Ítalía

Rústatúristar í Amatrice

Undanfarna mánuði hefur ítalskur smábær á Ítalíu orðið táknmynd jarðskjálftanna miklu sem skóku landið á síðasta ári. Hörmungarnar hafa dregið aukin fjölda ferðamanna á svæðið en bæjarstjórinn tilkynnti þeim fyrir stuttu að þetta væri enginn staður...
21.04.2017 - 15:30

Sektuð fyrir að kæla fæturna í gosbrunni í Róm

Tveir danskir ferðalangar, sextug kona og sautján ára unglingspiltur, þurfa að borga samanlagt níu hundruð evrur, jafnvirði yfir hundrað þúsund króna, fyrir að hafa farið í fótabað á páskadag í einum af gosbrunnum Rómarborgar. Brunnurinn stendur á...
18.04.2017 - 14:56

Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum

Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenningarnir eru frá...
30.03.2017 - 15:25

Tóku 230 vínflöskur i gíslingu

Lögregla á Sikiley handtók í vikunni þrjá menn, sem höfðu stolið 230 flöskum af eðalvíni á veitingastaðnum Tiramisu í ferðamannabænum Taormina og kröfðust þess að fá fimmtán þúsund evrur í lausnargjald. Vínið var metið á fjörutíu þúsund evrur,...
18.03.2017 - 21:18

Hætt komin í sprengingu á Etnu - myndskeið

Flugvöllurinn í Catania á Sikiley lokaðist um tíma í dag þegar öskuský frá eldfjallinu Etnu lagði yfir hann. Öskugos hefur verið í fjallinu í fimm daga. Hægt var að opna flugvöllinn að nýju eftir að vindáttin breyttist. Vegna gossins var flugumferð...
18.03.2017 - 14:38
Erlent · eldgos · Evrópa · Ítalía

Táragas og molotov-kokteilar í Napólí

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Napólí á Suður-Ítalíu á laugardag, þegar leiðtogi Norðurbandalagsins hélt stjórnmálafund þar í borg. Óeirðalögregla beitti hvorutveggja háþrýstidælum og táragasi á hópa grímuklæddra mótmælenda, sem meðal...
12.03.2017 - 03:53

Þrír látnir og tveggja saknað eftir snjóflóð

Þrír hafa fundist látnir og tveggja er saknað eftir að tvö snjóflóð féllu í dag á skíðasvæðinu í Courmayeur á Ítalíu. Um það bil tuttugu skíðamenn voru á svæðinu þar sem fyrra flóðið féll rétt fyrir klukkan eitt að staðartíma. Þrír sem lentu í...
02.03.2017 - 15:16

Mikið tap á rekstri elsta banka heimsins

Ítalski BMPS bankinn, elsti banki í heimi, var í fyrra rekinn með þriggja milljarða og þrjú hundruð þrjátíu og átta milljóna evra tapi. Þetta er mun verri afkoma en efnahagssérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu gert ráð fyrir að tapið yrði tveir...
09.02.2017 - 19:48

Á annað þúsund bjargað á Miðjarðarhafi

Nærri 1.800 flóttamönnum var bjargað á Miðjarðarhafi á innan við sólarhring að sögn ítölsku strandgæslunnar. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Leiðtogar Evrópusambandsríkja hittast á Möltu á morgun og ræða leiðir til að fækka ferðum flóttamanna...
03.02.2017 - 01:48

Dæmdir fyrir lestarslys árið 2009

Dómstóll í Lucca á Ítalíu dæmdi í dag Mauro Moretti, fyrrverandi forstjóra ítölsku járnbrautanna, í níu ára fangelsi vegna járnbrautarslyss sem varð árið 2009. Þá fór flutningalest út af sporinu í bænum Viareggio í Toskanahéraði. Við það kom upp...
31.01.2017 - 17:42

Allir fundnir á Rigopiano hótelinu á Ítalíu

Björgunarsveitarmönnum á Ítalíu hefur tekist að finna lík allra sem dóu þegar snjóflóð féll á hótelið Rigopiano á Ítalíu á miðvikudag í síðustu viku. Alls voru fjörutíu manns á hótelinu, þegar flóðið féll. Tveir komust út af sjálfsdáðum. Níu fundust...
26.01.2017 - 08:35

Björgunarþyrla fórst á Ítalíu

Sex eru látnir eftir að björgunarþyrla fórst í dag á Ítalíu. Hún hrapaði skammt frá Campo Felice skíðasvæðinu í miðhluta landsins. För hennar var heitið þangað til að sækja slasaðan skíðamann.
24.01.2017 - 15:21

Tíu fundist á lífi í rústum skíðahótels

Tíu hafa fundist á lífi, þar á meðal fjögur börn, í rústum hótelsins sem varð undir snjóflóði á Ítalíu á miðvikudag. Búið er að ná fimm þeirra undan rústunum og ætla björgunarsveitir að leggja allt kapp á það að ná hinum fimm í nótt og athuga hvort...
21.01.2017 - 04:47

Átta bjargað úr snjóflóði á Ítalíu

Átta hafa fundist á lífi í snjóflóði sem féll á hótelið Rigopiano í Abruzzohéraði á Ítalíu fyrir hátt í tveimur sólarhringum. Þeirra á meðal eru tvær ungar telpur. Enn er leitað við erfiðar aðstæður að fólki sem lenti í snjóflóðinu. Ekki er...
20.01.2017 - 13:54

Ítalía: Hafa fundið sex manns á lífi

Björgunarmenn sem leita að fólki í snjóflóði, sem féll á hótelið Rigopiano í Abruzzohéraði á Ítalíu, hafa fundið sex manns á lífi. Þeir hafa unnið af kappi við að leita að fólki frá því að þeir komust á staðinn við erfiðar aðstæður fyrir einum...
20.01.2017 - 10:57