Brexit

Merkel leggur línurnar gagnvart Bretum

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir útgönguna úr Evrópusambandinu geti Bretar ekki vænst þess að hafa sömu réttindi og aðildarríki. Leiðtogar sambandsins koma saman á laugardag til að samþykkja afstöðuna til útgöngu Breta.
27.04.2017 - 19:26

Samstaða í ESB fyrir Brexit-viðræður

Samstaða er innan Evrópusambandsins fyrir viðræðurnar um úrsögn Breta úr sambandinu. Þetta sagði Louis Grech, varaforsætisráðherra Möltu, á blaðamannafundi í Brussel í morgun, en Maltverjar eru nú í forsæti Evrópusambandsins.
27.04.2017 - 12:03

Corbyn vill fjölga lögbundnum frídögum um 4

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, heitir því að fjölga almennum, lögbundnum frídögum í Bretlandi um fjóra á ári, veiti kjósendur flokknum brautargengi í kosningunum þann 8. júní næstkomandi. Frídagarnir myndu falla á þá daga sem...
23.04.2017 - 04:33

Helmingur Breta styður May og Íhaldsflokkinn

Helmingur breskra kjósenda hyggst fylkja sér að baki forsætisráðherranum, Theresu May, og Íhaldsflokknum í þingkosningunum í júní, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt verður á morgun. Skoðanakönnunarfyrirtækið ComRes gerði könnunina...
22.04.2017 - 23:20

Út í hött að kosningarnar hafi áhrif á Brexit

Úrslitin í bresku þingkosningunum í sumar munu ekki hafa nein áhrif á Brexit-viðræðurnar um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta segir Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem mun stýra viðræðunum fyrir hönd Evrópusambandsins....
22.04.2017 - 15:05

Breska þingið: Kosið um kosningar í dag

Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi, verður tekin fyrir í neðri deild breska þingsins síðdegis í dag. Tveir þriðju hlutar þingheims þurfa að samþykkja tillöguna svo hún nái...
19.04.2017 - 05:14

Hlutabréf lækkuðu í Bretlandi og gengi hækkaði

Hlutabréf lækkuðu í verði í Bretlandi í dag. FTSE 100 hlutabréfavísitalan breska lækkaði um 2,46 prósent og stóð í 7.147,50 punktum við lok viðskipta síðdegis. Verðbréfamiðlarar telja að dýfuna megi rekja til þess að Theresa May forsætisráðherra...
18.04.2017 - 18:24

Fylgi Íhaldsflokksins eykst

Breski Íhaldsflokkurinn, flokkur Theresu May forsætisráðherra, hefur aukið fylgi sitt að undanförnu ef marka má könnun sem gerð var fyrir breska blaðið Independent.
16.04.2017 - 12:12

Bretar sækja í írsk vegabréf eftir Brexit

Umsóknum Breta um írsk vegabréf hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Charlie Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, segir Brexit þar eiga einhvern hlut að máli.
15.04.2017 - 23:16

Saka Rússa eða Kínverja um Brexit-árás

Bresk þingnefnd komst að því að Rússar og Kínverjar hafi mögulega átt þátt í hruni vefsíðunnar þar sem kjósendur skráðu sig til þess að geta kosið um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nefndin gat ekki greint frá því hver hafi átt sök að máli, en...
12.04.2017 - 05:09

Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á bókaðan fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, um miðjan apríl vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu - Brexit. „Við höfum kortlagt hinar ýmsu sviðsmyndir en fyrsti fundurinn verður nýttur...
09.04.2017 - 12:53

Furða sig á yfirlýsingum Breta

Stjórnvöld á Spáni furða sig á harðorðum yfirlýsingum breskra ráðamanna um Gíbraltar, en talið er að deilur um svæðið geti orðið eitt stærsta þrætueplið í viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. 
03.04.2017 - 11:40

Segir Breta tilbúna í stríð vegna Gíbraltar

Skagi á suðurströnd Spánar gæti reynst eitt stærsta þrætueplið í samningaviðræðunum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. 30 þúsund íbúar Gíbraltar eru breskir ríkisborgarar, enda tilheyrir skaginn Bretum. Um 96 prósent þeirra greiddu...
02.04.2017 - 23:10

Áhrifin mikil á umfangsmikið skólasamstarf

Útganga Breta úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir um menntun, rannsóknir og vísindi. Utanríkisráðherra segir Breta mjög áhugasama um að semja við Íslendinga.
31.03.2017 - 09:35

Tusk kynnir áætlun um Brexit-viðræður

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, kynnti í morgun drög að áætlun um viðræður við Breta um úrsögn þeirra úr sambandinu.
31.03.2017 - 08:14
Erlent · Bretland · Brexit · Evrópa