HB Grandi

40 störf í fiskvinnslu flutt á Akranes

40 störf verða flutt á Akranes um áramót þegar fiskvinnslan Ísfiskur flytur þangað úr Kópavogi. Fiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í dag.
31.08.2017 - 21:43

Skipverjar á Þerney hanga enn í lausu lofti

Fjöldi skipverja á frystitogaranum Þerneyju RE-1, sem var sagt upp 11. ágúst síðastliðinn eftir að tilkynnt var um sölu skipsins til Suður-Afríku, hafa enn ekkert heyrt frá HB Granda um hvort þeir fái pláss á öðrum skipum félagsins. Einn þeirra...
31.08.2017 - 14:12

Áhyggjuefni hve mörgum konum var sagt upp

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, hefur áhyggjur af því að með ákvörðun HB Granda um að draga úr starfsemi á Akranesi hverfi mörg kvennastörf úr bænum. Það séu klárlega mikil vonbrigði að botnfiskvinnslu verði hætt og fólk missi vinnu og...
13.05.2017 - 16:22

Uppsagnirnar mikil vonbrigði

Sjávarútvegsráðherra segir það mikil vonbrigði að HB Grandi ætli að segja hátt í níutíu manns upp störfum. Mikilvægara sé að huga að þeim sem missa vinnuna en að gagnrýna ákvörðun HB Granda. Forsætisráðherra segir að þegar rætt sé um arðgreiðslur HB...
12.05.2017 - 19:39

Uppsagnir HB Granda „sárar og erfiðar“

Þetta er sárt og erfitt hvar og hvenær sem þetta gerist,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um uppsagnir hjá HB Granda. Fréttastofa náði tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegið. 86 starfsmenn...
12.05.2017 - 12:51

1,8 milljarðar greiddir í arð hjá HB Granda

Aðalfundur sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda samþykki í dag að greiða arð 1,8 milljarða króna í arð til hluthafa, eða eina krónu á hvern hlut í félaginu. Arðurinn verður greiddur út 31. maí.
05.05.2017 - 21:44

„Alltaf vongóður þegar menn eru að ræða saman“

Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda hittust á fundi um hádegisbil í dag til að ræða hvort hægt væri að ná saman um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi til að tryggja að HB Grandi loki ekki botnfiskvinnslu sinni í bænum. Sævar Freyr...
21.04.2017 - 14:16

Sævar: „Viljum leggja allt í sölurnar“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að bærinn vilji leggja allt í sölurnar til að HB Grandi sjái Akranes sem alvöru valkost þegar ákveðið verður hvar fiskvinnsla fyrirtækisins verði sameinuð á einum stað.

„Boltinn er hjá HB Granda og við bíðum svara“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að þrjá þurfi til að geta samið við HB Granda um uppbyggingu á Akranesi; bæjarstjórn Akraness, HB Granda og Faxaflóahafnir.
28.03.2017 - 19:37

Stendur til boða að flytja vinnsluna út

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að vegna gengisþróunar standi íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum til boða að flytja vinnsluna til útlanda, til Bretlands, Austur-Evrópu og Asíu. Hún segir líka að...
28.03.2017 - 17:11

Boðar framkvæmdir á Akranesi fyrir HB Granda

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ætlar að senda frá sér viljayfirlýsingu síðar í dag, um hvað sveitarfélagið sé tilbúið að gera til að mæta þörfum HB Granda og gera fyrirtækinu áfram kleift að stunda botnfiskvinnslu í bænum. Sævar Freyr Þráinsson,...
28.03.2017 - 15:49

„Ég er bæði sorgmædd og reið“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kveðst bæði sorgmædd og reið vegna áforma HB Granda um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi. Á fyrirtækinu hvíli rík samfélagsleg ábyrgð og því beri að tryggja trausta byggð og atvinnu í landinu...
28.03.2017 - 12:14

Draga verulega úr kaupum á botnfiski

HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða jafnvel hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði. Ástæðan er sú að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi.
27.03.2017 - 10:09