Innlent

Hætta vegna aksturs torfæruhjóls á gangstétt

Karlmaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í morgun vegna gruns um akstur torfæruhjóls, krossara, undir áhrifum fíkniefna.
27.06.2017 - 11:26

OECD: Hækka á virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

OECD, efnahags- og framfarastofnunin í París, segir í nýrri skýrslu sinni sem kynnt var í dag að hagvöxtur sé mestur á Íslandi af löndum OECD. Þetta skapi þó vissar hættur, þensla geti valdið ofhitunin og því sé mikilvægt að aðhald í opinberum...
27.06.2017 - 11:01

Minnkandi tekjur af ferðamönnum í Mývatnssveit

Fólk í ferðaþjónustu í Mývatnssveit segir að erlendir ferðamenn kaupi sífellt minni þjónustu og skilji sífellt minna eftir sig. Litlum húsbílum fjölgar stöðugt og þeir ferðamenn eru sjálfum sér nægir um flestallar nauðsynjar.
27.06.2017 - 08:55

Vilja tvo firði eldislausa og gjald á kvíar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að sérstök gjöld verði lögð á mannvirki í sjó svo sem eldiskvíar. Þetta kemur fram í stefnu sveitarfélagsins í fiskeldismálum en þar leggst sveitarfélagið gegn öllu eldi í Viðfirði og Hellisfirði. Þó mikil uppbygging...
27.06.2017 - 10:35

Fimmtungur finnur reglulega fyrir kvíða

Tuttugu og tvö prósent íslenskra barna á aldrinum 11 til 15 ára finna fyrir tveimur eða fleiri einkennum geðræns vanda, þar á meðal kvíða, oftar en einu sinni í viku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnaðri...
27.06.2017 - 10:12

„Ljóta Betty“ í sumarfríi á Íslandi

America Ferrera, sem hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Ugly Betty er stödd á Íslandi í fríi ásamt kærasta sínum, handritshöfundinum Ryan Piers Williams. Parið hefur verið duglegt að birta myndir frá Íslandi á Instagram...
27.06.2017 - 10:07

Útsvar getur lent í röngu sveitarfélagi

Útsvar útlendinga sem staldra stutt við og eiga ekki rétt á lögheimili rennur ekki endilega til sveitarfélagsins þar sem þeir starfa. Útsvarstekjur frá útlendingum sem vinna á landinu í skamman tíma, en hafa ekki lögheimili hér og fá svokallaða...
27.06.2017 - 09:39

Ekki stendur til að sameina MR og Kvennó

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir að ekki standi til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Linda Rós Mikaelsdóttir kennari við MR og fyrrverandi rektor þar segir í Fréttablaðinu í morgun að hún óttist...
27.06.2017 - 08:51

Allt að 17 stiga hiti á Austurlandi

Fremur hæg vestlæg átt verður á landinu næstu daga. Skýjað og smá skúrir um landið vestanvert og hiti í kringum tíu stig.
27.06.2017 - 08:30

Breytt fyrirkomulag á Airwaves

Breytt fyrirkomulag verður á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár. Miðum fækkar og Harpa verður ekki lengur miðpunktur hátíðarinnar. Þetta segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag, þriðjudag. Haft er eftir Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra...
27.06.2017 - 02:51

Útsvarstekjur Ísafjarðar langt undir áætlun

Fyrstu fimm mánuði ársins voru útsvarstekjur Ísafjarðarbæjar 86 milljónum króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Á tímabilinu voru útsvarstekjurnar 691 milljón, en gert var ráð fyrir að þær yrðu 778 milljónir og því skeikar um 11...
27.06.2017 - 01:39

Vilja Akrahrepp með í sameiningarviðræður

Vilji er innan sveitarstjórnar Skagafjarðar að hefja sameiningaviðræður við bæði Akrahrepp og Skagabyggð. Hefja þarf á ný viðræður um samstarfssamninga Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar.
26.06.2017 - 20:26

Allir bílar ræstir út af arineldi

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld þegar tilkynnt var um eld í Vesturbænum. Íbúar töldu sig sjá reyk stíga upp af húsi í Granaskjóli og lausan eld inn um glugga.
26.06.2017 - 22:05

Seldu minna grænmeti eftir komu Costco

Íslenskir garðyrkjubændur hafa fundið fyrir söluminnkun með tilkomu verslunarrisans Costco. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda segir þó samkeppni í verslun af hinu góða.
26.06.2017 - 21:45

Skjálftahrina við Kolbeinsey

Tugir jarðskjálfta hafa mælst rúmlega 230 kílómetra norður af Melrakkasléttu á Kolbeinseyjarhrygg frá því snemma í morgun. Að minnsta kosti þrír skjálftar voru um 4 að stærð og um sextán til viðbótar voru yfir 3 að stærð.
26.06.2017 - 21:30