Mynd með færslu

Dansfrömuðurinn Helgi Tómasson

Sigyn Blöndal ræðir við Helga Tómasson listrænan stjórnanda San Francisco ballettsins og fylgist með æfingum ballettflokksins fyrir sýningar hér á landi. Farið verður yfir ævintýralegan feril Helga sem segja má að hafi hafist í Vestmannaeyjum þar sem hann sá sína fyrstu balletsýningu árið 1947.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Dansfrömuðurinn Helgi Tómasson

Helgi Tómasson, ballettdansari, danshöfundur, danskennari, skólastjóri og listrænn stjórnandi San Francisco ballettsins er staddur hér á landi þar sem hann setur upp sýningu flokksins ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.