Frakkland

Macron vinsælastur meðal Frakka á Íslandi

Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði þeirra Frakka sem greiddu atkvæði í sendiráði Frakklands í Reykjavík síðasta sunnudag, í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Næstur honum kom vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélanchon og þar á eftir...
27.04.2017 - 20:54

Lögreglumenn lífguðu látna konu við

Lögreglumönnum í Frakklandi tókst að blása lífi í konu á fimmtugsaldri, um klukkustund eftir að sjúkraflutningamenn höfðu úrskurðað hana látna. 18 ára dóttir konunnar kom að henni þar sem hún lá meðvitundarlaus, að öllum líkindum eftir hjartaáfall....
27.04.2017 - 05:07

Evrópusinni og þjóðernissinni í seinni umferð

Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fór á sunnudag. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða. Í öðru sæti varð öfga-hægrikonan og þjóðernissinninn Marine Le Pen, sem fékk...

Evran styrkist vegna úrslitanna í Frakklandi

Evran tók kipp upp á við og hækkaði gagnvart hvort tveggja bandaríkjadal og japönsku jeni í kauphöllum Asíu þegar ljóst varð að Emmanuel Macron kæmi til með að etja kappi við Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna. Macron er einarður...

Macron efstur, Le Pen önnur

Allt útlit er fyrir að miðjumaðurinn Emmanuel Macron og þjóðernissinninn Marine Le Pen beri sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi og mætist því í síðari umferðinni þann 7. maí næstkomandi. Búið er að telja atkvæði í 104 af...

Næstum 70 prósent kjörsókn í Frakklandi

Kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi er komin upp í 69,42 prósent, samkvæmt tölum sem franska innanríkisráðuneytið var að birta rétt í þessu. Þetta er nánast sama kjörsókn og var á þessum tíma í fyrri umferð kosninganna árið 2012...
23.04.2017 - 15:10

Útgönguspá: Macron og Le Pen með mest fylgi

Útgönguspá sem belgíski fjölmiðillinn RTBF birtir bendir til þess að Emmanuel Macron og Marine Le Pen séu með mest fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi sem nú standa yfir. Samkvæmt könnun RTBF er Macron með 24 prósent og Le Pen með...
23.04.2017 - 14:43

Kosningar byrjaðar í Frakklandi

Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi er hafin. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Kjósendur eru um 47 milljónir talsins en kjörstaðir um 70.000. Um 50.000 lögreglumenn og 7.000 hermenn hafa það hlutverk að gæta...

Lögreglumorðinginn í París nafngreindur

Maðurinn sem banaði einum lögreglumanni og særði tvo á Champs-Élysées breiðgötunni í París hefur verið nafngreindur af yfirvöldum. Hann hét Karim Cheurfi og var margdæmdur ofbeldis- og glæpamaður. Saksóknarinn François Molins upplýsti þetta á...
22.04.2017 - 06:51

Morðinginn áður dæmdur fyrir morðtilræði

Formleg kennsl hafa verið borin á árásarmanninn sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar í París í gærkvöldi áður enn hann var sjálfur felldur af lögreglu. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum, grunaður um að leggja á ráðin um...
21.04.2017 - 03:02

Var grunaður um að ætla að fella lögreglumenn

Maðurinn sem skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld hafði verið undir eftirliti hryðjuverkadeildar lögreglu vegna gruns um að hann áformaði að verða lögreglumönnum að bana....
20.04.2017 - 22:24

Vilja afnema friðhelgi Le Pen

Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir því að Evrópuþingið aflétti friðhelgi af Marine Le Pen vegna rannsóknar á meintum brotum hennar í starfi. Þess var óskað í síðasta mánuði að hún kæmi til yfirheyrslu vegna gruns um að hún hafi notað launagreiðslur...
14.04.2017 - 08:15

Mikill eldsvoði í frönskum flóttamannabúðum

10 slösuðust í miklum eldsvoða í Grande-Synthe flóttamannabúðunum við Dunkerque í Norður-Frakklandi í gærkvöld og nótt. Talið er víst að kveikt hafi verið í búðunum, sem samanstóðu aðallega af litlum, einföldum tréskúrum og eru nú rústir einar. Til...
11.04.2017 - 05:54

Krefst afsökunarbeiðni frá ETA

Stjórnvöld á Spáni krefjast þess að forkólfar aðskilnaðar- og ógnarverkasamtakanna ETA biðjist afsökunar á hryðjuverkunum sem þeir stunduðu áratugum saman og leggi félagsskapinn síðan niður fyrir fullt og allt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem...
08.04.2017 - 13:54

ETA leggur niður öll vopn

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa hafist handa við að láta vopn sín og sprengiefni af hendi, í samræmi við yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í vikunni um algjöra og endanlega afvopnun samtakanna í dag. Samtökin létu frönsku lögreglunni í té lista...
08.04.2017 - 07:18