Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts

Í uppgjöfinni felst mesti sigurinn

Franz Gunnarsson á áratuga reynslu að baki í íslensku tónlistarlífi en stígur hér fram með sólóverk undir nafninu Paunkholm. Platan Kaflaskil er helguð þeim viðsnúningi sem verður í lífi manns er neyslan er kvödd og nýtt og annað líf umfaðmað. Arnar...
24.02.2017 - 11:55

Ofursvöl áferð og skuggaleg framvinda

Fufanu halda áfram ferðalagi sínu um svalar, gotneskar lendur og snara upp öruggu, straumlínulöguðu verki sem kallast Sports. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
17.02.2017 - 11:20

Mýkt, melódíur og einlægur flutningur

Auður, sem er listamannsnafn Auðuns Lútherssonar, hefur vakið athygli undanfarin misseri fyrir kliðmjúk popplög sem keyrð eru í nútímalegum „r og b“ fasa. Nú er komin út plata, hin níu laga Alone, en hún er plata vikunnar á Rás 2.  

Bæði hressandi og hjartatosandi

Straumhvörf er fjórða sólóplata Elízu Newman, þar sem saman fara orkuríkir, grípandi sprettir en einnig melankólískar, hjartatosandi ballöður. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er plata vikunnar á Rás 2.  
03.02.2017 - 11:10

Einlæg og tilfinningahlaðin – frábær plata

Aron Can átti eina sterkustu hipp-hopp plötu ársins í fyrra, plata sem er einlæg og tilfinningahlaðin og sker sig að mörgu leyti frá öðru því sem er í gangi í senunni blómlegu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er plata vikunnar á Rás 2.
20.01.2017 - 11:54

Systurnar, sorgin og sáttin

Það er tónlistar- og söngkonan Kristjana Stefáns sem á heiðurinn af plötunni Ófelía og notast hún við listamannsnafnið Bambaló. Einvalalið hljóðfæraleikara og aðstoðarmanna kemur við sögu á persónulegu og nokk sorgbundnu verki. Arnar Eggert...
13.01.2017 - 12:11

Einlægt og heiðarlegt verk

Sváfnir Sigurðarson gefur hér út sína fyrstu sólóplötu, Loforð um nýjan dag, studdur einvalaliði hljóðfæraleikara sem kalla sig Drengirnir á upptökuheimilinu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er fyrsta plata vikunnar á Rás 2 þetta árið.  
06.01.2017 - 13:18

Himneskir tónar og hátíðarbragur

Hilda Örvars, sem er af mikilli tónlistarfjölskyldu, gefur hér út plötuna Hátíð. Hér er hvorki sprell eða sprengingar en yfrið nóg af umlykjandi helgi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er plata vikunnar á Rás 2.
22.12.2016 - 13:40

Gefðu mér djass í skóinn

Skafrenningarnir hafa m.a. á að skipa leikaranum og nú söngvaranum Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Á Jólin – Það hlakka allir til nema ég renna þeir sér í gegnum djassstaðla sem Chet Baker gerði fræga og skreyta þá með jólakúlum. Arnar Eggert...
16.12.2016 - 12:16

Bræðralagsást í Bítlasetri

Fjallabræður, vestfirski karlakórinn eini og sanni, skellti sér til London, nánar tiltekið í hið fornfræga hljóðver Abbey Road Studios, til að taka upp nýjasta verk sitt, Þess vegna erum við hér í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem...
09.12.2016 - 12:51

Með tónlistina í blóðinu

Tómas R. Einarsson er með okkar allra iðnustu tónlistarmönnum og á Bongó leggur hann fram sprúðlandi virðingarvott við kúbanska tónlist. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem var plata vikunnar á Rás 2 í síðustu viku.
05.12.2016 - 11:11

Slembilukka getur af sér sjóðandi heitt rokk

Á plötunni What I Saw On The Way To Myself rífa Moji & The Midnight Sons upp sjóðandi heita blúsrokkstemningu. Meðlimir koma af ólíkum menningarsvæðum en tengjast saman í rokktrúnni sem blessunarlega þekkir engin landamæri. Arnar Eggert...

Náðargáfa Stefáns Hilmarssonar

Á safninu Úrvalslög er litið yfir langan og farsælan feril stórsöngvarans Stefáns Hilmarssonar sem jafnvígur er á tindrandi ballöður og trylltar stuðstemmur. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í safnið sem er plata vikunnar á Rás 2.

Aðgengilegt flipp og skítugar stemmur

Sonur Ísafjarðar – og landsins alls – snýr aftur með plötu eftir fimm ára bið. Löng var hún og ströng en vel þess virði. Maðurinn er að sjálfsögðu Mugison, platan kallast Enjoy! og Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2...
11.11.2016 - 13:35

Ástin er svöðusár

Björk Guðmundsdóttir lagði allt í plötuna Vulnicura og útkoman er ekkert minna en rosaleg, segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Vegna yfirstandandi Airwaves-viku, þar sem Björk kemur fram á tónleikum og heldur auk þess sýningu, er Vulnicura...
04.11.2016 - 15:08