Popptónlist

Þolanlegir tímar

Jæja kominn tími til að skella sér í smá tónlistar þerapíu og í kvöld er aðallega boðið upp á þjáningu frá hinum vestræna heimi, rétt eins og venjulega. Þið bara finnið út úr meiri þjáningu ef ykkur finnst þið eiga hana skilið.
28.06.2017 - 20:34

Allsherjar ástarvellingur

Ástin verður allt umlykjandi í þætti næturinnar. Alls kyns ástarlög úr ýmsum áttum. Inn í nóttina er á dagskrá strax að loknum miðnæturfréttum. Notalegt fyrir nátthrafna kl. 00:05.
28.06.2017 - 20:30

Halló!

Við tökum tvöfalt halló á þetta í kvöld þegar Adele og Lionel Ritchie telja í, svo eru það alls konar önnur rólegheita lög sem leiða fólk inn í nóttina á Rás 2. Verið með - kl. 00:05.
27.06.2017 - 20:30

Waiting For...

Kiriyama Family gaf nú á dögunum út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Waiting For…Aðdragandi plötunnar var langur og strangur en smáskífur hennar hafa fengið að hljóma á öldum ljósvakans í þó nokkurn tíma við góðar undirtektir.

Langspil á lengsta degi ársins

Ný plata frá Paunkholm og ný lög með Jóni Guðna Sigurðssyni, Pétri Úlfi, Golden Core, Godchilla, Ham, ROZU, Never2L8, Laser Life og Stjörnuálfi.
22.06.2017 - 16:58

Breytileg átt

Fullt af fínu stöffi í þætti kvöldsins sem verður frekar fullorðinslegur og mjög poppaður að þessu sinni. En það er sértaklega vegna þess að margir ráðsettir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni að undanförnu.
21.06.2017 - 20:37

Alls konar huggulegheit

Boðið var upp á alls konar huggulegheit í tónlistinni á Rás 2 eftir miðnætti þegar Inn í nóttina fór í loftið. Íslensk og erlend tónlist frá ýmsum tímum, en allt úr rólegu deildinni að venju. Kl. 00:05.
21.06.2017 - 20:30

Milt í miðnætursólinni

Við fórum vítt og breitt um ljúfar tónlistarlendur í þætti næturinnar og stungum niður fæti austan hafs og vestan og hér heima auðvitað eins og alltaf. Huggulegir tónar í miðnætursólinni - á Rás 2 kl. 00:05.
20.06.2017 - 20:30

Afrískar gyðjur í nútímapoppi

Yoruba-trúin er fyrirferðarmikil í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í trúna nú en áður og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia en gyðjur Yoruba...
20.06.2017 - 14:38

Túngumál

Nýjasta breiðskífa Bubba Túngumál er plata vikunnar á Rás 2. Platan var gerð undir áhrifum tónlistar frá Suður-Ameríku, þangað sækir Bubbi til að finna andardrátt og hjarta tónlistarinnar.
19.06.2017 - 09:53

Konuraddir

Í þættinum að þessu sinni verður boðið uppá afskaplega fjölbreytta og góða blöndu laga sem öll eru sungin af íslenskum tónlistarkonum.
18.06.2017 - 16:02

Dásamleg dimma

Ný lög frá Ívari Sigurbergssyni, Góðu kvöldi, Jónínu Björgu Magnúsdóttur, Eyþóri Rafni Gissurarsyni, Dan Van Dango, Rifi, Aroni Can, Rythmatik, Herberti Guðmundssyni, One Week Wonder, Reykjavíkurdætrum, Hatara, og Lonesome Duke. Ný plata frá Dimmu.
13.06.2017 - 15:23

Secret Solstice Schlager Special

Það er Streymi í kvöld á Rásinni og það verður hressandi upphitun fyrir Secret Solstice, tónlistarveisluna sem byrjar á morgun í Laugardalnum. Ég hef kosið að kalla þáttinn, Secret Solstice Schlager Special og ætla bara að spila bangerz.
14.06.2017 - 20:51

Rólegheit í rökkurró

Við fórum hægt og hljótt inn í nóttina að venju og áttum saman rólegheitastund á Rásinni eftir miðnættið. Tónlistin var íslensk og erlend í bland, en öll úr huggulegu deildinni að venju. Hér má hlusta og skoða lagalista.
14.06.2017 - 20:30

Eilíf ást

Sungið var um eilífa ást og fleira fallegt í síðasta þætti af Inn í nóttina. Hér má sjá lagalistann og hlusta.
14.06.2017 - 16:21