Forsetakosningar í Frakklandi 2017

Le Pen: „Pútín fulltrúi nýrrar heimssýnar“

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eftir fundinn hvatti hún til þess að bundinn yrði endir á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn...

Fillon sakar Hollande um vélabrögð

Francois Fillon, frambjóðandi frambjóðandi íhaldsmanna í yfirvofandi forsetakosningum í Frakklandi, sakar nafna sinn, sósíalistann Hollande, Frakklandsforseta, um að hafa skipulagt leka á dómsskjölum til fjölmiðla, í því skyni að sverta áður...

Enn þjarmað að Fillon

Enn syrtir í álinn fyrir forsetaframbjóðanda franskra íhaldsmanna, Francois Fillon. Rannsókn er þegar hafin á vafasömum launagreiðslum til eiginkonu Fillons og tveggja dætra hans, vegna starfa sem grunur leikur á um að þær hafi aldrei unnið. Í...

Ellefu frambjóðendur í Frakklandi

Ellefu nöfn verða á kjörseðli fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Ekki er búist við því að neinn þeirra nái hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Því verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 7. maí.

Francois Fillon ákærður

Francois Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, var í dag ákærður fyrir að hafa misnotað opinbert fé. Lögmaður hans staðfesti það við AFP fréttastofuna. Fillon er gefið að sök að hafa haft eiginkonu sína og börn á launaskrá meðan hann gegndi...

Lýsa yfir stuðningi við Fillon

Leiðtogar flokks hægri manna í Frakkland, Repúblikanaflokksins, lýstu í dag yfir einróma stuðningi við François Fillon, frambjóðanda flokksins. Fillon hefur átt í töluverðum vandræðum að undanförnu, eftir að hann var sakaður um að hafa greitt...
06.03.2017 - 20:28

Fillon segir engan geta stöðvað hann

Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, segir að enginn geti stöðvað framboð hans. Kallað hefur verið eftir því innan flokks hans að hann dragi framboð sitt til baka vegna meintra brota hans í opinberu starfi. 

Fillon boðar til fundar í París í dag

Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum hélt fund með stuðningsmönnum sínum í gærkvöld. Að sögn breska dagblaðsins Guardian var áformað að hann myndi flytja stefnuræðu sína. Lítið fór fyrir henni og þess í stað hélt...

Kosningastjóri Fillons hættur

Patrick Stefanini, kosningastjóri Francois Fillon, frambjóðanda hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, tilkynnti í kvöld að hann ætli að hætta störfum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir frönskum fjölmiðlum að Stefanini hafi ráðlagt...

Leitað á heimili Fillons

Húsleit var gerð á heimili franska forsetaframbjóðandans Francois Fillon í gær. Frá þessu greina franskir fjölmiðlar. Húsleitin er liður í rannsókn sem stendur yfir vegna ásakana á hendur Fillon um að hafa ráðið eiginkonu sína og börn í upplogin...

Frændhygli heyri sögunni til

Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, heitir því að binda endi á frændhygli í frönskum stjórnmálum nái hann kjöri. Andstæðingi hans í forsetaslagnum hefur verið stefnt fyrir að greiða fjölskyldumeðlimum fyrir störf sem aldrei voru innt...

Samstarfsmaður Fillon hættir að styðja hann

Bruno Le Maire, einn nánasti samstarfsmaður François Fillon, frambjóðanda hægri manna fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, tilkynnti í dag að hann væri hættur samstarfi við Fillon. Le Maire segir ástæðuna þá að Fillon hefði gengið á bak orða...

Segja rannsókn á Francois Fillon ólöglega

Lögmenn Francois Fillon, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, segja að rannsókn á launum eiginkonu hans sé ólögleg og krefjast þess að henni verði hætt.

Le Pen vill úr evrusamstarfi

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, hóf kosningabaráttu sína formlega í dag með birtingu lista yfir 144 kosningaloforð til þjóðarinnar. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Meðal loforðanna eru að draga Frakkland úr myntsamstarfi...

Francois Fillon í vandræðum

Francois Fillon, sem hlaut mest fylgi hægrimanna í forkosningum fyrir frönsku forsetakosningarnar, á nú undir högg að sækja vegna ásakana um að eiginkona hans hafi þegið laun frá hinu opinbera fyrir störf sem hún innti ekki af hendi.