Mynd með færslu

Órangútan

Útvarpsþátturinn Órangútan er á dagskrá Rásar 2 alla laugardagsmorgna milli klukkan 9.00 og 12.20. Guðmundur Pálsson og Dóri DNA taka á móti skemmtilegum gestum og stytta hlustendum stundir með morgunkaffinu. Órangútan - loðinn útvarpsþáttur.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Síðasti Órangútanþáttur í sögu alheimsins

Söknuðurinn og eftirsjáin hengu eins og þykkt Álafossteppi yfir lokaþætti Órangútans. Þrátt fyrir það var líf og jafnvel fjör í þættinum.
31.05.2014 - 12:33

Rótsterkur og erótískur Órangútan

Órangútan var rótsterkur og rjúkandi laugardaginn 24. maí. Næstsíðasti þátturinn og allt kýlt í botn.
24.05.2014 - 12:39

Órangútan á lakktakkaskóm

Órangútan reimaði á sig Copa Mundial skóna á kafloðnum laugardegi. Drakk rjúkandi heitt kaffi af stút og gæddi sér á braglaukabræðandi glútendufti.
17.05.2014 - 12:39

Órangútan með dósakartöflum og kokteilsósu

Það var hvorki vol né víl í Órangútan laugardaginn 10. maí. Öðru nær. Körfukjúklingur í ofninum og ískalt dósagos í öllum glösum.
10.05.2014 - 12:47

Órangútan í píp-testi andans

Órangútan þaut eins og kólfi væri skotið í hinu óumflýjanlega píp-testi andans og náði toppeinkunn. Vínarbrauð á borðum og rjúkandi kaffi í hverri krús.
03.05.2014 - 12:51

Rafmagnaður Órangútan

Já, það er bara þannig. Órangútan var svo rafmagnaður að hárin stóðu í allar áttir. Afrafmögnunarspreyið gerði lítið sem ekkert gagn og fjörið var skrúfað í efstu stillingu.
26.04.2014 - 12:38

Facebook