tónlist

Fyrsti kvenrapparinn á toppnum í 19 ár

Tónlistarkonan Cardi B. hefur ástæðu til að fagna, en hún er fyrsti kvenkyns rapparinn til að koma lagi á topp Billboard vinsældarlistans í heil 19 ár. Hefur annað eins ekki gerst síðan Lauren Hill kom laginu „Doo Wop (That Thing)“ í fyrsta sætið...
26.09.2017 - 11:00

Sobral bíður eftir hjartaígræðslu

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem sigraði Eurovision söngvakeppnina með hinu angurværa lagi Amar Pelos Dois, liggur nú á gjörgæslu Santa Cruz sjúkrahússins í Lissabon. Þar bíður hann eftir hjartaígræðslu. Þýska dagblaðið Der Spiegel...
26.09.2017 - 03:49

Sársaukinn krufinn til mergjar

Breska listakonan Cosey Fan Tutti gaf út sjálfsævisögu á árinu. Á hún að baki tæplega 50 ára feril í listaheiminum, en hún var m.a. meðlimur í tilraunasveitinni Throbbing Gristle. Þórður Ingi Jónsson skoðaði sögu listsköpunar Tutti, hápunkta á...
25.09.2017 - 15:27

Er rokkið dautt?

Fólk hefur lengi talað um að rokkið sé dautt, hljómplötuútgáfur höfnuðu Bítlunum á sínum tíma á þeim forsendum að gítarmúsík, „rock'n roll“ væri búið. En getur verið að það hilli undir endalok rokksins akkúrat í dag?
25.09.2017 - 14:25

Mogwai á listahátíð Sigur Rósar í Hörpu

Enn bætist við dagskrá listahátíðarinnar Norður og niður, sem Sigur rós stendur fyrir í Hörpu í desember. Meðal tónlistarmanna sem tilkynnt hefur verið um að komi þar fram eru Mogwai og Jóhann Jóhannsson.
25.09.2017 - 15:40

Týnt tónlistarmyndband fannst í Gullkistunni

Tónlistarmyndband við lagið Síðasta ástin fyrir pólskiptin með hljómsveitinni Maus fannst á dögunum eftir grams á safni Ríkisútvarpsins. Myndbandið, sem er 20 ára gamalt hafði verið týnt í fjöldamörg ár.
25.09.2017 - 12:08

Lof mér að falla að þínu eyra

Fyrir 20 árum síðan varð rokksveitin Maus óvænt ein vinsælasta rokksveit landsins með útgáfu geisladisksins Lof mér að falla að þínu eyra. Að því tilefni er komin út vönduð vínylútgáfa, þrykkt á fagurbláan gegnsæjan vínyl með textablaði og...

Sálarsöngvarinn Charles Bradley er látinn

Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley lést í gær, 68 ára að aldri.
24.09.2017 - 18:10

Frumkvöðull og heimsmethafi í tónleikahaldi

Fyrir rétt rúmlega 40 árum síðan kom út breiðskífan Oxygéne eftir franska raftónlistarfrumkvöðulinn Jean Michel Jarre sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif í þá veru að auka veg og vinsældir raftónlistar um heim allan.
24.09.2017 - 16:30

Rokkið er dautt?

Sala á rafmagsgíturum dregst saman, það er minna rokk í útvarpinu en nokkru sinni fyrr og þegar listinn yfir 20 mest seldu plöturnar á Íslandi er skoðaður (síðasta vika) eru þar þrjár rokkplötur - hitt er allt rapp og rafpopp af ýmsum tegundum.
24.09.2017 - 15:49

Pétur Ben syngur Skinny Girl í Á allra vörum

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kom fram í söfnunarþætti Á allra vörum og söng lag sitt Skinny Girl sem verður á væntanlegri breiðskífu kappans.
24.09.2017 - 11:07

Moses Hightower í Stúdíó 12

Hljómsveitin Moses Hightower hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu sem nefnist „Fjallaloft“, og mættu þeir að þessu tilefni í Stúdíó 12 og fluttu nýtt efni í bland við ábreiðu af lagi Kate Bush, Wuthering Heights.
22.09.2017 - 16:15

Horfum til himins, með höfuðið hátt

Nýdönsk er með merkustu dægurtónlistarfyrirbrigðum landsins og gefur hér út plötu, Á plánetunni jörð, sem kemur um margt á óvart – eins og hennar var von og vísa reyndar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Sigur Rós í Laugardalshöll 2005

Það stendur mikið til hjá Sigur Rós en sveitin ætlar að vera með ferna tónleika í Eldborg í Hörpu og heljarinnar hátíð samhliða 26.–31. desember sem þeir kalla; Norður og Niður.
22.09.2017 - 09:09

Púsluspil smáatriða bindur saman ferðalagið

Samþætting hljóðbrota, takta, radda og hljóðfæra bindur saman annars óreiðukennt ferðalag á nýjustu breiðskífu breska rafdúettsins Mount Kimbie.
21.09.2017 - 17:38