Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.
Næsti þáttur: 4. maí 2017 | KL. 14:03
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Uppáhaldslög Berta Wooster

Enski rithöfundurinn P.G. Wodehouse samdi mikinn fjölda af gamansömum skáldsögum og meðal þeirra þekktustu voru sögur hans um Jeeves og Wooster. Þar sagði frá hinum unga spjátrungi Bertram Wooster og þjóni hans, Jeeves, sem var sérlega ráðagóður....
26.04.2017 - 15:23

Söngvar Gylfa Þ. Gíslasonar

Á þessu ári eru 100 ár frá fæðingu Gylfa Þ. Gíslasonar, en hann fæddist 7. feb. 1917. Gylfi var alþingismaður og ráðherra í mörg ár, en hann er ekki síður þekktur sem sönglagahöfundur. Sum laga hans eru alkunn, eins og „Hanna litla“, „Þjóðvísa“ og „...
05.04.2017 - 15:42

Schubert og Schober

Franz von Schober var náinn vinur tónskáldsins Franz Schuberts og samdi ljóð við sum sönglög hans, til dæmis „An die Musik“ (Til tónlistarinnar). Schober var efnaður og gat því styrkt tónskáldið með ýmsu móti, til dæmis bjó Schubert oft hjá honum....
29.03.2017 - 15:31

Þar efst situr ungmey á gnúpi

"Þar efst situr ungmey á gnúpi með andlitið töfrandi frítt og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gullhár furðu sítt…“ Þannig orti Heinrich Heine um hina fögru Lórelei sem sat á kletti við ána Rín og heillaði farmenn með söng sínum svo að þeir...
22.03.2017 - 15:09

Nicolai Gedda og Kurt Moll

Fyrir skömmu létust tveir heimsfrægir óperusöngvarar. Tenórsöngvarinn Nicolai Gedda dó 8. janúar, 91 árs að aldri, og bassasöngvarinn Kurt Moll dó 5. mars, 78 ára gamall. Í þættinum "Á tónsviðinu", fim. 16. mars kl. 14.03 verður þeirra...
15.03.2017 - 09:57

Japan í verkum vestrænna tónskálda

Árið 1867 var heimssýning í París þar sem meðal annars var sýnd japönsk myndlist. Fyrir marga Evrópubúa voru þetta fyrstu kynni af japanskri menningu og talið er að það hafi verið fyrir áhrif frá heimssýningunni sem tónskáldið Camille Saint-Saëns...
08.03.2017 - 14:57

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Á tónsviðinu

27/04/2017 - 14:03
Mynd með færslu

Á tónsviðinu

06/04/2017 - 14:03