Mynd með færslu

Tilraunaglasið

Í Tilraunaglasinu mallar ýmislegt nýtt úr heimi vísinda og tækni, bæði það sem gerist hér innan lands og í útlöndum. Rætt er við vísindafólk um rannsóknarverkefni þess og sagðar fréttir af nýjum uppgötvunum og rannsóknarniðurstöðum. Sömuleiðis er horft til vísindasögunnar og rifjaðar upp vísindauppgötvanir sem skiptu sköpum í þróun vísinda og tækni.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Halastjarnan kemur

Í Tilraunaglasinu 22. nóvember verður fjallað um halastjörnuna ISON sem verður næst sólu 28. nóvember. Sævar Helgi Bragason kemur í þáttinn. Ingibjörg Jónsdóttir segir frá alþjóðlegu samstarfi um ískortagerð sem hún tekur þátt í og sagt verður frá...
22.11.2013 - 13:00

Siglt yfir Norður-Íshafið

Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur sigldi sumarið 2012 yfir Norður-Íshafið með kínverska skipinu Snædrekanum. Hún segir frá siglingunni í Tilraunaglasinu 15. nóvember, mælingum sem hún gerði á leiðinni og áhuga Kínverja á norðrinu. Rætt verður um...
15.11.2013 - 13:00

Netmeðferð gegn svefnpilluvandanum

Í Tilraunaglasinu 8. nóvember er rætt við Erlu Björnsdóttur sálfræðing sem segir frá gagnvirkri netmeðferð við svefnleysi. Meðferðin er árangursríkari en svefnlyf og ætti að geta dregið úr óhóflegu svefnlyfjaáti Íslendinga. Fjallað er um tilraunahús...
08.11.2013 - 13:00

Innflytjendabörn og íslenskir skólar

Hvernig vegnar innflytjendabörnum í íslenskum skólum og hvað má gera til að hlúa sem best að þeim? Þetta rannsakar menntavísindasvið Háskóla Íslands og Hanna Ragnarsdóttir prófessor segir frá því 1. nóvember í Tilraunaglasinu. Einnig er fjallað um...
01.11.2013 - 13:00

Verðmæt efni úr jarðgufu

Tilraunaglasið ræðir 25. október við Ingbjörgu Georgsdóttur barnalækni sem hefur rannsakað afdrif og þroska fyrirbura. Hún varði í síðustu viku doktorsritgerð við HÍ. Einnig er rætt við Halldór Svavarsson, dósent við tækni- og verkfræðideild...
25.10.2013 - 13:00

Fiskar í hlýnandi sjó

Í Tilraunaglasinu 18. október heyrum við um þau áhrif sem hækkandi sjávarhiti hér við land hefur haft á fiskinn í sjónum við landið. Jón Sólmundsson, fiskifræðingur á Hafró, segir m.a. frá nýjum tegundum í fiskafánu Íslands. Þá heldur umfjöllun...
18.10.2013 - 13:00