Veður

Veðurhorfurnar: Blautt en þokkalega hlýtt

Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðusturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan.
23.09.2017 - 08:27

70.000 sagt að flýja strax vegna flóðahættu

Um eða yfir 70.000 Púertó-Ríkönum hefur verið gert að rýma heimili sín og forða sér hið snarasta eftir að sprunga myndaðist í stíflu svo flæða tók í gegn. Tekist hefur að hemja lekann og stýra honum að nokkru leyti en óttast er að stíflugarðurinn...
23.09.2017 - 00:25

Stormur og mikil rigning

Veðurstofan varar við stormi syðst á landinu á morgun og talverðri úrkomu víða um land en þó sérstaklega á Suðausturlandi og Austfjörðum.
22.09.2017 - 21:32

Rigning í dag en milt veður næstu daga

Veðurstofan spáir suðaustan kalda og rigningu eða skúrum í dag, einkum á sunnanverðu landinu, en þurrt að kalla norðaustan. Hiti sjö til þrettán stig.
22.09.2017 - 07:03

Minnst 15 létust á Dóminíku vegna Maríu

Minnst 15 létu lífið þegar fellibylurinn María böðlaðist á karíbahafsríkinu Dóminíku á mánudag. 20 til viðbótar er enn saknað. Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminiku, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali og segir það ganga kraftaverki næst að...
22.09.2017 - 03:41

Mjög vætusamt um helgina

Veðrið verður rysjótt en milt næstu daga og það verður mjög vætusamt um helgina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðurhorfur í dag og í kvöld.
21.09.2017 - 06:22

Flóð og útgöngubann í kjölfar fellibyls

Fellibylurinn María þokast nú frá ströndum Púertó Ríkó eftir að hafa valdið þar gríðarlegri eyðileggingu. Fregnir af manntjóni hafa ekki borist enn sem komið er, en símasamband, fjarskipti og samgöngur eru meira og minna í lamasessi svo fréttir...
21.09.2017 - 02:21

Ekkert rafmagn á Púertó Ríkó

Karíbahafseyjan Púertó Ríkó eru nú öll án rafmagns af völdum fellibyljarins Maríu. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Á Púertó Ríkó búa þrjár og hálf milljónir manna. Abner Gómez, yfirmaður almannavarna á eynni, segir að María hafi eyðilagt „sem sem...
20.09.2017 - 17:49

Varað við vatnavöxtum vegna úrhellis

Útlit er fyrir að úrkoma geti mælst allt að 40 til 60 millimetrar nokkuð víða á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag og að megnið af þessu vatni falli til jarðar fyrir hádegi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands um...
20.09.2017 - 07:01

María eflist enn og ógnar Púertó Ríkó

Fimmta stigs fellibylurinn María, sem gerði mikinn usla á eyríkinu Dóminíku þegar hann fór þar yfir á mánudag, er enn að sækja í sig veðrið og nálgast nú Bandarísku Jómfrúreyjarnar og Púertó Ríkó. Óttast er að bylurinn valdi enn meira tjóni á...
20.09.2017 - 01:36

Stormur og rigning í fyrramálið

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í fyrramálið. Meðalvindur í Öræfum getur farið í 25 metra á sekúndu og vindur í hviðum gæti farið nærri 40 metrum á sekúndu. Talsverð rigning verður austantil á landinu og á köflum mikil rigning á...
19.09.2017 - 23:07

María fer yfir Guadeloupe - myndskeið

Hitabeltisstormurinn María er orðinn fimmta stigs fellibylur á ný, að sögn veðurfræðinga í fellibyljamiðstöðinni í Miami í Bandaríkjunum. Vindhraðinn er að þeirra sögn kominn yfir sjötíu metra á sekúndu og er stórhættulegur.
19.09.2017 - 10:45

Tvær haustlægðir í sömu vikunni

Tíðin virðst ætla að verða rysjótt þessa vikuna, enda sækja hinar svokölluðu haustlægðir nú að okkur, segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og næstu daga.
19.09.2017 - 06:29

María í efsta styrkleika

Bandarískir veðurfræðingar segja fellibylinn Maríu nú kominn á efsta styrkleika, eða fimmta stig. María er nú aðeins um 20 kílómetrum aust-suðaustur af eyjunni Dóminíku í Karíbahafinu og nær vindhraði hennar allt að 72 metrum á sekúndu. Óttast er að...
19.09.2017 - 00:20

Bjart og hlýtt norðaustanlands í dag

Í dag er útlit fyrir sunnan golu eða kalda og rigningu með köflum. Bjartviðri verður norðaustantil á landinu og þar verður jafnframt hlýjast, eða allt að 18 stig. Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins frá veðurstofu Íslands.
18.09.2017 - 06:54