Veður

25 stigi hiti norðantil en hvasst fyrir vestan

Veðurstofan varar áfram við suðaustan stormi á á norðanverðu Snæfellsnesi fram undir hádegi. Hiti gæti komist í 25 stig á Norðausturlandi.
23.07.2017 - 07:43

Varað við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi

Veðurstofan varar við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi þegar líður á daginn og fram eftir nóttu. Þar má gera ráð fyrir að vindhviður fari í 25 til 35 metra á sekúndu í dag og fram eftir nóttu. Sérstaklega er tekið fram í stormviðvörun...
22.07.2017 - 11:14

Allt að 24 stiga hiti norðaustantil

Það verður hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi seinnipartinn í dag en á Norðausturlandi ræður hitinn ríkjum, þar verður hitinn allt að 24 stig. Heilt yfir er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt, fimm til þrettán metra á sekúndu. Suðvestantil verður öllu...
22.07.2017 - 07:52

Mjög hlýtt norðan- og norðaustanlands

Hægur vindur gerir vart við sig í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum sér væntanlega lítið til sólar. Hiti verður á...
21.07.2017 - 06:40

Áfram hlýjast norðaustanlands

Austlæg átt verður í dag, allhvöss syðst fram eftir degi. Annars töluvert hægari vindur. Skýjað verður með köflum og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm stig síðdegis, hlýjast á...
20.07.2017 - 06:31

Bongóblíða á Norðausturlandi

Blíðskaparveður leikur nú við Akureyringa og nærsveitamenn. Spáð er allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu í dag og braust sólin fram úr skýjunum rétt fyrir hádegi. Nokkuð stíf sunnanátt er nú á landinu öllu, hvassast á Suðausturlandi.
19.07.2017 - 11:23

Fært í Þórsmörk á breyttum jeppum

Ekki þurfti að kalla út björgunarsveitir vegna veðurs á Suðurlandi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fauk vinnupallur á Selfossi í rokinu og var það eina tjónið sem tilkynnt var. Búið er að opna veginn um Fjallabaksleið nyrðri...
19.07.2017 - 11:21

Vatnsborð í ám hækkað um tæpa tvo metra

Það hefur vaxið töluvert í ám á sunnan- og vestanverðu landinu eftir rigningu gærdagsins, mest í ám kringum Mýrdalsjökul og í Borgarfirði. Vatnsborð hækkaði mest í Hólmsá við Hrífunes, austan Mýrdalsjökuls, fór úr 75 sentimetrum yfir 250 sentimetra...
19.07.2017 - 09:53

Viðvarandi væta á Suðurlandi

Það er búið að rigna vel í nótt á Suðausturlandi og mun gera það fram undir hádegi en styttir síðan smám saman upp. Viðvarandi væta á Suðurlandi í dag og norður í Hrútafjörð en þurrt verður vestast á landinu fram eftir degi. Rignir þar líka í...
19.07.2017 - 07:07

Beinir til fólks að huga að lausamunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna fólk á að huga að lausamunum, líkt og garðhúsgögnum og trampólínum, og festa niður eða koma í skjól. Spáð er leiðindaveðri í dag eða tíu til átján metrum á sekúndu upp úr hádegi og líklega mun ekki lægja...
18.07.2017 - 12:33

Varað við stormi eftir hádegi á morgun

Veðurstofan varar við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, við suðvesturströndina og á hálendinu eftir hádegi á morgun. Þá er búist við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu sunnanlands seint á morgun.
17.07.2017 - 18:24

Snjókoma veldur rafmagnsleysi í Síle

Ekki er ýkja algengt að borgarbúar í Santíagó í Síle kagi snjóinn en sú hefur verið raunin um helgina. Snjókoma hefur valdið rafmagnsleysi í þúsundum heimila í borginni þar sem tré gefa sig undan þunga snjósins og falla á rafmagnsleiðslur....
16.07.2017 - 13:15

Mannskæð hitabylgja á Spáni

Minnst einn maður er látinn og annar er í lífshættu af völdum mikillar hitabylgju á Spáni. Hitinn fór yfir 47 stig í suðvesturhluta Spánar á fimmtudag. 54 ára gamall verkamaður, sem var að störfum við malbikunarframkvæmdir nærri bænum Moron de la...
14.07.2017 - 03:42
Erlent · Hamfarir · Evrópa · Spánn · Veður

Dembur og hugsanlega þrumuveður fyrir norðan

Spáð er fremur hægri vestlægri átt í dag og súld eða rigning, en skúrir seinnipartinn. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að miklar dembur gætu fallið á Norðausturlandi, og þeim kunna jafnvel að fylgja þrumuveður með hagléli
13.07.2017 - 06:26

Góðviðri á landinu í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir góðviðri á landinu í dag. Útlit er fyrir að það verði víða léttskýjað og fremur hægur vindur. Í kvöld má búast við að það þykkni upp á Suðvestur- og Vesturlandi. Hitastig í dag verður á bilinu tíu til 18 stig.
11.07.2017 - 06:53