrir takmarkaða auðlind?

Fiskeldisfyrirtæki keppast við að sækja um leyfi fyrir fiskeldi í sjó. Fyrirtækin greiða fyrir umhverfismat, rekstrarleyfi og starfsleyfi og svo í umhverfissjóð og hefur verið gagnrýnt hversu lítið greitt er fyrir þessa takmörkuðu auðlind....
06.04.2017 - 20:37

Koma til Íslands til að mynda tófuna

Á eyðibýlinu Kvíum í Jökulfjörðum hefur hópur breskra ljósmyndara dvalið í nokkra daga. „Aðaltilgangur ferðarinnar er að mynda tófuna. Þetta er einhver besti staðurinn til þess. Það er þess vegna sem að við komum. - Við tökum líka landslags- og...
18.04.2017 - 11:57

„Best að fresta ferðalögum ef hægt er“

Það er ekkert ferðaveður víða um land í kvöld. Fólk ætti því að hugsa sig vel um áður en það leggur af stað í ferðalög og helst fresta þeim ef það getur, segir veðurfræðingur.
17.04.2017 - 18:18