Umhverfismál

Orka náttúrunnar braut vatnalög

Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, braut vatnalög með því að tæma lón Andakílsvirkjunar. Þetta er mat Orkustofnunar. Stofnunin hefur krafist áætlunar frá Orku náttúrunnar fyrir júní lok um úrbætur vegna umhverfisslyssins í...
24.05.2017 - 12:31

Brauð ekki gott fyrir endurnar

Fyrsti ungahópurinn er skriðinn úr eggjum við Reykjavíkurtjörn. Ungarnir voru níu talsins en núna eru bara sex eftir. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir aðstoð borgarbúa við að auka líkurnar á því að andarungar við Tjörnina komist á legg. Snorri...
23.05.2017 - 21:05

Stærsta kóralrif heims að deyja

Frá Ástralíu berast nú fréttir af stórfelldum skemmdum á Kóralrifinu mikla og talið er að um 90% af rifinu sé að einhverju leyti skemmt. Þetta stórkostlegasta sjávarvistkerfi jarðarinnar er að deyja af mannavöldum. Rannveig Magnúsdóttir fjallaði um...
22.05.2017 - 15:01

Dómsdagshvelfingin lekur

Leki hefur komið að frægeymslunni á Spitsbergen við Svalbarða þar sem hátt í milljón plöntutegundir frá öllum heimshornum eru varðveittar. Hvelfingin, sem átti að standast allar hugsanlegar hamfarir, er fórnarlamb loftslagsbreytinga af mannavöldum.
21.05.2017 - 14:16

Hættulega göngustíga þarf að laga

Með góða veðrinu reima æ fleiri á sig gönguskóna. En það er ekki sama hvar borið er niður fæti. Sumir göngustígar eru nefnilega hættulegir. Þeir geta að auki verið lýti á landslagi í stað þess að vera hannaðir með tilliti til náttúrunnar. Þetta...
20.05.2017 - 18:44

Svæðið á Iðavöllum gamall tjörupyttur

Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var ekki kunnugt um urðunarsvæðið sem verktakar komu niður á við Iðavelli í Reykjanesbæ í gær. Mögulegt er að þar séu krabbameinsvaldandi efni, t.d. PSB og þungmálmar. Tjörupyttur var á svæðinu, sem var svo mokað yfir.
19.05.2017 - 18:57

Verksmiðja United Silicon í gang á sunnudag

Gangsetja á ofn kísilmálmverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík á sunnudaginn klukkan fjögur með samþykki Umhverfisstofnunar.
19.05.2017 - 16:47

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

Taka sýni í dag vegna mengunar

Tekin verða sýni úr jarðvegi á svæði ofan Iðavalla í Reykjanesbæ í dag. Við gatnagerð kom í ljós tjara í jarðvegi og er verið að kanna hvort þar séu þungmálmar og þrávirk efni. Þarna voru áður ruslahaugar á vegum bandaríska hersins. Fyrst var greint...
19.05.2017 - 10:27

Slökkt á ofurskæru skilti í Fífunni á næturnar

Ákveðið hefur verið að slökkva á umdeildu háskerpu-skilti, sem sett var upp milli Fífunnar og Hafnarfjarðarvegar frá klukkan tíu á kvöldin til sjö á morgnanna. Þá hefur birtan frá skiltinu verið minnkuð um 20 prósent. Íbúar í hverfinu voru óánægðir...
18.05.2017 - 14:12

Leggst gegn auknum umsvifum Hringrásar

Stjórn Faxaflóahafna leggst gegn því að starfsemi Hringrásar ehf verði aukin við Klettagarða 9. Efnarás ehf, dótturfélag Hringrásar, sóttist eftir starfsleyfi til að taka á móti 2.000 tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og 4.000 tonnum af...
17.05.2017 - 23:20

Mikilvægt skref fyrir Vestnorræna ráðið

Vestnorræna ráðið hefur fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sem er mikilvægt skref að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, fyrrverandi formanns Vestnorræna ráðsins. Hlýnun loftslags veldur örum breytingum og hvergi meira en á norðurslóðum. Unnur...

Fjórhjólaakstur vídeóbloggara lögreglumál

Árlega berast Umhverfisstofnun um tuttugu ábendingar um ætlaðan utanvegaakstur. Nýverið hafa tvær slíkar ábendingar verið sendar lögreglu. Önnur er að sænskum vídeóbloggara á fjórhjóli á Reykjanesi.
16.05.2017 - 12:53

Stjórnleysi og virðingaleysi í umgengni

Stjórnleysi og virðingaleysi ríkir í umgengni við náttúruna, segir stjórnarmaður í Landssamtökum landeigenda. Koma verði böndum á umferðina svo draga megi úr skemmdum.
16.05.2017 - 12:32

Vilja þjóðgarð í stað Hvalárvirkjunar

Landvernd vill að í stað Hvalárvirkjunar á Ströndum verði stofnaður þjóðgarður utan um ósnortna náttúru áhrifasvæðis virkjunarinnar. Þá hafnar félagið því að fjármunum almennings sé varið í nýtt tengivirki í Ísafjarðardjúpi sem er forsenda þess að...
16.05.2017 - 12:12