Þýskaland

Vill að óeirðarseggir verði merktir með ólum

Þeir sem eru taldir líklegir til að efna til óeirða ættu að njóta takmarkaðs ferðafrelsis og vera merktir með sérstökum ólum. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, á vef BBC. Eins og kunnugt er voru miklar óeirðir í...
15.07.2017 - 19:52
Erlent · Evrópa · G20 · Þýskaland

Á annað hundrað lögreglumenn slasaðir

Hundrað fimmtíu og níu lögreglumenn hafa til þessa slasast í átökum við mótmælendur í Hamborg síðustu dægrin. Tveggja daga leiðtogafundur G-20 ríkjanna svonefndu er haldinn þar í dag og á morgun. Lögreglan hefur handtekið 59 mótmælendur. Aðgerðir...
07.07.2017 - 14:12

Mótmælagöngu í Hamborg aflýst vegna óeirða

Skipuleggjendur mótmælagöngu gegn leiðtogafundi G-20 ríkjanna, helstu efnahagsvelda heims, í Hamborg aflýstu göngunni í kvöld. Tólf þúsund manns ætluðu að taka þátt í henni. Lögreglu lenti saman við um það bil eitt þúsund hettuklædda óeirðaseggi sem...
06.07.2017 - 19:07

Mótmælaalda vegna G20-fundar í Hamborg

Mikill viðbúnaður er í Hamborg í Þýskalandi vegna komu leiðtoga G20-ríkjanna í vikunni, bæði hjá lögreglu og ýmsum mótmælendahópum, enda eru leiðtogarnir umdeildir. Lögreglan furðar sig á því að G20-fundurinn sé enn haldinn í fjölmennri borg og...
03.07.2017 - 12:33

Óttast að átján hafi farist í umferðarslysi

Nú er óttast að allt að átján hafi látið lífið í umferðarslysi í sunnanverðu Þýskalandi í morgun. Fólksflutningabíll lenti í hörðum árekstri við vöruflutningabíl á hraðbraut í Bæjaralandi. Í kjölfar árekstursins kviknaði í rútunni. Lokað hefur verið...
03.07.2017 - 09:10

Sautján saknað eftir umferðarslys í Þýskalandi

Óttast er að fjöldi fólks hafi látið lífið í rútuslysi í sunnanverðu Þýskalandi. Margir eru slasaðir - sumir illa. Fólksflutningabifreið lenti í hörðum árekstri við vöruflutningabíl á hraðbraut í Bæjaralandi. Í kjölfar árekstursins kviknaði í...
03.07.2017 - 08:18

Þýskaland: Fólk af sama kyni má giftast

Þýska sambandsþingið í Berlín samþykkti í dag ný lög sem heimila að fólk af sama kyni gangi í hjónaband í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari tilkynnti fyrr í vikunni að þingmenn flokks hennar, Kristilegra demókrata, mættu greiða atkvæði eins og...
30.06.2017 - 09:04

Skutu á Taílandskonung úr leikfangabyssum

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa til skoðunar mál tveggja unglingspilta sem skutu nýverið á Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun, konung Taílands, þar sem hann var á reiðhjóli í bænum Erding skammt frá München.
21.06.2017 - 12:49

Helmut Kohl er látinn

Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann lést í dag á heimili sínu í Ludwigshafen, 87 ára að aldri. Þýska dagblaðið Bild greinir frá þessu. Kohl var kanslari í Þýskalandi um sextán ára skeið, frá 1982 til 1998, og er sá sem...
16.06.2017 - 15:42

Eldsvoði á heimili fyrir flóttafólk

Þrjátíu og sjö slösuðust þegar eldur kom upp í nótt á heimili fyrir flóttafólk í borginni Bremen í Þýskalandi. Tíu börn og fjórir fullorðnir voru flutt á sjúkrahús. Flestir hinna slösuðu fengu reykeitrun. Eldurinn kom upp í kjallara hússins. Reykur...
11.06.2017 - 12:03

Leggja sjö kílómetra bjórleiðslu til Wacken

Gestir á þungarokkshátíðinni í Wacken í Norður-Þýskalandi þurfa að líkindum ekki að kvíða bjórleysi þegar hún verður haldin að tveimur mánuðum liðnum. Vinnuflokkur hefur unnið að því hörðum höndum að undanförnu að leggja bjórleiðslu á hátíðarsvæðið...
05.06.2017 - 16:57

Grunaður hryðjuverkamaður í haldi í Þýskalandi

Þýska lögreglan hefur handtekið sautján ára sýrlenskan hælisleitanda, sem er grunaður um að hafa ætlað að vinna hryðjuverk í Berlín. Þýska fréttastofan DPA hefur þetta eftir Karl-Heinz Schröter, innanríkisráðherra í Brandenburg. Pilturinn var tekinn...
30.05.2017 - 14:26

Drap kærastann með hjólsög

Dómari í München í Þýskalandi hefur dæmt 32 ára konu í 12 ára fangelsi fyrir að drepa kærastann sinn með hjólsög í miðjum samförum. Konan, sem í þýskum fjölmiðlum er kölluð Gabriele, hélt því fram að kærastinn, Alexander, hefði beitt hana...
21.05.2017 - 08:31

Jákvæð úrslit fyrir Merkel

Kristilegir demókratar, CDU, flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands, vann mikinn kosningasigur í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. CDU felldi Jafnaðarmannaflokkinn, SPD, af stalli sínum sem stærsti flokkur þess, hlaut...
15.05.2017 - 05:34

Þýskir hermenn lögðu á ráðin um hryðjuverk

Tveir þýskir hermenn og einn háskólanemi hafa verið handteknir, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir ætluðu að kenna íslamistum um hryðjuverkið. Þeir eru sannfærðir hægriöfgamenn, að sögn saksóknara í Þýskalandi.
10.05.2017 - 13:45