Mynd með færslu

Hnotubrjóturinn

Vönduð leikin ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna skreytt ungverskum brúðum. Sögð er saga Hnotubrjótsins á glænýjan hátt og er sögusviðið Vínarborg á þriðja áratug síðustu aldar. Hið illa hefur náð yfirráðum í borginni en Hnotubrjóturinn er staðráðinn í að hið góða muni sigra að lokum. Aðalhlutverk: Elle Fanning, Nathan Lane og John Turturro.