Þýskaland

Þýskur leiðtogi fær rússneska kosningu

Martin Schulz, fyrrum forseti Evrópuþingsins fékk einróma stuðning sem leiðtogi Þýska jafnaðarmannaflokksins (SPD) á aukaþingi sem haldið var um helgina í Berlín. Allir 605 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði; nokkuð sem ekki hefur gerst frá...
20.03.2017 - 17:32

Þjóðverjar herða eftirlit með hökkurum

Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Þýskalandi vegna yfirvofandi tölvuglæpa. Þetta er einkum gert vegna kosninga til sambandsþingsins í haust. Reyna á að koma í veg fyrir að reynt verði að hafa áhrif á kosningabaráttuna með innbrotum í tölvukerfi...
19.03.2017 - 23:30

Búin að fá nóg af yfirlýsingum Erdogans

Stjórnvöld í Þýskalandi eru búin að fá nóg af stórkarlalegum yfirlýsingum Erdogans, forseta Tyrklands, sem síðast í dag sakaði Angelu Merkel kanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum.
19.03.2017 - 20:57

Segir Merkel beita aðferðum nasista

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum. Í ræðu sem hann flutti í dag í Istanbúl og var sjónvarpað um landið sagði forsetinn að þessum nasistaaðferðum hefði Merkel...
19.03.2017 - 15:08

Húsleit á skrifstofu framkvæmdastjóra VW

Húsleit var gerð á skrifstofu framkvæmdastjóra Volkswagen í Þýskalandi vegna rannsóknar á svindli í útblástursmælingum dísilbíla hjá Audi. Frá þessu er greint í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.
19.03.2017 - 07:19

Bandaríkin vilja sanngjarnari samninga

Bandaríkin verða sett í fyrsta sæti og þeir viðskiptasamningar sem fyrir liggja verða endurskoðaðir af núverandi stjórnvöldum. Þetta ítrekaði fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra G20 ríkja í Þýskalandi í kvöld.
19.03.2017 - 00:27

Kúrdar kröfðust lýðræðis í Tyrklandi

Um það bil þrjátíu þúsund kúrdískir mótmælendur komu saman í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi. Þeir hvöttu Tyrki til að greiða atkvæði gegn breytingum á stjórnarskrá landsins sem ætlað er að auka völd Erdogans forseta...
18.03.2017 - 21:03

Segir Þjóðverja skulda NATÓ stórfé

Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir á Twitter í dag að Þjóðverjar skuldi Atlantshafsbandalaginu stórfé. Þá segir hann að þeir eigi að greiða Bandaríkjunum mun meira en þeir gera fyrir að taka þátt í vörnum landsins, sem hann segir að séu hvort...
18.03.2017 - 14:55

Heimili rýmd í Munchen vegna vopnafundar

Um 200 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í norðurhluta Munchen í gærmorgun þegar hættuleg efni fundust í vopnastafla á byggingasvæði í nágrenni þeirra. Vopnin eru frá síðari heimsstyrjöldinni.
18.03.2017 - 06:34

Trump gagnrýndi framlög annarra ríkja til NATÓ

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í kvöld á blaðamannafundi í Washington með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að Bandaríkin styddu samstarf Atlantshafsbandalagsríkja. Hann lagði þó á það áherslu að sum ríki kæmust betur utgjöldum til...
17.03.2017 - 19:01

Þjóðverjar bæta litlu við hernaðarútgjöldin

Þjóðverjar verja litlu meira fé til hernaðarútgjalda á næsta ári en fyrri ár, samkvæmt fyrstu drögum að fjárlögum ársins 2018, þrátt fyrir eindregna kröfu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um verulega aukin framlög aðildarríkja...
12.03.2017 - 06:31

Viðurkenndi annað morð og íkveikju

Marcel Hesse, nítján ára gamall Þjóðverji, sem handtekinn var í bænum Herne í gærkvöld vegna morðs á níu ára gömlum dreng, hefur játað að hafa framið annað morð, á rúmlega tvítugum kunningja sínum. Eftir handtökuna sagði Hesse frá bruna í íbúðarhúsi...
10.03.2017 - 18:05

Barnsmorðinginn í Herne handtekinn

Marcel Hesse, sem eftirlýstur var vegna morðsins á níu ára dreng í bænum Herne í Þýskalandi, var handtekinn í kvöld. Hesse gaf sig sjálfviljugur fram. Talsmaður lögreglunnar í Dortmund staðfestir þetta. Hann segir að Hesse hafi gengið inn á...
10.03.2017 - 01:26

Axarmaðurinn í Düsseldorf handtekinn

Maður sem sterklega er grunaður um að hafa ráðist á og sært minnst fimm manns með exi í Düsseldorf í Þýskalandi í kvöld hefur verið handtekinn og liggur nú illa slasaður á sjúkrahúsi. Tveir menn til viðbótar voru handteknir vegna málsins, en ójóst...
10.03.2017 - 00:24

Þýskaland: Réðust á fólk með axir að vopni

Að minnsta kosti fimm særðust þegar menn vopnaðir öxum réðst á fólk á aðaljárnbrautarstöðinni í Düsseldorf í Þýskalandi í kvöld. Lögreglan handtók tvo menn á járnbrautarstöðinni og leitar að vitorðsmönnum þeirra. Götum í nágrenninu var lokað meðan...
09.03.2017 - 21:49