Veður

Köld norðanátt leikur um landsmenn í dag

Þurrt og bjart verður sunnan- og vestanlands í dag en sums staðar dálítil él fyrir norðan og austan. Alls staðar verður þó kalt, að því er segir í hugrenningum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá í morgun. „Köld norðanátt leikur um okkur í dag,“...
23.04.2017 - 07:49

Veturinn sleppir ekki tökunum strax

Í dag verður svalt á landinu og víða smá él en yfirleitt hægur vindur. Í nótt bætir svo í vind. „Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum alveg strax,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið.
22.04.2017 - 08:40

Snjór á meginlandi Evrópu

Það fundu fleiri fyrir páskahreti en Íslendingar. Á meginlandi Evrópu hefur snjóað víða og þessi óvenjulegi vorkuldi sunnarlega í álfunni hefur þegar valdið ýmsum búsifjum.
20.04.2017 - 20:59

Víða hálka á vegum

Hálka og hálkublettir eru á vegum víða frá Vesturlandi, á norðanverðu landinu og að Austurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum á Vesturlandi og á sumstaðar á Vestfjörðum er éljagangur og einhver skafrenningur auk þess sem ófært er á Hrafnseyrar- og...
20.04.2017 - 10:04

Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði lokaðar

Ofsaveður skall á á Öxnadalsheiði seint í kvöld. Heiðin er orðin ófær. Þrjátíu björgunarmenn úr björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fóru upp á Holtavörðuheiði í kvöld til að aðstoða á fjórða tug ferðalanga sem sátu fastir í bílum...
19.04.2017 - 21:04

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

Skúrir og slydda vestantil á landinu síðdegis

Í dag verður suðvestanátt á landinu og vindhraði á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Á austanverðu landinu léttir til en vestantil verða skúrir og slydduél, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum...
18.04.2017 - 06:34

Flugvél Primera lenti á Egilsstöðum

Flugvél Primera flugfélagsins á leið frá Tenerife til Keflavíkur lenti á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Vélin átti að lenda í Keflavík klukkan 20:20, en eftir að hafa hringsólað yfir flugvellinum ákváðu flugmenn að hætta við lendingu...
17.04.2017 - 23:12

Föst í flugvél úti á velli í tvo tíma

Óveðrið sem gengur yfir landið hefur haft sett millilandaflug úr skorðum. Icelandair frestaði öllum ferðum sem átti að fara síðdegis. Farþegar sem komu með flugi Wizzair frá Búdapest síðdegis voru fastir í flugvélinni úti á plani í um tvær...
17.04.2017 - 19:13

„Best að fresta ferðalögum ef hægt er“

Það er ekkert ferðaveður víða um land í kvöld. Fólk ætti því að hugsa sig vel um áður en það leggur af stað í ferðalög og helst fresta þeim ef það getur, segir veðurfræðingur.
17.04.2017 - 18:18

Björgunarsveitir hömdu lausar þakplötur

Björgunarsveitir hafa ekki haft í mjög miklu að snúast það sem af er degi vegna óveðursins sem gengur yfir landið, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Þó hafa þær þurft að aðstoða ferðamenn á Snæfellsnesi og hemja...
17.04.2017 - 15:13

Flugi til og frá Ísafirði aflýst

Flugfélag Íslands hefur aflýst flugi til og frá Ísafirði það sem eftir er dags vegna veðurs. Flugi til og frá Akureyri og Egilsstöðum hefur verið frestað og næstu upplýsinga um það er að vænta klukkan 16.15, að því er fram kemur á vef flugfélagsins.
17.04.2017 - 13:51

Innanlandsflug ekki farið úr skorðum enn

Veður hefur ekki sett flugsamgöngur innanlands úr skorðum það sem af er degi. Flogið hefur verið frá Akureyri og Egilsstöðum til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun og hafa vélarnar að mestu haldist á áætlun. Viðvörun vegna ókyrrðar...
17.04.2017 - 11:19

Ráðlegt að leggja sem fyrst af stað að vestan

Vegagerðin ráðleggur þeim sem ætla að keyra frá Ísafirði eða annars staðar af Vestfjörðum í dag að leggja af stað sem allra fyrst. Spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist vera að ganga eftir, og á Steingrímsfjarðarheiði á að hvessa töluvert...
17.04.2017 - 10:21

Óveður á Kjalarnesi og Grindavíkurvegi

Óveður er skollið á á nokkrum stöðum á landinu, Kjalarnesi, Grindavíkurvegi og Fróðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurfræðingur hennar segir að spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist ætla að ganga eftir í öllum...
17.04.2017 - 09:38