Tyrkland

Skutu tvo vígamenn til bana í Ankara

Lögregla í Ankara, höfuðborg Tyrklands, felldi í dag tvo menn sem talið er að hafi ætlað að vinna hryðjuverk í nafni samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir skiptust á skotum við lögregluna nokkra stund áður en þeir féllu, að því er...
21.05.2017 - 09:57

Erdogan hjá Trump: Eindrægni og ágreiningur

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og starfsbróðir hans frá Tyrklandi, Recep Tayyip Erdogan, funduðu í Hvíta húsinu í gær. Að fundi loknum lögðu þeir mikla áherslu á samstarf og samstöðu ríkjanna tveggja. Þó fór ekki framhjá neinum að djúpstæður...
17.05.2017 - 04:58

Á þriðja tug látnir í rútuslysi í Tyrkland

Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust og ellefu eru alvarlega særðir eftir rútuslys í suðurhluta Tyrklands í dag, nálægt strandbænum Marmaris. Rútan fór út af vegi sem liggur um bratta fjallshlíð og féll um fimmtán metra á veginn fyrir neðan, þar...
13.05.2017 - 18:25

Pólitískar hreinsanir halda áfram í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og ríkisstjórn Réttlætis- og framfaraflokksins, AKP, héldu í dag uppteknum hætti við pólitísk hreinsunarstörf þegar ríflega hundrað dómurum og saksóknurum var gert að taka pokann sinn. Um leið voru gefnar út...
06.05.2017 - 00:56

Fjögur þúsund opinberir starfsmenn reknir

Hátt í fjögur þúsund opinberir starfsmenn voru reknir í dag í Tyrklandi, samkvæmt tilskipun sem stjórnvöld gáfu út. Þeirra á meðal eru yfir eitt þúsund starfsmenn dómsmálaráðuneytisins í Ankara og annar eins fjöldi úr tyrkneska hernum.
29.04.2017 - 18:24

Tyrkir loka á Wikipediu

Tyrknesk yfirvöld lokuðu nú í morgun fyrir aðgang að alfræðiritinu Wikipedia.org. Þarlend samtök sem fylgjast með ritskoðunartilburðum stjórnvalda greindu frá þessu en sögðu jafnframt að ekki væri ljóst nákvæmlega hvers vegna þetta væri gert núna.
29.04.2017 - 08:58

Eftirlit aukið með stjórnarháttum í Tyrklandi

Þing Evrópuráðsins samþykkti í dag að auka eftirlit með stjórnarháttum í Tyrklandi. Ályktunin var samþykkt með miklum meirihluta. Þar eru yfirvöld í Tyrklandi hvött til að leysa úr haldi alla þingmenn og fréttamenn sem hnepptir voru í varðhald eftir...
25.04.2017 - 22:45

Fjöldi Kúrda féll í loftárásum Tyrkja

Átján liðsmenn hersveita Kúrda í Sýrlandi féllu í loftárás tyrkneska hersins í dag. Kúrdar hafa verið bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja í hernaði gegn vígasveitum hins svokallaða Íslamska ríkis.
25.04.2017 - 10:44

„Ég verð ekki einræðisherra“

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vísar því á bug í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN að hann verði einræðisherra með þeim breytingum sem tyrkneska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á páskadag. „Ég er dauðlegur, ég gæti dáið hvenær...
18.04.2017 - 21:42

„Tyrkir eru ekki viljalausir sauðir Erdogans“

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi marka ákveðinn lýðræðissigur. Þau sýna að tyrkneskir kjósendur eru ekki viljalausir sauðir Erdogans. Þetta segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi, sem er nýfluttur heim eftir þriggja ára búsetu í...
18.04.2017 - 17:15

Tólf létust í þyrluslysi í Tyrklandi

Tólf létust þegar lögregluþyrla hrapaði í austurhluta Tyrklands í dag. Í frétt frá tyrknesku sjónvarpsstöðinni NTV kemur fram að sjö lögreglumenn og tveir dómarar séu meðal þeirra sem fórust í slysinu. Þrír voru í áhöfn þyrlunnar. Hún hrapaði um það...
18.04.2017 - 12:55
Erlent · Asía · flugslys · Tyrkland

Trump óskaði Erdogan til hamingju

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Tyrklandsforseta í dag og óskaði honum til haimngju með kosningasigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Greint var frá símtalinu í ríkisfjölmiðli Tyrklands í kvöld.
18.04.2017 - 03:46

Finna að framkvæmd atkvæðagreiðslu í Tyrklandi

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að tækifæri andstæðinga og baráttumanna fyrir breytingum á stjórnarskrá Tyrklands við að kynna sjónarmið sín í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær hafi verið ójöfn. Kanslari Þýskalands segir úrslitin...
17.04.2017 - 16:48

Meirihluti Tyrkja í Evrópu hlynntur breytingum

Mikill meirihluti Tyrkja búsettir utan Tyrklands greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum. Danska ríkisútvarpið, DR, greinir frá þessu og hefur eftir þýskum fjölmiðlum. Nærri þriðji hver Tyrki búsettur í Þýskalandi greiddi atkvæði með...
17.04.2017 - 04:48

Tyrkir leiti víðtækrar sáttar

Evrópusambandið krefst þess að tyrkneska stjórnin nái víðtækri sátt í ríkinu eftir nauman sigur Erdogans forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Andstæðingar hans óttast að breytingin færi forsetanum alræðisvald. 
16.04.2017 - 23:40