Umhverfismál

Ekki rétt staðið að undirbúningi

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir að ekki hafi verið rétt staðið að undirbúningi verksmiðju United Silicon í Helguvík. Hann segir einboðið að verksmiðjan fari ekki aftur í gang, fyrr en mál hennar...
23.04.2017 - 19:05

Gerir engar athugasemdir við ummæli ráðherra

Kristín L. Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verksmiðju United Silicon í Helguvík eiga í margvíslegum erfiðleikum og gerir engar athugasemdir við ummæli umhverfisráðherra um verksmiðjuna. Áformum stofnunarinnar um að stöðva starfsemi...
21.04.2017 - 19:15

United Silicon fær frest

United Silicon hefur fengið frest til miðnættis á mánudag til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Talsmaður fyrirtækisins segir að verksmiðjan verði ekki gangsett á ný fyrr en lausn sé...
21.04.2017 - 12:31

Svifryksmengun oft yfir heilsuverndarmörkum

Svifryksmengun í Reykjavík hefur ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári. Mörkin voru rýmkuð með nýrri reglugerð í fyrra. Nú má svifryksmengun fara yfir heilsuverndarmörk 35 sinnum á ári. Áður mátti það aðeins gerast sjö sinnum.
20.04.2017 - 19:15

Bruninn varð kvöldið fyrir viðamikla úttekt

Viðamikil úttekt átti af vera á starfsemi United Silicon í gær og var von á fulltrúum erlends ráðgjafafyrirtækis til landsins vegna þessa. Þetta má lesa úr bréfi sem Umhverfisstofnun afhenti forráðamönnum United Silicon í gær. Þá gagnrýnir stofnunin...
19.04.2017 - 16:45

Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.
19.04.2017 - 13:56

Aldrei þægilegt að fá skjálfta yfir 3 í Kötlu

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð urðu í Kötluöskjunni um tíuleytið í morgun. Fyrri skjálftinn varð klukka 09:43 en hinn tæpri klukkustund síðar. Lítil hrina fylgdi í kjölfarið. Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir...
19.04.2017 - 13:23

Snarpur skjálfti fannst í Keflavík

Snarpur jarðskjálfti, 4,3 að stærð, varð um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum. Skjálftinn fannst í Keflavík, segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir að oft séu hrinur þarna, til að...
19.04.2017 - 13:10

Hyggjast stöðva starfsemi fyrirtækisins

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt United Silicon um áform sín um að stöðva starfsemi fyrirtækisins. Verksmiðjan hefur frest fram til föstudags til að koma fram með athugasemdir. „Við tilkynntum fyrirtækinu um áform okkar um stöðvun starfseminnar, það...
19.04.2017 - 12:29

Rannsaka heilsufar starfsmanna United Silicon

Vinnueftirlitið hefur hafið rannsókn á heilsufari starfsmanna United Silicon í Helguvík. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að fyrirtækið hafi ekki sinnt öllum kröfum um úrbætur og til skoðunar sé að beita það dagsektum. Bruninn í gær sé litinn...
19.04.2017 - 10:40

Varar við fjárfestingum í United Silicon

Ef það er þannig að lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta meira í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík, „þá fyndist mér það ekki góður kostur fyrir lífeyri almennings. Ég get ekki séð að þetta sé góður fjárfestingakostur hvað það varðar,“ segir...
19.04.2017 - 09:08

„Væri heldur slappur stjórnmálamaður“

„Ég veit ekki til hvers ég á að vera í pólitík og vera stjórnmálamaður ef ég get ekki lýst skoðun minni. Það væri þá heldur slappur stjórnmálamaður að mínu viti,“ segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, aðspurð um hvort hún fari inn á verksvið...
19.04.2017 - 08:25

Kæru Borðsins gegn borginni hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda veitingastaðarins Borðsins við Ægisíðu sem vildu að veitingastaðurinn fengi leyfi til að breyta rekstri staðarins úr flokki I í flokk II. Við það fengi staðurinn meðal annars...
18.04.2017 - 07:07

Umhverfisstofnun vildi loka United Silicon

Umhverfisstofnun tilkynnti forsvarsmönnum United Silicon með bréfi þann 12. apríl að ekki yrði hjá því komist að loka þyrfti verksmiðjunni þar sem frá henni streymdi fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar. Hætt var við lokunina þar sem...
19.04.2017 - 06:17

Tekið „of langan tíma að ná þessum hnökrum af“

Eldurinn sem kviknaði í kísilveri Unitedi Silicon í nótt virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnendum verksmiðjunnar en þeir íhuga nú aðgerðir gagnvart framleiðandanum sem seldi þeim búnaðinn. Kristleifur Andrésson, umhverfis-og...
18.04.2017 - 20:05