Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.
Næsti þáttur: 23. mars 2017 | KL. 14:03
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Þar efst situr ungmey á gnúpi

"Þar efst situr ungmey á gnúpi með andlitið töfrandi frítt og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gullhár furðu sítt…“ Þannig orti Heinrich Heine um hina fögru Lórelei sem sat á kletti við ána Rín og heillaði farmenn með söng sínum svo að þeir...
22.03.2017 - 15:09

Nicolai Gedda og Kurt Moll

Fyrir skömmu létust tveir heimsfrægir óperusöngvarar. Tenórsöngvarinn Nicolai Gedda dó 8. janúar, 91 árs að aldri, og bassasöngvarinn Kurt Moll dó 5. mars, 78 ára gamall. Í þættinum "Á tónsviðinu", fim. 16. mars kl. 14.03 verður þeirra...
15.03.2017 - 09:57

Japan í verkum vestrænna tónskálda

Árið 1867 var heimssýning í París þar sem meðal annars var sýnd japönsk myndlist. Fyrir marga Evrópubúa voru þetta fyrstu kynni af japanskri menningu og talið er að það hafi verið fyrir áhrif frá heimssýningunni sem tónskáldið Camille Saint-Saëns...
08.03.2017 - 14:57

Ást í meinum í Feneyjum á 18. öld

Árið 1728 gengu tónskáldið Benedetto Marcello og gondólasöngkonan Rosanna Scalfi í ólöglegt hjónaband í Feneyjum. Hjónabandið var ólöglegt vegna þess að Marcello var aðalsmaður og lög í Feneyjum bönnuðu tignum mönnum að giftast lágstéttarkonum....
01.03.2017 - 16:14

„Únglingurinn í skóginum“ eftir þrjú tónskáld

Að minnsta kosti þrjú íslensk tónskáld hafa samið tónlist við kvæðið „Únglingurinn í skóginum“ eftir Halldór Laxness: Jórunn Viðar, Karl O. Runólfsson og Ragnar Björnsson. Í þætti Unu Margrétar Jónsdóttur, „Á tónsviðinu,“ fimmtudaginn 23. febrúar kl...
22.02.2017 - 15:12

Úr og klukkur í tónlist

Sinfónía nr.101 í D-dúr eftir Haydn er kölluð Klukkusinfónían af því að taktfastir tónar í 2. þætti verksins minna á tikk í klukku. Í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 16. feb. kl. 14.03 verður þessi kafli leikinn svo og önnur tónverk þar sem úr og...
15.02.2017 - 15:17

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Heimsfrægir óperusöngvarar
16/03/2017 - 14:03
Mynd með færslu

Á tónsviðinu

09/03/2017 - 14:03