Kastljós

Kastljós: Nýja laxeldisævintýrið

Gríðarlegur vöxtur gæti orðið í laxeldi á næstu árum með tilheyrandi áhrifum á náttúru og samfélög. Í ítarlegum þætti um fiskeldismál kom fram að athugasemdir hafa verið gerðar við regluverkið í kringum greinina og eftirlit opinberra stofnana....
05.04.2017 - 12:27

Fóru í innan við helming eftirlitsferða

Matvælastofnun fór í innan við helming þeirra eftirlitsferða í fiskeldisfyrirtæki sem til stóð að fara í árin 2015 og 2016. Alls stóð til að eftirlitsferðir stofnunarinnar yrðu 102 talsins þessi tvö ár en þær urðu aðeins 47. Að auki fór...
04.04.2017 - 21:16

Norðmenn eiga yfir helming íslensks laxeldis

Norsk fyrirtæki og fjárfestar eiga rúmlega helming fjögurra stærstu laxeldisfyrirtækja landsins. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að illa hafi gengið að fá íslenskt fjármagn fyrir nokkrum árum og því hafi verið leitað til Noregs.
04.04.2017 - 21:05

Spennandi leiksýning af miklum listrænum gæðum

Tímaþjófurinn er ekki auðveldasta skáldsaga til að setja á svið en vönduð leikgerð, góður leikur, úthugsuð leikmynd og hugvitssamleg notkun á dansi skila sér í spennandi og áhugaverðri leiksýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
04.04.2017 - 15:13

Eftirlitsdýralæknir vann fyrir fiskeldisfélög

Matvælastofnun viðurkennir að dýralæknir fiskisjúkdóma geti hagnast persónulega á auknu fiskeldi. Engu að síður hefur dýralæknirinn, fyrir hönd stofnunarinnar, gefið álit á stækkunaráformum eldisfyrirtækja. Umboðsmaður Alþingis hvetur ráðherra til...
04.04.2017 - 09:43

Fáránleikinn stundum besti sögumaðurinn

Hvað fær mann til þess að vilja lifa eins og geit? Breski hönnuðurinn og listamaðurinn Thomas Thwaites komst í heimsfréttirnar í fyrra fyrir rannsókn þar sem hann lifði meðal geita í nokkra daga. Hann er um þessar mundir gestakennari við hönnunar-...
30.03.2017 - 16:26

Málari sem hugsar út fyrir rammann

Síbreytileg birta, litir og skuggar eru aðalsmerki belgísku listakonunnar Jeanine Cohen, sem opnaði sína þriðju einkasýningu hér á landi í Hverfisgalleríi á dögunum. Hún skilgreinir sig sem málara en verk hennar eru úr þrívíðum viðarrömmum, sem...
29.03.2017 - 16:14

Maðurinn sem prófaði að lifa eins og geit

Hvað fær mann til þess að vilja lifa eins og geit? Breski hönnuðurinn og listamaðurinn Thomas Thwaites komst í heimsfréttirnar í fyrra fyrir rannsókn þar sem hann lifði meðal geita í nokkra daga, útbúinn sérstökum geita-gervifótum.
30.03.2017 - 11:30

Hönnuðir marsera í átt að sjálfbærni

Sjálfbærni og möguleikar hönnuða og arkitekta til að stuðla að vistvænni lifnaðarháttum voru í forgrunni á Hönnunarmars, sem haldinn var í níunda sinn nú um helgina. Níu greinar hönnunar sameinuðust á 130 viðburðum á um 80 stöðum.
29.03.2017 - 13:09

Stjörnuframmistaða á frábærri skemmtun

Söngleikurinn Elly er frábærlega heppnuð sýning, borin uppi af ótrúlegri frammistöðu Katrínar Halldóru Sigurðardóttur í titilhlutverkinu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
28.03.2017 - 14:21

Fá ekki að vita af rétti á barnalífeyri

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, gagnrýnir að Tryggingastofnun greiði ekki sjálfkrafa barnalífeyri til þeirra sem eigi rétt á honum. Hún segir konu á örorkulífeyri með 10 ára barn á framfæri hafa leitað til bandalagsins vegna þess að hún...
28.03.2017 - 20:02

Allt bendir til ofmats á bótasvikum

Fátt bendir til annars en að Ríkisendurskoðun hafi stórlega ofmetið möguleg bótasvik skjólstæðinga Tryggingastofnunar í skýrslu árið 2013. Samkvæmt skýrslunni taldi Ríkisendurskoðun að bótasvik gætu numið hátt í fjórum milljörðum króna á hverju ári.
28.03.2017 - 14:13

Listin að tónsetja fjöldamorð

Tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir á að baki langan og fjölbreyttan tónlistarferil, en vinnur nú að tónlist fyrir Hollywoodmyndina Soldado, þar sem hún veltir meðal annars fyrir sér hvernig best sé að tónsetja fjöldamorð.
25.03.2017 - 12:08

Á mörkum sjálfsfórnar og sjálfsfróunar

Í Fórn, sviðslistahátíð Íslenska dansflokksins, leggja margir hæfileikaríkir listamenn hönd á plóg. Útkoman er á köflum hrífandi, en heildin líður fyrir formrænt agaleysi, að mati gagnrýnenda Menningarinnar, sem telja að 80 mínútna löng kvikmynd...
24.03.2017 - 15:10

Hin tortímandi ást Tímaþjófsins

Ástarsorgin á sér fáar jafn eftirminnilegar táknmyndir í íslenskum samtímabókmenntum og Öldu Ívarsen, söguhetjuna í Tímaþjófi Steinunnar Sigurðardóttur. Rúmum þrjátiu árum og einni kvikmynd eftir að bókin sló í gegn hér heima og erlendis birtist...