Jemen

Vilja að Hodeida fari undir stjórn SÞ

Sádi-Arabía og samstarfsríki í hernaðinum í Jemen vilja að Sameinuðu þjóðirnar taki að sér stjórnina í hafnarborginni Hodeida eftir að tugir flóttamanna voru myrtir á leið frá borginni fyrir helgi. Ríkin vísa á bug ásökunum um að hafa verið að verki.
20.03.2017 - 12:20

Vill rannsókn á morðum 42 flóttamanna

Yfirmaður UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vill ítarlega rannsókn á morðum 42 flóttamanna undan strönd Jemens síðasta föstudag. Flóttafólkið, aðallega frá Sómalíu, var í bát sem talið er að hafi verið á leið frá hafnarborginni Hodeida...
20.03.2017 - 16:03

Almennir borgarar falla í loftárás í Jemen

Tuttugu almennir borgarar féllu í dag þegar herflugvél frá Sádi Aröbum eða bandamönnum þeirra gerði loftárás á markað í bænum Khouka í Jemen í dag. Að því er fram kemur í frétt AFP fréttastofunnar var skotmarkið varðstöð uppreisnarmanna úr Hutí...
10.03.2017 - 21:16

Tugþúsundir flýja bardaga við Mokka

Undanfarnar vikur hafa um 45.000 manns hrakist frá heimkynnum sínum í jemensku hafnarborginni Mokka og bænum Dhubab skammt frá vegna bardaga stjórnarliða og uppreisnarmanna. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir Shabia Mantoo, fulltrúa...
01.03.2017 - 15:46

Hungursneyð yfirvofandi í Jemen

Sameinuðu þjóðirnar fara fram á að fá 2,1 milljarð dollara, jafnvirði tæplega 239 milljarða króna, til að koma í veg fyrir hungursneyð í Jemen. Að sögn hjálparstarfsmanna samtakanna eiga tólf milljónir landsmanna á hættu að svelta í hel vegna...
08.02.2017 - 12:19

Gerðu sjálfsvígsárás á sádiarabískt herskip

Sádiarabíska herskipið Al-Madinah kom í dag til hafnar í Jeddah, laskað eftir sjálfsvígsárás jemenskra uppreisnarmanna. Skipið var við eftirlit á Rauðahafi þegar ráðist var á það.
05.02.2017 - 21:19

Almennir borgarar féllu í fyrstu árás Trumps

Bandaríkjaher viðurkenndi í gærkvöld að almennir borgarar hafi líklega fallið í loftárás hersins í Jemen um helgina. Börn gætu hafa verið á meðal hinna látnu segir í yfirlýsingu hersins.
02.02.2017 - 06:30

Yfir 10.000 fallin í Jemen

Minnst 10.000 manns hafa dáið í stríðinu sem geisað hefur í Jemen um tæplega tveggja ára skeið. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Í Jemen takast á uppreisnarsveitir Hútí-hreyfingarinnar og vopnaðar stuðningssveitir fyrrverandi...
17.01.2017 - 03:56

Segir þögn ríkja um hörmungarnar í Jemen

Á meðan heimsbyggðin fylgist náið með þróun mála í Aleppo í Sýrlandi, nánast frá einni klukkustund til annarrar, þá ríkir nær algjör þögn um þá almennu borgara sem þjást og deyja í Jemen.
08.01.2017 - 08:15

30 féllu í sjálfsmorðsárás í Jemen

Ekki færri en 30 jemenskir stjórnarhermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í hafnarborginni Aden í morgun, að sögn sjúkrahússtarfsmanna og talsmanna hersins í borginni. Fjöldi hermanna til viðbótar særðist í árásinni. Stór hópur hermenna hafði...
18.12.2016 - 07:20

Uppreisnarforingi sakar Breta um stríðsglæpi

Leiðtogi Hútíhreyfingarinnar í Jemen sakar Breta um að fremja stríðsglæpi með því að sjá Sádi-Aröbum fyrir vopnum, sem þeir noti til árása á almenna borgara í landinu. Theresa May forsætisráðherra segir að bresk stjórnvöld hafi takmarkað útflutning...
14.12.2016 - 15:48

Nærri 2,2 milljónir barna vannærð í Jemen

Nærri 2,2 milljónir barna í Jemen þjást af næringarskorti og eru að minnsta kosti 462.000 börn alvarlega vannærð. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun og sagði að ástandið hefði aldrei verið jafn slæmt.
13.12.2016 - 10:34

Einhliða vopnahléi lýst yfir í Jemen

Hernaðarbandalag Sádi-Araba og bandalagsþjóða þeirra, sem styðja útlægan forseta Jemens í stríðinu um völdin í landinu, lýstu í nótt yfir einhliða vopnahléi sem á að hefjast á hádegi í dag, laugardag að staðartíma (9 að morgni að íslenskum tíma) og...
19.11.2016 - 05:41

Hungursneyð blasir við í Jemen

Hungursneyð blasir við í Jemen verði ekkert að gert. Þetta sagði Stephen O'Brien, yfirmaður hjálparstarfs á vegum Sameinuðu þjóðanna, þegar hann ávarpaði Öryggisráðið í gegnum síma í gærkvöld. 
01.11.2016 - 17:22

Sáttatillögum í Jemen hafnað

Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemens, hefur hafnað tillögu Ismail Ould Cheikh Ahmaed, erindreka Sameinuðu þjóðanna, að friðarsamkomulagi milli stjórnvalda og uppreisnarmanna í landinu. Hadi tók á móti Ahmed en neitaði að taka við tillögunni sem...
29.10.2016 - 16:00