Mynd með færslu

Tilgangurinn helgar meðalið

Heimildarmynd um Gennadiy sem er betur þekktur um gervalla Úkraínu undir nafninu 'séra krókódíll'. Gennadiy er prestur og hefur öðlast frægð fyrir að bjarga börnum af götunni. Hann svífst einskis við starf sitt og gerir allt sem í hans valdi stendur til að bjarga ungmennunum.