Spánn

Ökumaður sendibílsins handtekinn

Yones Abouyaaqoub, sem talið er að hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á fjölda fólks í Barselóna í síðustu viku, var handtekinn í dag. Dagblaðið La Vanguardia í Barselóna greindi frá þessu fyrir stundu. Þar segir að Abouyaaqoub hafi...
21.08.2017 - 14:59

Fórnarlömb árásanna í Katalóníu orðin fimmtán

Fimmtán eru látnir eftir hryðjuverkin í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Yfirvöld í héraðinu skýrðu frá því í dag að ódæðismennirnir hefðu verið að verki þegar maður var stunginn til bana í bíl í Barselóna. Tekist hefur að bera kennsl á alla sem...
21.08.2017 - 12:07

Merkel: Tyrkir skuli ekki misnota Interpol

Dómstólar á Spáni ákváðu í dag að sleppa tyrkneska rithöfundinum Dogan Akhanli úr haldi, þó lausnin væri skilorðsbundin. Akhanli er talinn andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta og hefur mikið skrifað um mannréttindi í Tyrklandi. Var hann handtekinn...
20.08.2017 - 18:36

Syrgja fórnarlömb hryðjuverkanna í Barselóna

Filipus konungur Spánar og Letizia drottning eru við sérstaka messu í Sagrada Familia-kirkjunni víðfrægu í Barselóna í dag. Er hún haldin til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásum þar í landi í vikunni. Þrettán létust þegar sendiferðabíl...
20.08.2017 - 09:35

Andstæðingur Erdogans handtekinn á Spáni

Andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta var handtekinn í spænsku borginni Granada í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um ástæðu handtökunnar, aðrar en þær að hann var handtekinn að beiðni tyrkneskra stjórnvalda.
19.08.2017 - 23:37
Erlent · Evrópa · Spánn · Tyrkland

Árásarmaðurinn í Barselóna hugsanlega fallinn

Spænska lögreglan telur hugsanlegt að sá sem ók hvítum sendiferðabíl á hóp fólks í miðborg Barselóna í gær hafi fallið í skotárás á fimm meinta hryðjuverkamenn í bænum Cambrils í Katalóníu í nótt. Þeir voru skotnir til bana eftir að bíl þeirra var...
18.08.2017 - 14:19

Þrettán Þjóðverjar særðust í Barselóna

Þrettán þýskir ríkisborgarar eru meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í miðborg Barselóna í gær, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisns í Berlín. Nokkrir þeirra særðust alvarlega og eru í lífshættu.
18.08.2017 - 13:40

Gruna 17 ára pilt um hryðjuverkið í Barselóna

Spænska lögreglan telur að sautján ára piltur, Moussa Oukabir að nafni, hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á vegfarendur í miðborg Barselóna í gær. Fréttum ber ekki saman um hvort hann hafi verið handtekinn í morgun í bænum Ripoll eða sé...
18.08.2017 - 09:30

Hann tók hvíta sendiferðabílinn á leigu

Spænska lögreglan handtók mann undir kvöld í tengslum við hryðjuverkið í Barselóna. Ekki hefur verið greint frá nafni hans, en fjölmiðlar hafa gengið að því gefnu að hann heiti Driss Oukabir. Hann er talinn vera frá Marseille í Frakklandi, af...
17.08.2017 - 19:27

Bein lýsing: 13 látnir og hundrað særðir

Að minnsta kosti 13 létu lífið og yfir áttatíu slösuðust þegar sendiferðabíl var ekið í dag á hóp fólks við Katalóníutorg í miðborg Barselóna, skammt frá Il Corte Ingles verslunarmiðstöðina. Lögreglan segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Tveir...
17.08.2017 - 15:34

Lögreglumenn við öryggisgæslu

Lögreglumenn voru kallaðir til í dag til að sinna öryggisgæslu á El Prat flugvelli í Barselóna á Spáni. Öryggisverðir lögðu niður vinnu í fjórar klukkustundir til að mótmæla vinnuálagi á flugvellinum, fólksfæð við öryggisvörsluna og lélegum launum....
11.08.2017 - 14:32

Verkföll yfirvofandi á Barselónaflugvelli

Öryggisverðir á Le Prat flugvelli í Barselóna á Spáni hafa boðað fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á morgun og á sunnudag og mánudag. Verkfallið kemur á versta tíma þar sem miklar annir eru á vellinum vegna fólks sem er á leiðinni í og úr...
03.08.2017 - 16:42

Tugir slösuðust á lestarstöð í Barselóna

Átján voru fluttir á sjúkrahús þegar slys varð á Francia járnbrautarstöðinni í miðborg Barselóna á Spáni í morgun. Talið er að fimm séu alvarlega slasaðir, þar á meðal stjórnandi lestar sem kom akandi inn á stöðina. Á fréttavef El Pais kemur fram að...
28.07.2017 - 07:17

Forsætisráðherra Spánar bar vitni

Hópur mótmælenda safnaðist í morgun saman utan við dómshús í grennd við Madríd á Spáni, þegar Mariano Rajoy forsætisráðherra mætti þangað til að bera vitni í spillingarmáli. Það snýst um fjármálaspillingu sem flokkur hans Lýðflokkurinn var flæktur í...
26.07.2017 - 08:08

Spænska stjórnin hótar Katalónum

Spænsk stjórnvöld hóta því að loka á greiðslur til Katalóníu, nema yfirvöldum í héraðinu takist að sanna að ríkisfé sé ekki notað til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins.
23.07.2017 - 07:53