Mynd með færslu

Orð af orði

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál. Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Næsti þáttur: 20. ágúst 2017 | KL. 17:25
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Óþarfa áhyggjur af áhyggjusemi

Orðið áhyggjusamur hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í dag. Fjölmargir höfðu samband við fréttastofu RÚV til að benda á villu í fyrirsögn þar sem orðið kom fyrir og óska eftir að hún yrði leiðrétt. Auk þess spruttu umræður um orðið á Facebook og...
08.08.2017 - 16:24

Fjallkonan fletti börn sín vopnum

Í dag eru 100 ár síðan Stephan G. Stephansson heimsótti ættjörðina í fyrsta og eina sinn. Hann flutti vestur um haf, til Kanada, ásamt fjölskyldu sinni árið 1873, þá tæplega tvítugur. Í kvæði Stephans Fjallkonan, til hermannanna sem heim koma er...
16.06.2017 - 17:16

Lundúnir og Kænugarður

Lundúnir er ekki íslensk þýðing á borgarheitinu London og í raun eru orðin Lundúnir, Kaupmannahöfn og Kænugarður eldri en London, København og Kiev, í það minnsta eru þau líkari elstu varðveittu gerðum heitanna á frummálinu.
08.05.2017 - 11:14

Skartgripalög, blóðkol og hafmeyjulæri

Danska málnefndin hefur nú birt lista yfir nýyrði ársins 2016. Á listanum er að finna dönsk orð eins og ‚smykkelov‘ (skartgripalög, vísar til umdeildra útlendingalaga), ‚blodkul‘ (blóðkol, hefur svipaða merkingu og blóðdemantur) og ‚havfruelår‘ (...
08.12.2016 - 15:36

Handrit í hættu

Síðasta vetrardag var því fagnað að 45 ár voru liðin frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Sama dag var sagt frá því í Kastljósi að í handritageymslum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefðu fundist silfurskottur. Nöturleg...
25.04.2016 - 16:29

Textað í beinni

Síðustu fimm daga hafa rittúlkar RÚV textað beinar útsendingar í kjölfarið á aukaþætti Kastljóss um Panama-skjölin sunnudaginn 3. apríl. Fréttatímar, aukafréttatímar og Kastljósþættir hafa verið sendir út með skjátexta á síðu 888 í textavarpi.
07.04.2016 - 17:22

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Anna Sigríður Þráinsdóttir

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Orð af orði

25/06/2017 - 17:25
Mynd með færslu

Orð af orði

04/06/2017 - 17:25