Mynd með færslu

Til allra átta

Tónlist frá ýmsum heimshornum. Umsjón: Sigríður Stephensen
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Hátíðahopp

Skyggnst um á nokkrum sumartónlistarhátíðum í Evrópu, þar sem kennir ýmissa grasa. Danstónlist sem staðist hefur tímans tönn, svo sem tvist og kúmbía á sér fulltrúa innan um vinsælt popp og rokk dagsins í dag, sömuleiðis afrísk sækadelía og...
04.07.2015 - 17:00

Minningar um fjöll

Söngkonan Karen Dalton lifði hratt og stutt. Tómleg og sár rödd hennar er eftirminnileg þeim sem heyrðu hana og áhugaverð mörgum sem kynnast henni nú. Nýlega kom í ljós að hún orti ljóð, ellefu tónlistarkonur hafa samið lög við þau, út er komin...
27.06.2015 - 17:00

Fiðlungur á Jónsmessu

Norsk fiðlutónlist er meðal þess sem hljómar í þættinum Til allra átta á Rás 1 mánudag kl. 14:03. Músarindillinn stórhættulegi kemur við sögu í írsku þjóðlagi, sænskar særingar hljóma, tékknesk ylliviðartónlist og óljósar minningar frá Jórdaníu.
22.06.2015 - 11:13

Sömbur og sól

Brasilískir tónar hljóma í þætti dagsins, sömbur og sólartónlist. Einnig tónar af nýrri plötu Kenyamannsins Ayub Ogada, sem tekin var upp undir berum himni í Nariobi-þjóðgarðinum þar sem apafjölskylda hafði stundum aðeins of hátt, annars voru...
08.06.2015 - 13:30

Tímaþjófnaður og tímaleysi

Danskar og breskar tónlistarkonur pæla í tímanum í tónlist sinni, þrír félagar frá Kýpur syngja um að karnivalið sé búið, portúgölsk söngkona tregar gleðina og gleðst yfir treganum...
05.06.2015 - 15:32

Sko engir Sousa-marsar!

Lúðrar verða þeyttir í þættinum Til allra átta á mánudaginn kl. 14 á Rás 1, til að gleðjast yfir hækkandi sól. Tónlistin hæfir þó frekar til að dansa við en marsera við.
15.05.2015 - 16:30

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Sigríður St. Stephensen