Rússland

Mannskæð árás á útibú FSB austast í Rússlandi

Tveir dóu þegar einn maður réðist inn á skrifstofu rússnesku leyniþjónustustofnunarinnar FSB í borginni Khabarovsk, rétt við kínversku landamærin á föstudag. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni og segja þrjá hafa...
22.04.2017 - 05:26

Rússarannsókn teygir anga sína til Kýpurs

Rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum áhrifum Rússa á forsetakosningarnar í fyrra hafa leitt rannsakendur til Kýpurs. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Mike Quigley, þingmanni Demókrata á Bandaríkjaþingi. Hann kveðst hafa ferðast til Kýpurs til...
15.04.2017 - 01:53

Hryðjuverkin í Beslan 2004: Rússar gagnrýndir

Evrópski mannréttindadómstóllinn segir að rússnesk yfirvöld hafi brugðist í aðdraganda hryðjuverkanna í borginni Beslan í Téténíu í Suður-Rússlandi árið 2004. Yfir 330 manns létust þar, þegar hryðjuverkamenn úr röðum aðskilnaðarsinna réðust inn í...
13.04.2017 - 11:03

Handtekinn vegna afskipta af forsetakosningum

Bandarísk yfirvöld hafa krafist þess að Spánverjar framselji rússneskan tölvusérfræðing sem handtekinn var á föstudag. Maðurinn er grunaður um tölvuinnbrot í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust.
10.04.2017 - 13:00

Aflýsir heimsókn til Moskvu vegna Sýrlands

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Moskvu. Til stóð að Johnson færi til Rússlands á mánudag. Nú er staðan hins vegar breytt, sagði hann í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir honum að það sé...
08.04.2017 - 16:41

Bandaríkin vara við frekari aðgerðum

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum boðar frekari hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi, verði Sýrlendingar uppvísir að notkun efnavopna. Haley sagði að Bandaríkin myndu ekki standa aðgerðalaus hjá ef efnavopnum yrði...
08.04.2017 - 00:16

8 handteknir vegna Pétursborgarárásar

Átta voru handteknir síðdegis á fimmtudag í tengslum við rannsóknina á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg á mánudag og varð 13 manns að bana auk tilræðismannsins. Lögregluyfirvöld í Rússlandi staðfesta...
07.04.2017 - 00:55

Trump fordæmir árásina í Rússlandi

Bandaríkin lýsa yfir fullum stuðningi við Rússland við að finna þá sem eru ábyrgir fyrir sprengjuárásinni í Sankti Pétursborg í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld.
04.04.2017 - 04:16

Rannsakendur segja sprengjuárásina hryðjuverk

Rússneskir rannsakendur hafa lýst því yfir að sprengingin í Sankti Pétursborg í hádeginu, sem kostað hefur ellefu lífið, hafi verið hryðjuverkaárás.
03.04.2017 - 16:16

Mannfall í sprengingu í Sankti Pétursborg

Mikil sprenging varð á neðanjarðarlestarstöð í miðborg Sankti Pétursborgar í Rússlandi í dag. Rússneskir miðlar segja að minnst tíu hafi látið lífið og 50 til viðbótar hafi slasast.
03.04.2017 - 12:22

Mótmælendur handteknir í Moskvu

Lögregla í Moskvu handtók hátt í 40 mótmælendur í dag. Ekki er nema vika síðan um þúsund mótmælendur voru handteknir í Rússlandi, þeirra á meðal Alexei Navalny, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Navalny skipulagði mótmæli gegn spillingu...
02.04.2017 - 16:44

Navalny handtekinn í miðjum mótmælum í Moskvu

Um 130 mótmælendur voru handteknir í Moskvu í dag, meðal þeirra Alexei Navalny, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum, sem Navalny stóð fyrir og beinast gegn spillingu.
26.03.2017 - 12:23

Le Pen: „Pútín fulltrúi nýrrar heimssýnar“

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eftir fundinn hvatti hún til þess að bundinn yrði endir á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn...

Rússar sækja í norður-kóreskt vinnuafl

Norður-Kórea náði nýlega samkomulagi við Rússland um að fá að auka flutning vinnuafls til Rússlands. Þessir samningar náðust þrátt fyrir að verulegar viðskiptaþvinganir hafi verið lagðar á Norður-Kóreu vegna ítrekaðra kjarnorku- og...
21.03.2017 - 05:17

Stórtækt rússneskt peningaþvætti afhjúpað

Rússneskir glæpamenn nýttu þjónustu margra af stærstu bönkum Evrópu við að þvætta himinháar peningaupphæðir. Um þetta er fjallað í nokkrum helstu dagblöðum Evrópu. Peningaþvættið átti sér stað tæplega fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2011 fram í...
21.03.2017 - 03:41