Bandaríkin

Þingið setur Trump á milli steins og sleggju

Leiðtogar beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um refsiaðgerðir gagnvart Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra og hernaðaraðgerða þeirra gagnvart nágrannaríkjum. Embætti forseta vildi bíða með...
23.07.2017 - 05:58

Reiðir Pokemonveiðimenn í Chicago

„Ég hef aldrei nokkurn tímann gert neitt jafn leiðinlegt," sagði einn nærri 20 þúsund gesta Pokemon hátíðar sem haldin var í Chicago í gær, laugardag. Hátíðin var algjörlega misheppnuð og hafa skipuleggjendur hennar boðið þátttakendum...
23.07.2017 - 04:49

Stærsta skip Bandaríkjahers tekið í notkun

„Bandarískt stál og bandarískar hendur settu saman hundrað þúsund tonna skilaboð til heimsbyggðarinnar," sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar nýjasta og fullkomnasta skips bandaríska flotans, flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford, var...
23.07.2017 - 03:32

Bannað að giftast börnum í New York

Ný hjúskaparlög New York ríkis Bandaríkjanna gengu í gildi í gær. Einstaklingar verða nú að vera orðnir 18 ára gamlir áður en þeir ganga í hjónaband, í stað 14 ára eins og áður. New York var eitt þriggja ríkja Bandaríkjanna þar sem börn niður í 14...
22.07.2017 - 23:14

Trump hótar aðgerðum gegn Íran

Donald Trump er tilbúinn til þess að láta írönsk stjórnvöld finna fyrir því verði bandarískir fangar þar í landi ekki leystir fljótt úr haldi og fluttir til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gærkvöld. Þar segir...
22.07.2017 - 04:27

Lögreglustjóri Minneapolis segir af sér

Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði upp störfum í dag, að beiðni borgarstjóra. Lögreglustjórinn hlaut harða gagnrýni fyrir viðbrögð sín eftir að lögreglumaður varð ástralskri konu að bana. 
22.07.2017 - 01:46

Sessions ræddi stefnumál við sendiherra Rússa

Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Washington Post ræddu Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, um málefni tengd kosningabaráttu Trumps á fundum þeirra í fyrra. Sessions hefur...
22.07.2017 - 00:50

Hyggjast banna ferðir til Norður-Kóreu

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að banna ferðir Bandaríkjamanna til Norður-Kóreu. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir tveimur ferðaskrifstofum. Fulltrúar fyrirtækjanna Koryo Tours og Young Pioneer Tours sögðu að tilkynnt yrði um bannið þann 27. júlí og...
21.07.2017 - 10:57

Lögmenn Trumps rannsaka rannsakendur

Lögmenn og aðstoðarmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta reyna nú af öllum mætti að grafa undan rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara á tengslum starfsliðs kosningaframboðs Trumps við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar telja Trump vilja víkja...
21.07.2017 - 05:16

O.J. Simpson fær reynslulausn

O.J. Simpson, fyrrverandi ruðningsboltakappi og kvikmyndaleikari, verður látinn laus til reynslu, eftir að hafa setið níu ár í fangelsi í Nevada ríki fyrir vopnað rán. Fjórir fulltrúar fangelsisyfirvalda í Nevada komust að þessari niðurstöðu í dag,...
20.07.2017 - 19:06

Engin niðurstaða á fundi Bandaríkjanna og Kína

Samninganefndir Bandaríkjanna og Kína gengu frá viðskiptafundi ríkjanna í Washington án samkomulags. Engin sameiginleg yfirlýsing eða aðgerðaráætlun var gefin út eftir fundinn og hætt var við sameiginlegan blaðamannafund.
20.07.2017 - 05:41

Trump sér eftir ráðningu Sessions

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa ráðið Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra. Trump er ósáttur við að Sessions hafi þurft að víkja úr embættinu vegna rannsóknar á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningunum í...
20.07.2017 - 02:13

McCain greindist með heilaæxli

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain var greindur með krabbamein í heila á dögunum. Í yfirlýsingu á heimasíðu þingmannsins segir að meinið hafi greinst við árlega læknisskoðun, og hann hafi gengist undir skurðaðgerð fyrir helgi þar sem blóðtappi...
20.07.2017 - 01:25

Ræða Rússlandsfund við þingnefndir

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, og Paul Manafort fyrrum kosningastjóri forsetans mæta fyrir þingnefnd í næstu viku vegna rannsóknar á meintum tengslum starfsmanna kosningaframboðs Trumps við rússnesk stjórnvöld. Nefndin tilkynnti þetta...
20.07.2017 - 00:46

Leggja fram tillögu um vantraust á Trump

Á þriðja tug þingmanna demókrata hefur lagt fram tillögu um vantraust á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Engar líkur eru þó taldar á að tillagan nái fram að ganga.
19.07.2017 - 20:54