Mynd með færslu

Bannorðið

Breskt fjölskyldudrama um hina ósköp venjulegu Hughes-fjölskyldu. Þegar fimm ára gamall sonur hjónanna greinist með einhverfu er eins og fótunum sé kippt undan fjölskyldunni, róðurinn þyngist en þau reyna allt hvað þau geta til að hafa fjölskyldulífið eins venjulegt og hægt er. Leikarar: Morven Christie, Lee Ingleby og Greg McHugh.