Bretland

Bretar vilja frjálst flæði um írsku landamærin

Breska ríkisstjórnin vill tryggja áfram frjálst flæði fólks og varnings yfir landamærin á Írlandi, eftir úrsögnina úr ESB. Írar taka vel í þessar hugmyndir, en Evrópusambandið segir ótímabært að ræða þetta. Þetta er nýjasta útspil breskra yfirvalda...
16.08.2017 - 22:57

Horfur á Brexit-umhleypingum

Það hefur ekki verið neinn sumarbragur á pólitísku fréttunum í Bretlandi og umræður um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa ekki stoppað í allt sumar. Það er enn sumar og sól, alla vega suma daga en nú er pólitísku sumarfríunum að ljúka. Í dag...
15.08.2017 - 19:36

Kortleggur sjálfsvíg á norskum stofnunum

Við eigum að reyna að koma í veg fyrir öll sjálfsvíg á sjúkrastofnunum en við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að það gæti reynst verulega erfitt. Þetta segir Lars Mehlum, prófessor í sjálfsvígsfræði hjá Sjálfsvígsrannsóknamiðstöð Noregs í...
15.08.2017 - 16:16

Jarðlestarstöð í Lundúnum rýmd

Oxford Circus jarðlestarstöðin í Lundúnum var rýmd laust fyrir klukkan níu í morgun vegna reyks. Af myndum á samfélagsmiðlum að dæma leggur reyk frá lest á einum brautarpallinum. Enn er ekki vitað hvort eldur kom upp í lestinni eða á pallinum. Að...
11.08.2017 - 09:59

Sláandi líkindi með Skíð og Íslandi

Það er ekki aðeins á Íslandi sem fjöldi ferðamanna er slíkur að margir telja að þolmörkum sé náð. Hið sama gildir um Isle of Skye, sem er ein af Suðureyjum Skotlands.
10.08.2017 - 11:05

„Ótrúlega tilfinningaþrungið“ að fá hlutverkið

Jodie Whittaker, sem verður þrettándi leikarinn og fyrsta konan sem túlkar Doctor Who í samnefndum þáttum breska ríkisútvarpsins, segir að hafi verið „ótrúlega tilfinningaþrungið“ að komast að því að hún hafi fengið hlutverkið. Þetta sagði hún í...
08.08.2017 - 03:02

Sannfærður um að Brexit var rétt ákvörðun

Michael Gove, umhverfis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands, er sannfærður um að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt og leiði til velsældar. Gove var einn helsti hugmyndafræðingur úrsagnarhreyfingarinnar og...
03.08.2017 - 16:51

Filippus sest í helgan stein í vikunni

Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, sest í helgan stein í vikunni. Síðasta embættisverk hans verður að fylgjast með skrúðgöngu breska sjóhersins við Buckinghamhöll í Lundúnum. Prinsinn var yfirmaður í breska...
31.07.2017 - 13:20

Charlie Gard er látinn

Charlie Gard, litli drengurinn sem komst í heimsfréttirnar vegna þess að dómstólar meinuðu foreldrum hans að fara með hann til Bandaríkjanna í dag til að leita honum lækninga, lést í dag.
28.07.2017 - 17:43

Bretar ætla að banna dísil- og bensínbíla

Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að banna alla nýja dísil- og bensínbíla frá 2040 og fylgja þar í fótspor Frakka sem gáfu út sams konar yfirlýsingu í byrjun júlí. Bannið tengist áætlun breskra stjórnvalda um hvernig megi bæta loftgæði...
26.07.2017 - 10:13

Réttað um örlög Charlies

Dómstólar í Bretlandi rétta nú um það hvort hag Charlies Gards, tæplega eins árs bresks drengs sem er í dái og getur ekki andað, sé best borgið á líknardeild. Charlie greindist með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm þegar hann var um átta vikna gamall og...
25.07.2017 - 22:03

Læknar vilja áfengisgjald á Englandi

Breskir læknar krefjast þess að áfengisgjald verði tekið upp í landinu til að berjast gegn lifrarsjúkdómum. Guardian greinir frá þessu. Talið er að áfengisneysla eigi eftir að leiða til nærri 63 þúsund dauðsfalla á Englandi næstu fimm ár verði...
24.07.2017 - 03:39

Fylgdarlaus börn hverfa í Bretlandi

Ekkert er vitað um afdrif yfir eitt hundrað fylgdarlausra flóttabarna sem komu ólöglega til Bretlands undanfarið ár. Smyglarar fluttu börnin til Bretlands frá Calais í Frakklandi. 
23.07.2017 - 02:06

Mikill launamunur kynja hjá BBC

Chris Evans, sem er ekki síst þekktur úr þáttunum Top Gear, er hæst launaða stjarna breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann fékk um 2,2 til 2,5 milljónir punda í laun starfsárið 2016 til 2017. Það jafngildir meira en 300 milljónum króna miðað við...
19.07.2017 - 14:24

Camden markaðurinn opinn þrátt fyrir eldsvoða

Camden markaðurinn í Lundúnum er opinn í dag þrátt fyrir eldsvoða í nótt. Einungis lítill hluti svæðisins hefur verið girtur af vegna rannsókna á upptökum eldsins. Slökkviliði og sjúkraflutningsmönnum barst tilkynning um eldsvoðann laust eftir...
10.07.2017 - 11:52