Brexit

Engin atkvæðagreiðsla í bráð

Undirbúningi fyrir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður slegið á frest. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins greindi frá þessu á þingi í dag. 
27.06.2017 - 15:18

Danir finna fyrir BREXIT

Danskur útflutningur hefur orðið fyrir högginu á BREXIT, nú þegar meira en ár er liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi. Þetta segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Þótt pundið hafi hrunið í verði nánast um leið og niðurstöður...
26.06.2017 - 06:15

Óskalisti bresku stjórnarinnar óskýr

Fyrir nákvæmlega ári síðan greiddi meirihluti breskra kjósenda atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu. Formlegar samningaviðræður um úrgöngu hófust á mánudaginn var en vilji bresku stjórnarinnar er enn á reiki. Á leiðtogafundi ESB í Brussel í...
23.06.2017 - 18:39

Býður þegnum ESB sömu réttindi og Bretar njóta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Brexit-samninganefnd Evrópusambandsins að hún sé reiðubúin að bjóða ríkisborgurum ESB-ríkja sem hafi dvalið í Bretlandi í fimm ár sömu réttindi og Bretar njóta, að minnsta kosti þegar komi að...
22.06.2017 - 22:27

Merkel snupraði May

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, snupraði Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við upphaf leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í dag og sagði að málefni Evrópusambandsins hefðu forgang umfram viðræður um úrsögn Breta úr sambandinu. 
22.06.2017 - 16:40

Færri Austur-Evrópumenn til Bretlands

Færri Austur-Evrópumenn hafa flutt til Bretlands eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að segja skilið við Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum  Oxford-háskóla. 
21.06.2017 - 16:26

Brexit-hagsmunagæslan kostar vinnu og mikið fé

Mikil vinna er fram undan við hagsmunagæslu Íslendinga vegna Brexit enda Bretland gríðarmikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur, ekki síst sjávarafurðir. Framkvæmdastjóri SFS segir undirbúninginn skipta öllu máli.
15.06.2017 - 19:10

„Risastór áskorun fyrir Ísland“

Brexit er risastór áskorun fyrir Ísland segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mikil vinna er hafin innan stjórnsýslunnar við að greina þau áhrif sem útganga Bretlands úr ESB gæti haft á íslenska hagsmuni.
15.06.2017 - 12:51

Brexit-viðræður geti hafist í næstu viku

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðræður breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um Brexit geti hafist í næstu viku. Þetta sagði May á blaðamannafundi með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París í kvöld.
13.06.2017 - 20:01

Merkel tilbúin til Brexit-viðræðna

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir Evrópusambandið reiðubúið til viðræðna við Bretland um útgöngu þeirra úr sambandinu, Brexit. Hún segir ESB vilja ganga til viðræðna eins fljótt og auðið er.
10.06.2017 - 06:27

Tryggja verði sambærileg kjör í kjölfar Brexit

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir  að það sé forgangsmál í ráðuneyti hans að tryggja Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum sambærileg kjör eða betri gagnvart Bretlandi í kjölfar Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
22.05.2017 - 11:09

Kosningasigrar og auglýsingatækni

Eftir bandarískar forsetakosningar undanfarna áratugi hefur ráðgjöfum sigurvegarans oft verið þakkaður sigurinn. Cambridge Analytica, fyrirtæki í eigu auðmannsins Robert Mercers, naut þessarar auglýsingar í fyrra. Fyrirtækið og Mercer komu einnig...
18.05.2017 - 18:49

Hvernig ræna má lýðræðinu

Á Vesturlöndum hafa lög um fjármögnun kosninga lengi verið við lýði. Meint afskipti Robert Mercers hægrisinnaðs bandarísks auðjöfurs af bresku atkvæðagreiðslunni í fyrra um Evrópusambandsaðildina leiðir athyglina bæði að fjármögnun kosninga og eins...
17.05.2017 - 17:00

May „býr í öðru sólkerfi“ segir Juncker

Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands geri sér óraunhæfar væntingar um framgang viðræðna ESB og Bretlands um útgöngu Breta úr sambandinu. „Hún lifir í öðru sólkerfi,“ mun...
01.05.2017 - 18:32

Fylgi breska Íhaldsflokksins minnkar

Fylgi Íhaldsflokksins í Bretlandi minnkar þessa dagana, en eykst hjá Verkamannaflokknum. Þetta sýna tvær skoðanakannanir sem breskir fjölmiðlar birta í dag. Theresa May forsætisráðherra neitar því að „vera í öðru sólkerfi“ í viðræðum við...
30.04.2017 - 17:48