Mynd með færslu

Músíktilraunir

Músíktilraunir hófu göngu sína árið 1982 og hafa hátt í eitt þúsund hljómsveitir/tónlistarmenn tekið þátt. Úrslitakvöldinu hefur verið útvarpað á Rás 2 óslitið frá árinu 1992, auk þess sem RÚV hefur undanfarin ár tekið það upp og sýnt síðar. Hér fyrir neðan má heyra lög með sigursveitunum frá öllum úrslitakvöldunum sem fundust í safni RÚV.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Sjáðu sigursveit Músíktilrauna — Rythmatik

Hljómsveitin Rythmatik bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2015, en úrslit fóru fram í Hörpu á laugardagskvöld. Hér má sjá myndband af frammistöðu sveitarinnar. Rythmatik kemur frá Suðureyri við Súgandafjörð og mun þetta vera í fyrsta sinn sem...
31.03.2015 - 10:51

2014: Vio

Mosfellska hljómsveitin Vio var stofnuð í mars 2014 og sigraði í Músíktilraunum rétt um mánuði síðar. Í kjölfarið kom sveitin fram víða, þ.á.m. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Hollandi.
24.03.2015 - 14:50

2013: Vök

Hljómsveitin Vök var stofnuð í byrjun árs 2013 og var því ekki gömul þegar sveitin sigraði í Músíktilraunum með glæsibrag í mars sama ár. Hljómsveitina skipuðu upphaflega þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson en síðar hefur Ólafur...
23.03.2015 - 16:11

2012: RetRoBot

RetRoBot, sigurhljómsveit Músíktilrauna árið 2012, var stofnuð á Selfossi árið 2011 af tveimur meðlimum sveitarinnar, Daða og Pálma. Það var þó ekki fyrr en árið 2012 sem þeir virkilega keyrðu bandið af stað og fengu þá Guðmund Einar og Gunnlaug með...
23.03.2015 - 15:23

2011: Samaris

Samaris var stofnuð árið 2011 af þremur reykvískum stúdentum. Þau ákváðu að taka þátt í Músíktilraunum stuttu seinna og unnu keppnina sama ár.
23.03.2015 - 15:13

2010: Of Monsters and Men

Óhætt er að fullyrða að enginn sigursveit Músíktilrauna hafi náð viðlíka árangri á heimsvísu og Of Monsters and Men. Hljómsveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2010 og hefur allar götur síðan farið hamförum í tónlistarheiminum
19.03.2015 - 13:14

Músíktilraunir 2015

Facebook

Twitter