Vestfirðir

Ósammála um áhrif Hvalárvirkjunar á Árneshrepp

Íbúar í Árneshreppi binda vonir við að virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði geti opnað möguleika í atvinnuuppbyggingu til framtíðar. Þó eru ekki allir sammála og hluti íbúa, sem efast um jákvæð áhrif virkjunar á hreppinn, hefur boðað til málþings vegna...
15.06.2017 - 17:08

Grindhvalavaða í Norðurfirði á Ströndum

Hópur grindhvala, eða marsvína, hefur gert sig heimakominn í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Íbúar urðu hópsins varir í fyrrinótt og er vaðan enn í firðinum. Vaðan telur um 30 dýr. Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun,...
15.06.2017 - 14:25

Róttækra aðgerða þörf í Árneshreppi

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af. Þetta eru skilaboð Árneshreppsbúa eftir tveggja daga íbúaþing.
14.06.2017 - 18:43

Viðarnýra til varðveislu við Mógilsá

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur falið Rannsóknastöð Skógræktarinnar að Mógilsá varðveislu á viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu sem rak á fjörur haustið 2002.
14.06.2017 - 13:54

MAST gert að afhenda gögn um Arnarlax

Matvælastofnun ber að afhenda eigendum Haffjarðarár hluta gagna um rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax vegna laxeldis í Arnarfirði. Matvælastofnun hafði áður hafnað því að afhenda gögnin. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um...
14.06.2017 - 11:38

Vestfirðingar hamingjusamastir

Vestfirðingar eru hamingjusamastir allra Íslendinga og nota minna af þunglyndislyfjum en íbúar annars staðar á landinu að því er fram kemur í nýjum lýðheilsuvísum Landlæknis.
13.06.2017 - 08:09

Hætta með Þingeyrarvefinn

Umsjónarmenn Þingeyrarvefsins ætla að hætta með vefinn. Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason sem hafa haft umsjón með vefnum fyrir hönd Vestfirska forlagsins undanfarin ár. Á Þingeyrarvefnum má finna fréttir úr Dýrafirði og nágrenni auk...
12.06.2017 - 15:43

Niðurskurður og óvissa

Sveitarfélagið Vesturbyggð stendur í stöðugri baráttu um að efla flutningsleiðir sem eru í takti við útflutningstekjurnar sem verða til í sveitarfélaginu. Þetta segir formaður hafnarstjórnar í Vestubyggð. Skorið var niður til hafnarframkvæmda í...
10.06.2017 - 18:19

19 ára sakfelldur fyrir hættulega líkamsárás

19 ára maður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn veittist að öðrum fyrir utan félagsheimilið í Bolungarvík með ítrekuðum...
09.06.2017 - 14:44

Blindrahundur vann tvöfalt á Skjaldborg

Heimildamyndin Blindrahundur hlaut bæði verðlaun heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem var haldin á Patreksfirði um helgina. Myndin hlaut ný dómnefndarverðlaun hátíðarinnar auk Einarsins sem eru áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
06.06.2017 - 14:14

Lágt fiskverð og léleg afkoma strandveiða

Mun færri bátar eru á strandveiðum í ár en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna segja sjómenn fyrst og fremst lágt fiskverð, en verðið í ár er það lægsta frá því strandveiðar hófust.
06.06.2017 - 12:19

„Hætta fyrir skepnur og börn"

Lóga þurfti lambi sem lærbrotnaði eftir að hafa stigið í minkaboga við bæinn Svarthamar í nágrenni við Súðavík síðasta föstudag. Guðmundur Halldórsson, bóndi á bænum, segir slíka boga klemma fast og að ekki sé hægt að losa þá nema með miklu afli. „...
06.06.2017 - 11:11

Einar smíðar Einarinn fyrir Skjaldborg

Í ellefu ár hefur smíðakennari á Patreksfirði smíðað verðlaunagrip heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar. 20 íslenskar heimildamyndir keppa til verðlauna á hátíðinni sem fer fram á Patreksfirði um helgina.
04.06.2017 - 20:50

Setja upp salerni við vegi landsins

Vegagerðin hyggst setja upp þurrsalerni á 15 áningarstöðum við vegi víðsvegar um landið til að stemma stigu við óþrifnaði og ágangi á áningarstöðum Vegagerðarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni að frumkvæði stjórnstöðvar ferðamála. 
03.06.2017 - 12:27

Körfubolti á Ísafirði frá morgni til kvölds

160 krakkar úr 16 félögum taka þátt í körfuboltabúðum Vestra sem fara fram á Ísafirði um helgina og þar er körfubolti spilaður frá morgni til kvölds. Krakkarnir eru á aldrinum 10 til 16 ára og sækja búðirnar sem einstaklingar en ekki í liðum. „Nú er...
02.06.2017 - 20:30