Bretland

Handtekinn grunaður um sýruárás á skemmtistað

Breska lögreglan hefur handtekið þann sem grunaður er um að hafa skvett sýru á gesti skemmtistaðarins Mangle í austurhluta Lundúna fyrir viku. Hann er grunaður um manndrápstilraun. Um tuttugu manns brenndust í árásinni, meðal annarra 22 ára kona og...
23.04.2017 - 09:55

Corbyn vill fjölga lögbundnum frídögum um 4

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, heitir því að fjölga almennum, lögbundnum frídögum í Bretlandi um fjóra á ári, veiti kjósendur flokknum brautargengi í kosningunum þann 8. júní næstkomandi. Frídagarnir myndu falla á þá daga, sem...
23.04.2017 - 04:33

Helmingur Breta styður May og Íhaldsflokkinn

Helmingur breskra kjósenda hyggst fylkja sér að baki forsætisráðherranum, Theresu May, og Íhaldsflokknum í þingkosningunum í júní, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt verður á morgun. Skoðanakönnunarfyrirtækið ComRes gerði könnunina...
22.04.2017 - 23:20

Út í hött að kosningarnar hafi áhrif á Brexit

Úrslitin í bresku þingkosningunum í sumar munu ekki hafa nein áhrif á Brexit-viðræðurnar um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta segir Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem mun stýra viðræðunum fyrir hönd Evrópusambandsins....
22.04.2017 - 15:05

Breska þingið fellst á að kosið verði 8. júní

Neðri deild breska þingsins staðfesti í dag tillögu Theresu May forsætisráðherra um að boða til kosninga 8. júní næstkomandi. 522 þingmenn kusu með tillögunni; 13 á móti. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að tillagan fengi brautargengi.
19.04.2017 - 14:06

Breska þingið: Kosið um kosningar í dag

Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi, verður tekin fyrir í neðri deild breska þingsins síðdegis í dag. Tveir þriðju hlutar þingheims þurfa að samþykkja tillöguna svo hún nái...
19.04.2017 - 05:14

Ætlar ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum

Theresa May, sem boðaði óvænt til kosninga á Bretlandi í dag, ætlar ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum. Þetta hefur Guardian eftir ónefndum heimildarmanni í forsætisráðuneytinu. Talsmaður Íhaldsflokksins segist ekki sjá neina þörf fyrir því að...
18.04.2017 - 20:36

Hlutabréf lækkuðu í Bretlandi og gengi hækkaði

Hlutabréf lækkuðu í verði í Bretlandi í dag. FTSE 100 hlutabréfavísitalan breska lækkaði um 2,46 prósent og stóð í 7.147,50 punktum við lok viðskipta síðdegis. Verðbréfamiðlarar telja að dýfuna megi rekja til þess að Theresa May forsætisráðherra...
18.04.2017 - 18:24

Harry opnar sig um móðurmissinn

Harry Bretaprins segist hafa byrgt inni sorgina í nærri 20 ár eftir lát móður sinnar, Díönu prinsessu, þar til fyrir tveimur og hálfu ári. Þá leitaði hann loks utanaðkomandi aðstoðar og gat tekist á við andlát hennar. Hann segist nú vera á góðum...
17.04.2017 - 01:14

Johnson segir Assad eitraðan hryðjuverkamann

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, er erki-hryðjuverkamaður að sögn breska utanríkisráðherrans Boris Johnson. Hann segir tíma til kominn fyrir Rússa að átta sig á því að hann sé eitraður, jafnt bókstaflega sem á myndrænan hátt. Í grein Johnsons í...
16.04.2017 - 06:45

Bretar sækja í írsk vegabréf eftir Brexit

Umsóknum Breta um írsk vegabréf hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Charlie Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, segir Brexit þar eiga einhvern hlut að máli.
15.04.2017 - 23:16

Aflýsir heimsókn til Moskvu vegna Sýrlands

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Moskvu. Til stóð að Johnson færi til Rússlands á mánudag. Nú er staðan hins vegar breytt, sagði hann í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir honum að það sé...
08.04.2017 - 16:41

Fjöldi tilkynninga um nýleg kynferðisbrot

Rannsóknin sem gerð var á kynferðislegri misnotkun á börnum í fótbolta í Bretlandi hefur fengið spurnir af nýlegum tilfellum. Lögreglu hefur borist fjöldi tilkynninga frá viðtalinu við Andy Woodward í Guardian í nóvember. Þar upplýsti hann um...
02.04.2017 - 06:15

Tusk kynnir áætlun um Brexit-viðræður

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, kynnti í morgun drög að áætlun um viðræður við Breta um úrsögn þeirra úr sambandinu.
31.03.2017 - 08:14
Erlent · Bretland · Brexit · Evrópa

Karen Millen kennir Kaupþingi um gjaldþrot

Tískuhönnuðurinn Karen Millen var lýst gjaldþrota í vikunni. Hún gat ekki reitt fram sex milljónir sterlingspunda, jafnvirði um 840 milljóna króna, til að greiða skattaskuld. Millen segist gjaldþrotið eiga rætur að rekja til svika Kaupþings. Breska...
31.03.2017 - 06:16