Spánn

Varað við hitabylgju á Spáni

Spænska veðurstofan Aemet varar við miklum hita um helgina í fimmtán héruðum Spánar. Útlit er fyrir að hitinn fari í 42 stig í dag í Badajoz, Cordoba og Sevilla. Sama ástand verður einnig á morgun. Af þessu leiðir að hætta eykst á skógareldum,...
16.06.2017 - 08:39
Erlent · Evrópa · Spánn · Veður

Guardiola styður sjálfstæða Katalóníu

Josep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City og fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Barcelona, lét til sín taka á fundi mótmælenda í Barcelona í dag. Þar komu þúsundir saman til þess að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði...
12.06.2017 - 01:23

Opinberir starfsmenn í Katalóníu hafa áhyggjur

Þrjú hundruð þúsund opinberir starfsmenn í Katalóníu lenda í vanda ef spænskir dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um sjálfstæði sé ólögleg. Þá þurfa þeir annaðhvort að brjóta lögin eða óhlýðnast yfirboðurum sínum,...
10.06.2017 - 20:59

Stuðningur við spænsku fjárlögin tryggður

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og minnihlutastjórn hans hafa tryggt sér nægan stuðning á þingi við fjárlög þessa árs. Þau verða að líkindum samþykkt um miðjan næsta mánuð, - átta mánuðum síðar en venjulega.
29.05.2017 - 17:45

Hæstiréttur Spánar staðfestir dóm yfir Messi

Hæstiréttur á Spáni staðfesti í dag dóm yfir knattspyrnukappanum Lionel Messi fyrir skattsvik. Hann fær 21 mánaðar fangelsisdóm og þarf að greiða tvær milljónir evra í sekt. Að sögn fjölmiðla á Spáni þykir líklegt að fangelsisdómurinn verði...
24.05.2017 - 12:03

Hundrað flóttamenn komust til Melilla

Um það bil þrjú hundruð afrískir flóttamenn frá löndum sunnan Sahara eyðimerkurinnar reyndu í morgun að komast til spænsku borgarinnar og sjálfstjórnarsvæðisins Melilla á norðurströnd Afríku. Svæðið er girt með hárri gaddavírsgirðingu. Hundrað manns...
09.05.2017 - 15:44

Fimmtán slösuðust í sprengingu á Spáni

Að minnsta kosti fimmtán slösuðust, þar af þrír alvarlega þegar sprenging varð í vörugeymslu í bænum Arganda del Rey suðaustan við Madríd á Spáni. Skólar í nágrenni geymslunnar voru rýmdir með hraði. Í henni voru birgðir af olíu sem átti að...
04.05.2017 - 12:53

Minnismerki um Guernica eyðilagt

Í gær var þess minnst að 80 ár voru liðin frá loftárásinni á basknesku borgina Guernicu í spænska borgarastríðinu. Hundruð féllu í árásinni, sem varð listmálaranum Pablo Picasso innblástur að einu af hans frægari verkum, samnefndu borginni. Spænsk...
27.04.2017 - 03:52

Forsætisráðherra Spánar fyrir rétt sem vitni

Dómstóll á Spáni hefur boðað Mariano Rajoy forsætisráðherra sem vitni í umfangsmiklu spillingarmáli, svonefndum Grutel-réttarhöldum. Fréttastofan AFP segir málið snúast um mútugreiðslur fyrirtækja til embættismanna og þingmanna Lýðflokksins, flokks...
18.04.2017 - 19:22

Krefst afsökunarbeiðni frá ETA

Stjórnvöld á Spáni krefjast þess að forkólfar aðskilnaðar- og ógnarverkasamtakanna ETA biðjist afsökunar á hryðjuverkunum sem þeir stunduðu áratugum saman og leggi félagsskapinn síðan niður fyrir fullt og allt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem...
08.04.2017 - 13:54

ETA leggur niður öll vopn

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa hafist handa við að láta vopn sín og sprengiefni af hendi, í samræmi við yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í vikunni um algjöra og endanlega afvopnun samtakanna í dag. Samtökin létu frönsku lögreglunni í té lista...
08.04.2017 - 07:18

Fangelsisdómur fyrir grín á Twitter

21 árs kona var dæmd í eins árs fangelsi á Spáni í gær vegna skrifa sinna á Twitter um morðið á fyrrum forsætisráðherra Spánar. Cassandra Vera var fundin sek um að lofsama hryðjuverk og gera lítið úr fórnarlömbum hryðjuverka með skrifum sínum. 
30.03.2017 - 05:52

Földu kókaín í bananaeftirlíkingum

Tveir menn eru í haldi spænsku lögreglunnar fyrir að hafa reynt að smygla sautján kílóum af kókaíni í bananaeftirlíkingum og umbúðum utan um þá. Efnin komu frá Suður-Ameríku og fundust við eftirlit í Valensíu. Sjö kíló fundust í...
27.03.2017 - 10:31

Katalónar biðla til spænskra stjórnvalda

Stjórnvöld í Katalóníu vilja fá samþykki spænskra stjórnvalda um að kjósa um sjálfstæði líkt og Skotar gerðu með samþykki breskra stjórnvalda árið 2014. Frá þessu greinir Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu í bréfi sem birt var í...
20.03.2017 - 05:37

ETA fær ekkert í staðinn fyrir að afvopnast

Félagar í basknesku aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökunum ETA fá ekkert í staðinn fyrir að afvopnast. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, segir á Twitter að ekki hafi verið samið um neitt slíkt. Það sem ETA á að gera er að leysa sig upp og...
18.03.2017 - 21:46