Frakkland

Le Pen: „Pútín fulltrúi nýrrar heimssýnar“

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eftir fundinn hvatti hún til þess að bundinn yrði endir á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn...

Fillon sakar Hollande um vélabrögð

Francois Fillon, frambjóðandi frambjóðandi íhaldsmanna í yfirvofandi forsetakosningum í Frakklandi, sakar nafna sinn, sósíalistann Hollande, Frakklandsforseta, um að hafa skipulagt leka á dómsskjölum til fjölmiðla, í því skyni að sverta áður...

Enn þjarmað að Fillon

Enn syrtir í álinn fyrir forsetaframbjóðanda franskra íhaldsmanna, Francois Fillon. Rannsókn er þegar hafin á vafasömum launagreiðslum til eiginkonu Fillons og tveggja dætra hans, vegna starfa sem grunur leikur á um að þær hafi aldrei unnið. Í...

Innanríkisráðherra Frakklands segir af sér

Bruno Le Roux, innanríkisráðherra Frakklands, sagði af sér í dag. Hann sætir rannsókn eftir að upplýst var að hann hefði ráðið tvær dætur sínar á táningsaldri sem aðstoðarmenn.
21.03.2017 - 17:54

Var undir áhrifum áfengis og vímuefna

Maðurinn sem skotinn var til bana af öryggisvörðum á Orly-flugvelli í París á föstudag var undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Guardian hefur þetta eftir heimildum sínum innan úr franska dómskerfinu.
20.03.2017 - 02:20

Skotárásin í París rannsökuð sem hryðjuverk

Skotárásirnar í París í morgun verða rannsakaðar sem hryðjuverk. Þetta staðfesti franska lögreglan í kvöld. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu þegar hann hélt byssu að höfði hermanns og sagðist vilja deyja fyrir Allah.
19.03.2017 - 02:13

Árásin í Frakklandi ekki tengd hryðjuverkum

Átta eru særðir eftir skotárás í menntaskóla í bænum Grasse í suðausturhluta Frakklands um hádegisbilið í dag. Bæjaryfirvöld í Grasse segja að tveir nemendur hafi skotið á yfirkennara í skólanum. Annar nemandinn, sautján ára gamall drengur, er í...
16.03.2017 - 13:50

Le Pen neitar að mæta fyrir rétt

Franski forsetaframbjóðandinn, Evrópuþingmaðurinn og þjóðernispopúlistinn Marine Le Pen, hunsaði á föstudag fyrirmæli um að mæta fyrir rétt, þar sem hún átti að bera vitni í máli gegn henni og tveimur flokksmönnum hennar úr Þjóðfylkingunni. Le Pen...
11.03.2017 - 03:34

Húsleit á skrifstofu Le Pen

Húsleit var gerð í höfuðstöðvum frönsku Þjóðfylkingarinnar vegna gruns um misnotkun á fjármunum Evrópusambandsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu. Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, er gert að sök að hafa greitt lífverði...
21.02.2017 - 04:26

París: Friðsamleg mótmæli breyttust í uppþot

Friðsamleg mótmæli í rólegu úthverfi Parísar í gær, laugardag, breyttust í uppþot, þar sem kveikt var í bílum og ruslatunnum, skipst var á höggum og spörkum og lögregla beitti hvoru tveggja táragasi og kylfum. Yfir 2.000 manns söfnuðust saman utan...
12.02.2017 - 04:23

Eiffel-turninn: Glerveggur í stað vírgirðingar

Vinsælasta mannvirki Parísarborgar og eitt þekktasta kennileiti heims, Eiffelturninn, verður girtur 2,5 metra háum, gegnsæjum en skotheldum glervegg frá og með haustinu. Þetta upplýsti Jean-Francois Martins, formaður ferðamálanefndar...
10.02.2017 - 02:44

Franskur lögreglumaður ákærður fyrir nauðgun

Lögreglumaður í París hefur verið ákærður fyrir að nauðga ungum manni. Þrír aðrir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í sama máli.
06.02.2017 - 11:19

Árásarmaður úr lífshættu - ströng öryggisgæsla

Maður sem réðst með sveðju á hermenn við Louvre safnið í París í gærmorgun er ekki lengur í lífshættu. Hermennirnir svöruðu árásinni með því að skjóta hann í kviðinn. Að sögn AFP fréttastofunnar hefur þó enn ekki verið unnt að yfirheyra manninn.
04.02.2017 - 13:32

Húsleit í París í tengslum við árás við Louvre

Franskir lögreglumenn, sem rannsaka árás á hermann við Louvre safnið fyrr í dag, gerðu síðdegis húsleit í byggingu í miðborg Parísar, skammt frá Champs-Elysees breiðstrætinu. Ekki hefur fengist uppgefið hvers þeir leituðu.
03.02.2017 - 16:21

Segir hryðjuverkamann hafa verið að verki

Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, segir að maður sem skotinn var og særður við Louvre safnið í París í dag, hafi ætlað að vinna hryðjuverk. Maðurinn var vopnaður sveðju. Hann réðist að hermanni sem þar var á verði og hrópaði að Allah...
03.02.2017 - 13:12