Mynd með færslu

Plötuskápurinn

Tónlistarspekúlantarnir Gunnlaugur og Halldór Ingi spila og fjalla um tónlist sem þeir finna í plötuskápum sínum - og þar er af nógu að taka. Efnistök eru fjölbreytt og dregin er fram alls kyns tónlist frá ýmsum tímum. Ekkert er heilagt í þeim efnum, hvort sem það kallast popp, rokk og ról, þungarokk, djass, reggí, kántrí, þjóðlagatónlist, blús eða...
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Útlagar vestursins og fleira gott fólk

Tónlistin í þætti kvöldsins kemur úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Útlagar vestursins leika nokkur lög.
02.06.2016 - 14:59

Rock n Roll og 80s Pop Rock

Endurtekinn Plötuskápur frá því í apríl 2012. Í þættinum fjallar Halldór Ingi Andrésson um nokkra stærstu frumkvöðla rokksins, Elvis Presley, Little Richard, Jerry Lee Lewis og Chuck Berry t.d. Og síðan er stiklað á tónlist frá 81-83 frá þeim stóru...
17.04.2015 - 15:15

Meistaraverk með meiru

Hljómsveitin Led Zeppelin verður fyrirferðamikil í þætti kvöldsins. Fyrir skömmu kom út endurmasteruð útgáfa tvöfalda albúmsins Physical Graffiti en um þessar mundir eru liðin 40 ár frá útkomu þessara þekktu platna.
13.03.2015 - 16:12

Ábreiður og heiðursútgáfur

Í Plötuskápnum 27. febrúar 2015 dróg Halldór Ingi Andrésson út nokkrar forvitnilegar plötur út úr plötusafni sínu. "Hugmyndin vaknaði þegar ég sá enn eina heilsíðuauglýsinguna í Fréttablaðinu um síðustu helgi: Cash Tribute í Hörpunni."
27.02.2015 - 11:31

Gamla stílabókin

Halldór Ingi Andrésson dregur nokkrar af fyrstu plötum sínum út úr Plötuskápnum í kvöld kl 19:20 á Rás 2. Sígildar plötur með The Beatles, Led Zeppelin, Jethro Tull, Blind Faith, Trúbrot o.fl. verða dregnar út úr Plötuskápnum. Þátturinn var áður á...
20.02.2015 - 11:21

Sólríkt síðdegi, djöflar og galdrakarlar

Í þættinu að þessu sinni verða leikin nokkur lög af plötunni Demons & Wizards sem hljómsveitin Uriah Heep sendi frá sér árið 1972, en óhætt er að segja að það hafi verið einhver vinælasta hljómplata þess árs hér á landi.
13.02.2015 - 17:30

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Gunnlaugur Yngvi Sigfússon
Mynd með færslu
Halldór Ingi Andrésson

Facebook