Mynd með færslu

Mozart: Misskilinn snillingur

Árni Heimir Ingólfsson leiðir hlustendur í allan sannleikann um undrabarnið Mozart en einnig um hinn fullþroskaða listamann, um vonbrigði hans og sigra. Leikin verða brot úr helstu tónverkum meistarans, en auk þess verður tónlistin í forgrunni í sérstökum þáttum sem hljóma til hliðar við þáttaröðina.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Mozart – misskilinn snillingur

Wolfgang Amadeus Mozart er einn kunnasti tónsnillingur sögunnar. Tónlist hans er flutt um allan heim á degi hverjum og sögur um snilligáfu hins barnunga Mozarts eru flestum kunnar. Sumir telja að hann sé eitt mesta tónskáld sem heimurinn hefur...