Bretland

Óskalisti bresku stjórnarinnar óskýr

Fyrir nákvæmlega ári síðan greiddi meirihluti breskra kjósenda atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu. Formlegar samningaviðræður um úrgöngu hófust á mánudaginn var en vilji bresku stjórnarinnar er enn á reiki. Á leiðtogafundi ESB í Brussel í...
23.06.2017 - 18:39

Corbyn orðinn vinsælasta forsætisráðherraefnið

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur tekið fram úr Theresu May, forsætisráðherra Íhaldsflokksins, í könnunum um það hvern Bretar telja bestan til þess fallinn að leiða þjóðina. Í nýrri könnun YouGov segjast 35% þátttakenda vilja...
22.06.2017 - 23:27

Býður þegnum ESB sömu réttindi og Bretar njóta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Brexit-samninganefnd Evrópusambandsins að hún sé reiðubúin að bjóða ríkisborgurum ESB-ríkja sem hafi dvalið í Bretlandi í fimm ár sömu réttindi og Bretar njóta, að minnsta kosti þegar komi að...
22.06.2017 - 22:27

Ítrekað varað við eldhættu í íbúðaturnum

Fjórir breskir ráðherrar voru varaðir við hættunni á eldsvoða í fjölbýlishúsum á borð við Grenfell-turn, þar sem að minnsta kosti 79 létu lífið í eldsvoða í síðustu viku. Ábendingar sérfræðinga og þingnefndar voru hunsaðar árum saman. Mikil reiði er...
21.06.2017 - 17:20

Tóku upp lag til styrktar íbúum Grenfell

Gamla dægurflugan Bridge Over Troubled Water eftir Paul Simon hefur öðlast nýtt líf. Hópur tónlistamanna hefur hljóðritað lagið og gefið út til styrktar íbúanna í Grenfell háhýsinu í Lundúnum sem brann í síðustu viku. Lagið var fyrst gefið út með...
21.06.2017 - 14:55

Filippus prins lagður inn á sjúkrahús

Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, var í gærkvöld lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum. Í tilkynningu frá hirðinni segir að innlögnin hafi verið í varúðarskyni vegna sýkingar sem hrjái prinsinn. Hann er sagður...
21.06.2017 - 12:02

Ódæðismaðurinn í Lundúnum nafngreindur

Maðurinn sem ók inn í hóp múslima á gangstétt við Sjösystraveg í Finsbury Park-hverfinu í Lundúnum í gær hefur verið nafngreindur. Hann heitir Darren Osborne, er 47 ára gamall, fjögurra barna faðir frá Cardiff í Wales, en upprunninn í smábæ í...
20.06.2017 - 03:10

Einn lést í árás á múslima í Lundúnum

Einn lést og átta slösuðust, þar af þrennt alvarlega, þegar sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda á Seven Sisters-vegi í Finsbury Park-hverfinu í norðurhluta Lundúna laust eftir miðnætti. Sjónarvottar herma að bílnum hafi verið ekið...
19.06.2017 - 03:16

Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Lundúnum

Bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda og kaffihúsagesta á Seven Sisters-vegi í Finsbury Park-hverfinu í norðurhluta Lundúna laust eftir miðnætti að staðartíma. Lögregla talar um alvarlegt atvik þar sem margir slösuðust. Einn maður var...
19.06.2017 - 01:23

Eldsvoðinn rannsakaður sem sakamál

Breska rannsóknarlögreglan, Scotland Yard, rannsakar nú eldsvoðann í Grenfell-turninum í Lundúnum sem sakamál. Talskona Scotland Yard staðfesti þetta í kvöld, segir í The Guardian. Blaðið hefur eftir henni að formleg sakamálarannsókn sé hafin undir...
16.06.2017 - 01:48

Setningu breska þingsins seinkar um tvo daga

Breska þingið verður sett á miðvikudaginn kemur, tveimur dögum seinna en áætlað var. Samkvæmt hefð setur Bretadrottning þingið. Andrea Leadsom, forseti neðri málsstofunnar, tilkynnti þetta í dag. Ekkert kom þar fram um að Theresa May...
15.06.2017 - 11:25

Farangursflokkun bilaði á Heathrow flugvelli

Farþegar sem voru á leið frá Heathrow flugvelli í Lundúnum í morgun til nokkurra áfangastaðaí Evrópu og Bandaríkjunum hafa ekki fengið farangur sinn. Bilun í farangursflokkun í flugstöðvum þrjú og fimm varð til þess að farangurinn fór ekki með...
15.06.2017 - 09:46

Farron stígur til hliðar vegna trúarskoðana

Tim Farron, leiðtogi Frjáls­lynda demó­krata­flokks­ins í Bretlandi, hefur látið af störfum sem leiðtogi flokksins. Ástæðuna segir hann vera trúarskoðanir sínar og afstaða til samkynhneigðar.
14.06.2017 - 23:16

Komnir upp á tuttugustu hæð

Slökkviliðsmönnum sem berjast við eldsvoða í háhýsi í vesturhluta Lundúna hefur tekist að brjóta sér leið upp á tuttugustu hæð hússins. Enn eiga þeir eftir að komast upp á fjórar efstu hæðirnar. Eldurinn kom upp laust fyrir klukkan eitt í nótt. Á...
14.06.2017 - 09:34

Talið að margir séu látnir í eldsvoðanum

Talið er að fjöldi fólks hafi látið lífið og slasast þegar 24 hæða fjölbýlishús brann í nótt í vesturhluta Lundúna. Sjónarvottar segjast hafa heyrt fólk hrópa á hjálp á efstu hæðunum.
14.06.2017 - 08:09