Húsnæðismál

Fasteignaverð tekur kipp

Fasteignaverð heldur áfram að hækka mikið frá því í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,4 prósent og verð á einbýli um 20,8 prósent, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst.

Arion banki: Húsnæðismarkaðurinn að kólna

Vísbendingar eru um að húsnæðismarkaðurinn sé farinn að kólna, að því er fram kemur í nýjum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Húsnæðisverð í ágúst hækkaði einungis um 0,43 prósent milli mánaða, og reiknuð húsaleiga um 0,55 prósent á sama...
30.08.2017 - 14:35

Byggingargallatrygging fyrir fórnarlömb myglu

Í Umhverfisráðuneytinu er nú verið að skoða hvort til greina komi að taka upp svokallaða byggingargallatryggingu og fella niður starfsábyrgðartryggingar. Byggingagallatryggingin myndi auðvelda íbúðakaupendum að fá bætt tjón vegna myglusvepps í...
29.08.2017 - 17:26

Vilja hýsa danska stúdenta í flutningagámum

Fyrirtækið CHP Village bíður nú leyfis borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn til að byggja stúdentagarða fyrir 176 námsmenn úr gömlum flutningagámum. Til stendur að byggja stúdentagarðana á Refshaleöen - gömlu iðnaðarsvæði við höfnina. Íbúðirnar yrðu 20...
29.08.2017 - 09:20

Óhagstæðara en áður að leigja út íbúðarhúsnæði

Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í morgun, er fjallað um ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis. Þar segir að ávöxtun af útleigu tveggja til þriggja herbergja íbúða í Reykjavík sé um 6%, lægri en víða annarsstaðar á landinu. Þar er bent á að ávöxtunin...
22.08.2017 - 09:30

Danir sáttari og í verri stöðu en Íslendingar

Greiningadeild Arion banka segir erfitt að sjá hvers vegna Íslendingar eru miklu ósáttari við húsnæðismarkaðinn en Danir. Mun fleiri Íslendingar telja erfiðara en Danir að finna húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þrátt fyrir að íbúðaverð í hlutfalli...
11.08.2017 - 13:08

Draga úr húsnæðisvanda með smáhýsum

Bæjaryfirvöld í Sandgerði ætla að bregðast við brýnum húsnæðisvanda með því að setja upp fjögur smáhýsi til bráðabirgða. Um miðjan júlí síðastliðinn voru 27 umsóknir um félagslegt húsnæði í bæjarfélaginu sem ekki var hægt að verða við og segir...
08.08.2017 - 14:19

Sum sveitarfélög þurfi að gera talsvert meira

Það gengur ekki upp að sum sveitarfélög sýni nánast litla sem enga ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Þetta er mat formanns sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sum sveitarfélög á...
03.08.2017 - 23:16

Sveitarfélögin axli þessa ábyrgð sameiginlega

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að axla ábyrgð á félagslega húsnæðiskerfinu í sameiningu. Þetta er mat forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Fjölga á félagslegum íbúðum í Hafnarfirði eftir margra ára stöðnun. 800 milljónir af eigin fé...
02.08.2017 - 22:16

Segir stefnu RVK ekki hjálpa þeim verst stöddu

Fólki á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um tæp 50 prósent á einu og hálfu ári. Tæplega 1100 manns bíða. Formaður velferðarráðs viðurkennir að stefna borgarinnar hjálpi ekki fólki í brýnum...
02.08.2017 - 12:42

Húsnæði hækkar þrefalt meira en laun

Húsnæðisverð hefur hækkað mun meira en laun síðasta árið. Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 21 prósent á einu ári á sama tíma og laun hækkuðu um 7,3 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar.
28.07.2017 - 16:45

Fastir á Grensásdeild vegna húsnæðisskorts

Það kemur ítrekað fyrir á Grensásdeild Landspítalans að ekki er hægt að útskrifa sjúklinga því þeir komast hvergi í húsnæði eftir að meðferð þeirra á sjúkrahúsinu lýkur. Sjúklingar liggja þá stundum vikum eða mánuðum saman á þessum dýrustu...
22.07.2017 - 11:17

Kæruleið gæti veitt úrræði á húsnæðismarkaði

Ísland hefur ekki fullgilt valfrjálsa bókun við tiltekinn mannréttindasáttmála sem opnar kæruleið til Sameinuðu Þjóðanna í mannréttindamálum. Formaður velferðarnefndar telur mjög mikilvægt að ráða bót á því, ekki síst því slík kæruleið gæti veitt...
18.07.2017 - 17:03

Fasteignaverð hækkar og kaupsamningum fækkar

Kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fækkar um 1.165 milli ára. Samningar um fjölbýli voru 2.713 frá 1. janúar til 1. júlí 2016 en 1.835 á sama tímabili í ár. Kaupsamningar um sérbýli voru 687 á sama tíma í fyrra en 400 í ár.
03.07.2017 - 13:56

Húsnæðisskortur um allt land

Nánast sama hvar fæti er drepið niður á landinu er skortur á húsnæði og fáir á landsbyggðinni sjá hag í að byggja. Vestfirðir og Norðurland vestra hafa nánast alveg setið eftir í uppbyggingu húsnæðis. Þetta segir sérfræðingur hjá Íbúðalánásjóði....
29.06.2017 - 17:35