Veður

Kuldi í sjónum boðar svalari tíð

Ný norsk rannsókn bendir til að reglubundin sveifla sé á hitastigi Golfstraumsins. Kuldi í sjónum austur af Nýfundnalandi er sjö ár að komast að Noregsströndum, en á miðju því tímabili finnum við Íslendingar fyrir meiri svala. Einar Sveinbjörnsson,...
22.06.2017 - 11:01

Neyðarástand vegna hita á Ítalíu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna þurrka í héruðunum Toskana og Emilia Romagna á Ítalíu. Á eyjunni Sardiníu eru þurrkarnir flokkaðir til náttúruhamfara.
22.06.2017 - 08:11
Erlent · Evrópa · Ítalía · Veður

Ágætis veður sunnanlands og vestan

Í dag verður ágætis veður á sunnan- og vestanverðu landinu á meðan fyrir norðan og austan er útlit fyrir þungbúið og fremur svalt veður. Þetta segir í pistli frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Á morgun verður allöflug lægð á Grænlandshafi...
19.06.2017 - 07:02

Varað við hitabylgju á Spáni

Spænska veðurstofan Aemet varar við miklum hita um helgina í fimmtán héruðum Spánar. Útlit er fyrir að hitinn fari í 42 stig í dag í Badajoz, Cordoba og Sevilla. Sama ástand verður einnig á morgun. Af þessu leiðir að hætta eykst á skógareldum,...
16.06.2017 - 08:39
Erlent · Evrópa · Spánn · Veður

Besta þjóðhátíðarveðrið á Austfjörðum

Í dag verður suðaustan gola eða kaldi og dálítil væta í flestum landshlutum. Það rofar til um tíma á Norðurlandi og þar verður líklega hæsti hiti dagsins, um 17 stig, segir í pistli dagsins frá Veðurstofunni.
16.06.2017 - 07:23

Útlit fyrir rigningu í dag

Í dag verður Austan og norðaustan átt á landinu, 5-13 m/s, og víða dálítil rigning, að því er fram kemur í spá Veðurstofu Íslands. Hægari vindur á Suður- og Vesturlandi síðdegis og skúrir.
15.06.2017 - 06:15

Skýjað með köflum í dag

Útlit er fyrir Norðaustlæga átt á landinu í dag, 3-10 m/s og víða skýjað með köflum. Þá gætu fallið stöku skúrir inn til landsins, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
14.06.2017 - 06:20

Sólríkt suðvestantil

Það er útlit fyrir norðaustan golu eða kalda í dag en strekking við ströndina suðaustanlands. Austantil er viðbúið að fáeinir regndropar falli en suðvestantil verður sólríkt veður og þurrt. Hiti verður á bilinu sjö til sautján stig í dag, mildast...
11.06.2017 - 08:03

Útlit fyrir norðan kalda á sjómannadaginn

Í dag verður austlæg eða breytileg átt og yfirleitt þrír til átta metrar á sekúndu. Léttskýjað um landið vestanvert en lítilsháttar rigning suðaustan- og austanlands og stöku skúrir á Suðurlandi síðdegis. Hiti verður fimm til fimmtán stig, hlýjast...
09.06.2017 - 06:33

Hiti í júní víðast hvar undir meðallagi

Áfram verður svalt veður á landinu í dag og á morgun og fór hiti víða niður undir frostmark til fjalla nú í nótt. Júní hefur byrjað fremur svalur og hiti er víðast hvar undir meðallagi síðustu 10 ára - ef frá er talin Reykjavík sem er rétt um...
07.06.2017 - 06:22

Snjókoma á heiðum norðaustanlands í nótt

Heldur vetrarlegt verður um að litast á heiðum norðaustanlands í nótt og í fyrramálið. Vegagerðin varar við snjókomu á heiðum þar. Snjóa mun í 200-300 metra hæð á því svæði frá því um kl. 21 til 22 í kvöld.
06.06.2017 - 15:57

Kuldalegt fram undir helgi

Vinnuvikan byrjar heldur kuldalega með slyddu og snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi en þó er talsvert bjartara syðra og heldur hlýrra, segir í veðurpistli frá Veðurstofunni. Slyddu og snjókomu norðaustantil á landinu fylgir að líkindum...
06.06.2017 - 06:17

Skúrir víða um land

Austlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag. Það verður vætusamt suðaustantil og skýjað með köflum norðan- og vestanlands en sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Veður fer kólnandi þegar norðanáttin sækir að. Norðanlands verður væta með köflum en...
04.06.2017 - 09:19

Spáir allt að 15 stiga hita í dag

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir austlægri átt á landinu í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Búast má við að það verði hvassast allra syðst og á annesjum norðan- og norðvestantil.
03.06.2017 - 09:22

Vætutíð og vindasamt út vikuna

Veðurstofan spáir vætutíð og vindasömu veðri fram á helgi. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast má við austanátt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu og rigningu en norðaustan tíu til 18 metrum á Vestfjörðum síðdegis.
30.05.2017 - 06:52