fiskeldi

Fiskeldisskýrsla til alþjóðlegra sérfræðinga

Íslensk stjórnvöld ætla að senda skýrslu um stefnumótun í fiskeldi í alþjóðlega vísindalega rýni helstu sérfræðinga í greininni. Sjávarútvegsráðherra segist hafa mikinn skilning á óánægju Vestfirðinga.
06.09.2017 - 22:27

Mörg þúsund eldisbleikjur sluppu

Þúsundir eldisfiska sluppu í Hæðarlæk í Skaftárhreppi í síðustu viku úr eldisstöðinni Tungulaxi. Starfsmenn Fiskistofu hafa náð um fimmþúsund eldisbleikjum úr ánni, en talið er að meira sé eftir. Hæðarlækur rennur í Tungulæk, þekkta sjóbirtingsá.
06.09.2017 - 12:58

„Engin merki um Elliðaárstofn í Djúpinu“

Laxastofnarnir í ánum sem liggja í Ísafjarðardjúp eru einstakir og eiga sér um 10 þúsund ára sögu. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Verið er að rannsaka hvort lax í Breiðdalsá í Breiðdalsvík er innblandaður....
25.08.2017 - 17:14

Hrognkelsi með flugi til Færeyja

220 þúsund hrognkelsi verða send til Færeyja í ár á vegum Hafrannsóknarstofnunar. Hrognkelsin eru nýtt til að éta lýs af eldislaxi í færeysku sjókvíaeldi.
25.08.2017 - 13:03

„Ekki eins og þetta sé fullkomið svartnætti“

„Við spyrjum okkur að því, sveitarstjórnarfólkið, hvort við þurfum ekki að byggja upp sterkara heildarhagsmunamat þegar kemur að þessu vegna þess að eins og við sjáum þá er gríðarlegur niðurskurður á framleiðsluheimildum sem er að eiga sér stað,...
24.08.2017 - 19:16

Þorgerður: „Áhættumatið er lifandi skjal“

Auðlindagjald vegna sjókvíaeldis, nýtt úthlutunarkerfi, markvissari viðurlög við brotum og umhverfisvæn ímynd. Starfshópur sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi kynnti í dag 20 tillögur að breytingum á umhverfi greinarinnar. Ráðherra og...

Brot á fiskeldislögum í Tálknafirði fyrnt

Slepping 160 þúsund seiða af norskum uppruna í Tálknafjörð árið 2002 verður ekki kærð til lögreglu þar sem málið er fyrnt, þetta segir Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Fiskistofa og Matvælastofnun vinna nú að...
09.08.2017 - 15:24

Vill skýrslu um áhrif fiskeldis á samfélagið

Vinna þarf skýrslu um hagræn áhrif laxeldis á samfélagið við Ísafjarðardjúp. Ekki er nóg vinna aðeins skýrslu um áhrif á laxastofna, að dómi Péturs Markans, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
09.08.2017 - 09:20

Byggðastofnun segir fiskeldi mikla lyftistöng

Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar segir sjókvíaeldi við Ísland hafa verið mikla lyftistöng fyrir samfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þó verði náttúran alltaf að njóta vafans og nauðsynlegt sé að taka...
17.07.2017 - 12:17

Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi

Tólf félög í veiði, hvalaskoðun, útivist og sjómennsku, hafa skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi. Slík áform geti spillt náttúrugæðum fjarðarins og um leið...
10.05.2017 - 16:52

Norsk sveitarfélög vilja ekki meira fiskeldi

Stjórnvöld á Íslandi ættu að tryggja sveitarfélögum sanngjarnar tekjur af starfsemi fiskeldisfyrirtækja strax frá upphafi. Þau hafa vel efni á því að borga. Þetta segir Björn Hersoug, prófessor við sjávarútvegsdeild Háskólans í Tromsö....
22.03.2017 - 16:27

Arnarlax stefnir að fiskeldi í Eyjafirði

Arnarlax áformar að setja eldiskvíar á fimm staði í Eyjafirði, fáist til þess leyfi frá Skipulagsstofnun. Framleiða á 10 þúsund tonn af laxi á árí, í sjókvíum norðarlega í firðinum, frá og með árinu 2019. Fyrirtækið hefur nú lagt fram drög að áætlun...
16.03.2017 - 14:24

Veiðifélög fengu ekki að tala á fiskeldisfundi

Fulltrúum austfirskra veiðifélaga var neitað að taka til máls á fundi sem Austurbrú stóð fyrir á Djúpavogi um laxeldi á Austfjörðum. Formaður Veiðifélags Breiðdæla kallar fundinn áróðursfund en þar gerði fulltrúi fiskeldis lítið úr því að laxveiðiár...
19.10.2016 - 16:39