Rússland

Navalny handtekinn í miðjum mótmælum í Moskvu

Um 130 mótmælendur voru handteknir í Moskvu í dag, meðal þeirra Alexei Navalny, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum, sem Navalny stóð fyrir og beinast gegn spillingu.
26.03.2017 - 12:23

Le Pen: „Pútín fulltrúi nýrrar heimssýnar“

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eftir fundinn hvatti hún til þess að bundinn yrði endir á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn...

Rússar sækja í norður-kóreskt vinnuafl

Norður-Kórea náði nýlega samkomulagi við Rússland um að fá að auka flutning vinnuafls til Rússlands. Þessir samningar náðust þrátt fyrir að verulegar viðskiptaþvinganir hafi verið lagðar á Norður-Kóreu vegna ítrekaðra kjarnorku- og...
21.03.2017 - 05:17

Stórtækt rússneskt peningaþvætti afhjúpað

Rússneskir glæpamenn nýttu þjónustu margra af stærstu bönkum Evrópu við að þvætta himinháar peningaupphæðir. Um þetta er fjallað í nokkrum helstu dagblöðum Evrópu. Peningaþvættið átti sér stað tæplega fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2011 fram í...
21.03.2017 - 03:41

Sjá merki um efnahagsbata í Rússlandi

Matsfyrirtækið Standard and Poor's breytti í dag efnahagshorfum í Rússlandi úr stöðugum í jákvæðar. Að sögn sérfræðinga fyrirtækisins eru horfur á að efnahagur Rússa batni á næstunni og lítil hætta á peningaútstreymi.
17.03.2017 - 22:42

Ítreka andstöðu við hernám Rússa á Krímskaga

Bandaríkjastjórn ítrekaði í gær andstöðu sína við hernám Rússa á Krímskaga. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir viðskiptaþvingunum beitt þar til Rússar hafa sig á brott frá svæðinu. Mark Toner, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði...
17.03.2017 - 04:43

Peskov: Fólk Clintons fundaði líka með Rússum

Ráðgjafar Hillaryar Clinton funduðu með rússneska sendiherranum í Washington í aðdraganda forsetakosninganna vestra í nóvember á síðasta ári. Dimitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, greindi frá þessu í viðtali við CNN-fréttastöðina. Um leið...
12.03.2017 - 23:17

Sænski herinn ánægður með herskyldu

Yfirstjórn sænska hersins fagnar fyrirætlunum um að taka herskyldu upp að nýju. Nokkrir erfiðleikar hafa verið með að fá nægilega marga unga Svía til að ganga í herinn. Micael Bydén, yfirmaður heraflans, segir að atvinnuhermenn og herskyldir, þjóni...
10.03.2017 - 16:54

Þúsundir minntust Nemtsovs í Moskvu

Þúsundir söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag til að minnast stjórnarandstöðuleiðtogans Borisar Nemtsovs, sem skotinn var til bana á þessum degi árið 2015. Nemtsov, sem var varaforsætisráðherra í stjórn Borisar Jeltsíns um hríð, var harður og...
26.02.2017 - 23:20

Rússar rjúfa kalda stríðs sáttmála

Tilraunir Rússa með ný flugskeyti brjóta gegn sáttmála sem Ronald Reagan og Mikael Gorbatsjov skrifuðu undir til að binda enda á kalda stríðið. Þetta hefur CBS fréttastofan eftir bandarískum embættismönnum. 
15.02.2017 - 01:41

Sendiherra BNA fordæmir aðgerðir Rússa

Bandaríkin ætla ekki að aflétta viðskiptabanni gegn Rússlandi á meðan Krímskagi er innlimaður af Rússum. Frá þessu greindi Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í fyrstu opinberu ræðu sinni í Öryggisráðinu.
03.02.2017 - 03:17

Þurfa ekki að greiða eigendum Yukos bætur

Stjórnlagadómstóll Rússlands úrskurðaði í dag að rússneska ríkinu bæri ekki skylda til að greiða fyrrverandi hluthöfum í risaolíufélaginu Yukos skaðabætur fyrir að hafa svipt þá eigum sínum. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt þeim jafnvirði yfir...
19.01.2017 - 18:53

Leyniþjónustur sannfærðar um sekt Rússa

Bandarískar leyniþjónustur hafa borið kennsl á milliliðinn sem Rússar notuðu til að færa WikiLeaks tölvupósta innan úr stjórn Demókrataflokksins. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem...
06.01.2017 - 02:38

Flugritinn fundinn í Svartahafi

Flugriti rússnesku herflugvélarinnar sem hrapaði í Svartahaf á jólanótt er fundinn. Hann hefur að geyma flugupplýsingar og samskipti flugmanna. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá þessu.
27.12.2016 - 06:42

Rússland: Útiloka ekki lengur hryðjuverk

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg á morgun í virðingarskyni við þá 92 sem létu lífið þegar rússnesk herflugvél fórst og hrapaði í Svartahaf í nótt. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins.
25.12.2016 - 18:28