Mynd með færslu

Örkin

Ný þáttaröð um samband mannsins við dýr, allt frá skordýrum og býflugum til sela. Kolbrún Vaka hittir skemmtilegt fólk sem varpar ljósi á sérstakt samband okkar mannfólksins við dýrin. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Móttaka myndbanda

Átt þú frábært myndskeið af dýrinu þínu ?

Nú leitum við til almennings og biðjum fólk um að senda okkur skemmtileg myndskeið af dýrum.
Áhugaverðustu myndskeiðin verða valin og birt í þættinum.

Smelltu hér til að hlaða inn efni

„Börn, dýr og náttúra eru órofa heild“

„Maður finnur það hvað börn dýr og náttúra eru órofa heild,“ segir Matthildur L. Hermannsdóttir leikskólastjóri á Laufásborg en á leikskólanum í miðborg Reykjavíkur búa fjórar hænur. Matthildur segir börnin læra mikið af því að umgangast dýrin á...
18.02.2017 - 15:55

Kósí að kúra með æðarungunum

Í miðjum Breiðarfirðinum er lítil eyja sem heitir Hvallátur en á þessum einangraða stað býr fólk að sumri til og fæst aðallega við æðarbúskap. Á eyjunni hefur skapast einstakt samband á milli barnanna og æðarunganna.
26.01.2017 - 16:06

Sankar að sér dauðum dýrum

Myndlistarmaðurinn Inga María Brynjarsdóttir hefur teiknað dýr síðan hún man eftir sér. Í meistaranámi sínu við Listaháskóla Íslands ákvað hún að taka áhuga sinn á dýrum á annað plan og leitaðist við að dýpka skilning sinn á dýrum og útliti þeirra.
13.01.2017 - 13:57

Hamingjusamar hænur í Breiðholtinu

„Þær eru rosalega skemmtilegar og sjálfstæðar“ segir Sóley Kristjánsdóttir hænsnaræktandi í Breiðholtinu.
13.01.2017 - 12:57

Ævistarf 12 býflugna í teskeið af hunangi

„Það þarf að vera lágmark tíu gráðu hiti til að býflugurnar fari út úr búunum, en um leið og það nær því þá drífa þær sig út strax. Þær eru fljótar að finna það litla sem eru í boði og virðast aðlagast fljótt plöntufæðinni í íslenskri náttúru,“...
05.01.2017 - 15:10