Frakkland

Forsetafrúin fær opinbert hlutverk

Brigitte Macron, eiginkona forseta Frakklands, fær opinbert hlutverk, að því er forsetaskrifstofan í París greindi frá í dag. Henni verður falið að vera fulltrúi Frakklands á opinberum vettvangi. Hún fær þó hvorki laun fyrir starfann né að ráða sér...
21.08.2017 - 13:21

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

Vígamenn snúa aftur til Frakklands

Fjölmargir franskir ríkisborgarar hafa barist við hlið hins svokallaða Íslamska ríkis og tvísýnt um hvernig frönsk stjórnvöld bregðast við þegar þeir koma aftur heim til Frakklands. Fréttastofa Reuters fjallar um þetta. Talið er að um 700 franskir...
06.08.2017 - 02:28

Franskur þingmaður kýldur á markaði

Ráðist var á þingmann í Frakklandi í dag. Þingmaðurinn er úr flokki Macrons, forseta landsins, og var staddur á markaði þegar hann var kýldur í andlitið. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem kvenkyns þingmaður verður fyrir ámóta árás í...
30.07.2017 - 17:34

Unglingar handteknir vegna skógarelda

Franska lögreglan hefur handtekið tvo sextán ára pilta sem eru grunaðir um að vera valdir að skógareldunum í Suður-Frakklandi.
28.07.2017 - 10:45

Þúsundir berjast við elda við St. Tropez

Fjögur þúsund slökkviliðsmenn hafa í dag barist við kjarr- og skógarelda á St. Tropez-skaganum í Suður-Frakklandi. Þeir nota meðal annars nítján slökkviflugvélar í baráttunni við eldana. Tólf þúsund íbúar og ferðamenn hafa verið fluttir á brott...
26.07.2017 - 14:07

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Skógareldar breiða úr sér í Frakklandi

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í suðurhluta Frakklands. Á eyjunni Korsíku breiðir eldurinn sig yfir 900 hektara landsvæði. Íbúar nærri Biguglia á norðausturströnd eyjunnar hafa orðið að flýja heimili sín...
25.07.2017 - 01:26

Skógarbirnir hrella franska bændur

Franskir bændur við Pýreneafjöll eru æfir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að flytja skógarbirni nærri búsvæðum sínum. Yfir 200 ær hröpuðu til bana þegar þær hlupu fyrir björg af ótta við slíka skepnu um síðustu helgi.
24.07.2017 - 02:59

Sögulega rýr uppskera á vínekrum Frakklands

Vínunnendur mega búast við því að 2017 árgangur franskra vína verði fremur rýr. Snarpt kuldakast í vor varð til þess að uppskera vínberjabænda er sögulega lág, að sögn landbúnaðarráðuneyti Frakklands.
23.07.2017 - 06:50

Vinsældir Macron minnka

Vinsældum franska forsetans Emmanuels Macrons hrakaði um tíu prósentustig á milli mánaða, ef marka má könnun Ifop sem birt verður í frönskum fjölmiðlum í fyrramálið. Yfir helmingur Frakka styður þó forsetann, eða um 54 prósent.
23.07.2017 - 00:28

Loftslagsvísindamenn flykkjast til Frakklands

Hundruð loftslagsvísindamanna hafa sótt um vinnu í Frakklandi eftir ákall Emmanuels Macrons í síðasta mánuði. Á meðal vísindamannanna er fjöldi Bandaríkjamanna sem annað hvort misstu vinnuna eða vilja ekki vinna undir ríkisstjórn Donalds Trumps...
20.07.2017 - 06:41

Hluti neyðarlaga mögulega varanlegur

Öldungadeild franska þingsins samþykkti umdeild lög í kvöld. Amnesty og Mannréttindavaktin segja lögin harðneskjuleg en innanríkisráðherra segir þau nauðsynleg til þess að verjast sífelldri hryðjuverkaógn.
19.07.2017 - 01:44

Netanyahu minnist fórnarlamba í París

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, minntist þess í dag að 75 ár eru síðan 13 þúsund gyðingum var safnað saman í París og þeir sendir í útrýmingarbúðir nasista. Netanyahu er fyrsti ísraelski forsætisráðherrann sem kemur til Parísar til að...
16.07.2017 - 16:01

Flóttamenn fluttir af götum Parísar

Lögreglan í París kom yfir tvö þúsund flóttamönnum fyrir í tímabundnum flóttamannabúðum í íþróttahúsum borgarinnar í morgun. Fólkið hafði sofið á götum Parísar síðustu vikur við ömurlegar aðstæður. Hundruð þeirar höfðu sofið undir umferðarbrúm og...
08.07.2017 - 01:29