Tónlist

1967

Í þættinum verður litið um öxl og leikin lög sem voru þau vinsælustu hérlendis og erlendis fyrir fimmtíu árum síðan eða það herrans ár 1967. Von er eingöngu á skotheldum slögurum.
28.05.2017 - 16:05

Chris Cornell 1964 - 2017

Söngvarinn, gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave stytti sér aldur fyrir rúmri viku eins og margir eflaust vita og Rokkland vikunnar er helgaður Chris, lífi hans og verkum.
28.05.2017 - 13:02

Rokkstjarnan Gregg Allman látin

Gregg Allman, söngvari og einn stofnenda Allman Brothers Band, lést að heimili sínu í morgun, 69 ára að aldri. Greint var frá þessu á heimasíðu Allmans. Ekki er sagt hvernig hann lést, en hann glímdi við heilsubrest síðustu ár. 
27.05.2017 - 22:42

Löðrið kveður

Líkt og fleiri í dag kvaddi Hulda Geirs hlustendur sína í þættinum Löðri, en um næstu helgi tekur við ný sumardagskrá Rásar 2. Stuðlögin voru allsráðandi í lokaþættinum og hér má sjá lagalistann og hlusta á þáttinn í heild sinni.
27.05.2017 - 20:04
Mynd með færslu

Ibragimova spilar Brahms

Bein útsending frá síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru helgaðir minningu Björns Ólafssonar, konsertmeistara. Á tónleikunum verður m.a leikinn fiðlukonsert Brahms, sem Björn lék þrívegis með sveitinni.
26.05.2017 - 18:45

Kanye West tók upp tónlist á Íslandi

„Já ég má segja frá því núna því lagið er komið út,“ segir Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri, en stórstjarnan Kanye West tók upp í hljóðveri hans Gróðurhúsinu, þegar hann dvaldist á Íslandi síðasta vor.
26.05.2017 - 16:58

„Við ætlum að verða háværasta band í heimi“

Pink Street Boys er pönkhljómsveit úr Grafarvogi. Hún hefur verið starfandi síðan 2013, en á dögunum gaf hún út myndband við nýtt lag, „Wet“. Pink Street Boys eru óslípaðir, trylltir og hafa mælst háværasta hljómsveit á Íslandi.
26.05.2017 - 16:20
Lestin · pönk · Tónlist · Menning

Ný íslensk stórsveitartónlist

Rás 1 - sunnudaginn 28.maí kl 16.05
26.05.2017 - 15:42

Síðustu tónleikar SÍ á þessu starfsári

Á tónleikunum, sem helgaðir eru minningu Björns Ólafssonar, konsertmeistara, verður m.a leikinn fiðlukonsert Brahms.
26.05.2017 - 14:37

Alþjóðlega tónskáldaþinginu nýlokið í Palermo

400 ára gamall tónlistarháskóli í Palermo á Sikiley var miðstöð samtímatónlistar eina viku í maí þegar Alþjóðlega tónskáldaþingið stóð yfir í borginni.
26.05.2017 - 12:46

Sólstafir – Einar Hatari og Ronson

Ný plata frá Sólstöfum - Einari trommari úr hatari kemur í heimsókn með uppáhalds rokkplötuna sína og Mick Ronson á afmæli í dag.
26.05.2017 - 12:59

Hátíð í HAM-bæ

Ný lög með hljómsveitinni Kíma, Gústa Ragg, Ástu Kristín Guðrúnardóttur, Sveittum gangavörðum, Bárujárni, Kuldabola og Russian.Girls, YouYou, Hjalta Jóni, Kid Sune og Tank Jar. Ný plata með HAM.
25.05.2017 - 14:18

Forhlustun á nýjustu plötu Sólstafa

Rokksveitin Sólstafir gefur á morgun, 26. maí, út sína sjöundu breiðskífu, Berdreymin. Hér er hægt að taka forskot á sæluna og hlusta á plötuna í heild sinni.
25.05.2017 - 14:00

Mikilvægt að vera maður sjálfur

Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver heimsótti Huldu Geirs á Rás 2 í morgun þar sem þau áttu gott kaffispjall um lífið í Svíþjóð, hinar ýmsu hliðar tónlistarbransans og framtíðarverkefni, m.a. súpuveitingastað í Vík í Mýrdal. Daníel, sem margir muna...
25.05.2017 - 12:47

Ást og eftirsjá

Inn í nóttina var á sínum stað strax eftir miðnæturfréttir. Þar lék Hulda Geirs huggulega tóna þar sem gjarna er sungið um ást og eftirsjá. Tónlistin er blanda af íslensku og erlendu efni og frá ýmsum tímum. Kl. 00:05. Hér má hlusta og skoða...
24.05.2017 - 20:30