Bandaríkin

Kyrrsettu eigur sýrlenskra vísindamanna

Bandarísk stjórnvöld kyrrsettu í dag allar eignir sem starfsfólk Vísinda- og rannsóknarstofnunar Sýrlands kann að eiga í Bandaríkjunum. Þetta er gert í refsingarskyni fyrir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikun fyrr í þessum mánuði. Hátt á þriðja...
24.04.2017 - 23:48

Fella 600 ára gamalt tré - Myndskeið

Byrjað var í dag að fella sex hundruð ára gamalt tré í Bernards í New Jersey í Bandaríkjunum. Það stóð kirkjugarði öldungakirkjunnar í bænum. Margir lögðu leið sína að trénu í dag og kvöddu það hinstu kveðju áður en starfsmenn bæjarins hófu að saga...
24.04.2017 - 21:26

Tilbúnir að sökkva flugmóðurskipinu

Norður-Kóreumenn segjast þess albúnir að sökkva bandaríska flugmóðurkskipinu Carl Vinson, flaggskipi samnefndrar flotadeildar Bandaríkjahers sem stefnir að Kóreuskaganum. Í ritstjórnargrein í málgagni hins allsráðandi Verkamannaflokks segir að...
24.04.2017 - 04:44

Boðar „mestu skattalækkanir sögunnar“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, boðar miklar skattalækkanir fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki í viðamiklum breytingum sem hann hyggst gera á skattalöggjöfinni. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Trump að nýja skattalöggjöfin feli að líkindum...
22.04.2017 - 01:50

Sessions: Forgangsmál að handsama Assange

Bandarísk yfirvöld líta á það sem forgangsmál að handtaka Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Þetta segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Fullyrt er að saksóknarar vestanhafs hafi fundið leið til að ákæra Assange en hingað til hefur...
21.04.2017 - 08:16

Íran brýnir Bandaríkin til að standa við sitt

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Bandaríkjastjórn til að standa við sínar eigin skuldbindingar í tengslum við kjarnorkusamninginn frá 2015 fremur en að slengja fram tilhæfulausum ásökunum í garð Írana. „Margtuggnar ásakanir...
21.04.2017 - 02:13

Sakar Írana um „geigvænlegar ögranir“

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar Írana um „geigvænlegar og viðvarandi ögranir" sem miði að því að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum og hagsmunum Bandaríkjanna í þessum heimshluta um leið. Fái Íran að fara sínu fram...
20.04.2017 - 02:19

Fréttaþulur rekinn fyrir kynferðisofbeldi

Fox fréttasjónvarpsstöðin bandaríska, rak í dag einn helsta fréttaþul sinn og þáttastjórnanda, Bill O'Reilly. Nokkrar samstarfskonur hans hafa stigið fram að undanförnu og sakað um kynferðislegt ofbeldi. Í yfirlýsingu frá stjórnendum...
19.04.2017 - 18:53

„Facebook-morðinginn“ fyrirfór sér

Maður, sem bandaríska alríkislögreglan FBI hafði leitað síðustu daga eftir að hann varð öldruðum manni að bana í Ohio og birti myndskeið af því á Facebook, svipti sig lífi í dag. Lögreglumenn í nágrannaríkinu Pennsylvaníu komu auga á hann í dag....
18.04.2017 - 16:29

Facebook endurskoðar verklag í kjölfar morðs

Forsvarsmenn Facebook hafa ákveðið að endurskoða það hvernig brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Tilkynnt var um þetta eftir að myndband af morði birtist þar á páskadag og var ekki tekið niður fyrr en rúmum tveimur...
18.04.2017 - 07:20

Fyrirtæki ráði bandaríska starfsmenn

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritar tilskipun í dag sem ýtir undir að bandarísk fyrirtæki ráði bandaríska starfsmenn. Sett verður á laggirnar nefnd til að endurskoða reglur um veitingu svokallaðra H-1B vegabréfsáritana, sem eru veitt fyrir...
18.04.2017 - 05:29

Odebrecht sektað í Bandaríkjunum

Brasilíska verktakafyrirtækið Odebrecht var sektað um 2,6 milljarða bandaríkjadala af bandarískum dómstólum í dag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Að sögn bandarískra yfirvalda er þetta ein hæsta sáttagreiðsla fyrirtækis vegna alþjóðlegra...
18.04.2017 - 04:07

Trump óskaði Erdogan til hamingju

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Tyrklandsforseta í dag og óskaði honum til haimngju með kosningasigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Greint var frá símtalinu í ríkisfjölmiðli Tyrklands í kvöld.
18.04.2017 - 03:46

Pence segir alla möguleika uppi á borðum

Bandaríkin halda öllum möguleikum opnum til þess að leysa deiluna við Norður-Kóreu. Þetta sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, í nótt við viðstadda í Frelsishúsinu í suður-kóresku borginni Panmunjom sem liggur við landamæri Norður-Kóreu.
17.04.2017 - 03:34

Leita manns sem framdi morð í beinni

Lögreglan í Cleveland í Ohio-ríki Bandaríkjanna leitar nú manns sem grunaður er um morð. Maðurinn var með beina útsendingu á Facebook á meðan hann framdi glæpinn. Á Twittersíðu lögreglunnar segir að maðurinn hafi játað á sig fjölda annarra morða, en...
16.04.2017 - 22:56