EM 2016 í frjálsum

Ótrúlegur endasprettur í 5000 metra hlaupi

Evrópumótinu í frjálsum íþróttum lauk í Amsterdam í Hollandi í gær. Endaspretturinn í 5 þúsund metra hlaupi karla var lyginni líkastur. Fimm hlauparar komu í einum hnapp á nánast sama tíma yfir endalínuna og aðeins einn hundraðasti úr sekúndu skildi...
11.07.2016 - 13:39

Aníta: „Andinn kom ekki alveg yfir mig“

„Þetta var ekki alveg nógu gott. Ég held að mig hafi vantað einbeitinguna og svo var ég ekki í nógu góðum fíling. En þetta var aðallega einbeitingin held ég,“ sagði Aníta Hinriksdóttir vonsvikin eftir úrslitin í 800 m hlaupi kvenna á Evrópumótinu í...

Aníta endaði í 8. sæti (Myndskeið)

Aníta Hinriksdóttir lauk keppni á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam, Hollandi í kvöld þegar hún hljóp í úrslitum 800 metra hlaups kvenna. Aníta kom síðust í mark á tímanum 2:02,55 mín., og endaði því í 8. sæti.
09.07.2016 - 20:20

Arna Stefanía: „Bara hálfleikur hjá mér núna“

„Mér líður eiginlega ekki vel með þetta, þó það hafi auðvitað verið gaman að hlaupa í undanúrslitum. En ég missti alveg taktinn á síðustu grindinni, því fram að henni var ég á góðu róli. Þannig mér líður eiginlega ekki alveg nógu vel með það,“ sagði...
09.07.2016 - 19:36

Ásdís: Náði markmiðum dagsins

„Þetta var bara mjög gott. Það var rosalega erfitt að kasta, því vindurinn var svo skrýtinn. Hann datt niður og kom upp aftur og sterkur vindur á móti. En ég náði góðu kasti strax í byrjun. Svo var ég að hitta aðeins of mikið upp í vindinn, en svo...
09.07.2016 - 19:21

Arna Stefanía komst ekki í úrslit – myndskeið

Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag. Arna átti mjög gott hlaup framan af en á lokasprettinum dró af henni og kom hún síðust í mark í sínum riðli. Myndskeið af hlaupinu...

Ásdís í áttunda sæti á EM

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í áttunda sæti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam í dag. Ásdís kastaði spjótinu lengst 60,37 metra og kom það í fyrstu tilraun.
Mynd með færslu

Þrjár íslenskar á stóra sviði EM í kvöld á RÚV

Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur verða meðal keppenda þegar RÚV sýnir beint frá fjórða og næstsíðasta keppnisdegi Evrópumótsins í frjálsum íþróttum í Amsterdam í Hollandi í dag. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti og Aníta...
09.07.2016 - 11:49

Tímamótakast Guðna Vals í gær

Þó Guðni Valur Guðnason hafi ekki komist í úrslit í kringlukastskeppni karla á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam í gær, var þriðja og síðasta kast Guðna í undankeppninni í gær sögulegt. Guðni Valur kastaði þá 61,20 metra og er það nú...
08.07.2016 - 20:12

Schippers með öruggan sigur í 100 m hlaupinu

Skærasta frjálsíþróttastjarna Hollendinga, spretthlauparinn Dafne Schippers stóð undir nafni þegar hún varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í 100 m hlaupi. Schippers kom fyrst í mark í úrslitunum á EM í Amsterdam í kvöld og hljóp á 10,90 sek.
08.07.2016 - 19:48

Töffaraskapur felldi Lavillenie

Pólverjinn Robert Sobera varð nú rétt í þessu Evrópumeistari karla í stangarstökki í fyrsta sinn. Sobera fór hæst yfir 5,60 metra. Þessi 25 ára Pólverji þurfti þó að bíða og sjá hvernig verðlaunapeningur hans yrði á litinn, því besti...
08.07.2016 - 18:48

Þriðji Evrópumeistaratitill Wlodarczyk í röð

Pólski sleggjukastarinn Anita Wlodarczyk varð nú áðan Evrópumeistari í sleggjukasti á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam, þegar hún kastaði 78,14 metra. Betty Heidler frá Þýskalandi varð önnur með kast upp á 75,77 m og Hanna Skydan frá Aserbaídjan...
08.07.2016 - 17:22

Arna Stefanía: „Get vonandi hlaupið hraðar“

„Ég ákvað að fara að sofa í gær með það hugarfar að ég væri komin hingað til að ná mínum besta árangri. Það er auðvitað geðveikt að fara inn í undanúrslit sem númer tvö í riðlinum, því það voru sterkar stelpur í riðlinum. Ég held að ég hafi verið...
08.07.2016 - 13:42

Arna Stefanía í undanúrslit á EM (myndskeið)

Velgengni íslensku keppendanna á EM í frjálsum í Hollandi ætlar engan endi að taka en í dag komst Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi. Arna hljóp á 57,14 sekúndum í undanrásunum og bætti persónulegt met sitt um tæpa...
08.07.2016 - 13:08

Aníta: „Það getur allt gerst í úrslitunum“

„Ég var mjög heppin með riðilinn sem ég lenti í, því ég þurfti ekkert að sjá um að halda hraðanum uppi í dag. Ég var heppinn að það var einhver sem tók af skarið og ég vil meina að það sé ástæðan fyrir því að ég komst áfram,“ sagði Aníta...
07.07.2016 - 17:50