Mynd með færslu

Sweet Micky til forseta

Heimildarmynd um Pras Michel rappara úr frægu hljómsveitinni The Fugees. Honum blöskrar aðgerðaleysi stjórnvalda á Haítí eftir jarðskjálftann 2010 og hefur kosningabaráttu fyrir Sweet Micky, poppstjörnu og sérvitring þar í landi. Þegar fyrrum hljómsveitarfélagi Pras, Wyclef Jean, býður sig einnig fram færist fjör í leikinn.