Bandaríkin

Nató heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir

Atlantshafsbandalagið, Nató, heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir aðildarríkjanna, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þegar hann sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, nokkrum dögum eftir...
23.03.2017 - 05:52

Ræða baráttuna gegn Íslamska ríkinu

Fulltrúar 65 landa auk Evrópusambandsins, Arababandalagsins og alþjóðalögreglunnar Interpol koma saman í Washington í dag og ræða leiðir til að brjóta á bak aftur hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Rex Tillerson, utanríkisráðherra...
22.03.2017 - 09:25

Létust vegna sílíkonpúða í brjóstum

Talið er að níu konur hafi látist í Bandaríkjunum úr sjaldgæfu krabbameini sem tengt er ígæðslu sílíkonpúða í brjóst. Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að sjúkdómurinn sem er einkenndur er með skammstöfuninni ALCL, hafi fyrst verið greindur árið...
22.03.2017 - 09:08

Nauðgun unglingsstúlku sýnd beint á Facebook

Allt bendir til þess að um 40 manns hafi fylgst með því í beinni útsendingu á Facebook-live-streymisþjónustunni, þegar hópur manna nauðgaði fimmtán ára stúlkubarni í Chicago án þess að aðhafast nokkuð. Greint er frá þessu í vefútgáfu þýska...
22.03.2017 - 06:24

Gorsuch: „Enginn er hafinn yfir lög“

Neil Gorsuch, sem Donald Trump tilnefndi sem níunda dómarann við hæstarétt Bandaríkjanna á dögunum, lagði áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart öllum öðrum en lögunum, þegar hann kom öðru sinni fyrir hæfisnefnd öldungadeildar þingsins í gærkvöld. Þá...

Reyna að letja fyrirtæki til að byggja múrinn

Þrír þingmenn Demókrata á ríkisþingi Kaliforníu hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að letja fyrirtæki til að taka þátt í að reisa fyrirhugaðan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í frumvarpinu er kveðið á um að báðir...
22.03.2017 - 03:48

Tillerson til Rússlands - Ekki á NATO-fund

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að sleppa fundi Atlantshafsbandalagsríkja í apríl. Þess í stað ætlar hann til Rússlands viku síðar. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur þetta eftir heimildum sínum innan...
21.03.2017 - 07:01

Enginn frá Afríku á Afríkuþingi

Árlegt afrískt viðskiptaþing var haldið í Kaliforníu um helgina án aðkomu nokkurs frá Afríku. Samkvæmt skipuleggjendum var að minnsta kosti 60 þátttakendum neitað um vegabréfsáritun.
21.03.2017 - 04:21

Raftæki bönnuð á leið til Bandaríkjanna

Farþegum í flugi frá nokkrum ríkjum Mið-Austurlanda til Bandaríkjanna verður meinað að nota önnur raftæki en farsíma um borð í flugvélum. Frá þessu greinir AFP fréttastofan og hefur eftir upplýsingum frá flugfélögum. Í færslu Saudi Airlines...
21.03.2017 - 01:24

FBI skoðar tengsl Rússa og Trumps - beint

Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, James Comey, staðfesti í dag að möguleg tengsl Rússa við starfsmenn forsetaframboðs Trumps á síðasta ári væru til rannsóknar. Þetta kom fram í máli Comeys við opinberar yfirheyrslur sem nú standa yfir á...
20.03.2017 - 15:11

Samdráttur í ferðamennsku í forsetatíð Trumps

Talið er að Bandaríkin verði af allt að 10 milljörðum dala vegna samdráttar í ferðamennsku á þessu ári. Talið er að ástæðan sé ferðabann á íbúa sjö múslímaríkja, óánægja með framgöngu nýs Bandaríkjaforseta og neikvæð ímynd Bandaríkjanna.
19.03.2017 - 18:13

Sprengjuhótun við Hvíta húsið

Karlmaður var handtekinn við Hvíta húsið seint í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Hann ók að eftirlitshlið við forsetabústaðinn og kvaðst hafa sprengju í bílnum þegar hann var stöðvaður. Bandaríska leyniþjónustan greindi frá þessu.
19.03.2017 - 05:52

Bandaríkin vilja sanngjarnari samninga

Bandaríkin verða sett í fyrsta sæti og þeir viðskiptasamningar sem fyrir liggja verða endurskoðaðir af núverandi stjórnvöldum. Þetta ítrekaði fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra G20 ríkja í Þýskalandi í kvöld.
19.03.2017 - 00:27

Rokkgoðsögnin Chuck Berry látin

Rokkgoðsögin Chuck Berry er látin, níræður að aldri. Hann lést að heimili sínu skammt utan St. Louis um hádegi í dag að staðartíma. Chuck Berry er einn frumkvöðla rokktónlistar og eftir hann liggja lög á borð við Roll over Beethoven, Rock and Roll...
18.03.2017 - 22:48

Segir fullyrðingar um njósnir brjálæðislegar

Aðstoðarforstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna segir að fullyrðingar um að breska leyniþjónustustofnunin GCHQ hafi njósnað um Donald Trump meðan hann bjó enn í skýjakljúfi sínum í New York séu einfaldlega brjálæðislegar. Trump hefur sjálfur...
18.03.2017 - 18:01