Artur Jarmoszko

Vonast til að fleiri myndir hjálpi við leitina

Formlegri leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt þar sem engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vinir hans hafa nú birt myndir og myndskeið á Facebook í þeirri von að fleiri myndir af honum verði til þess að einhver muni eftir því...
21.03.2017 - 11:36

Leit hætt þar til nýjar vísbendingar berast

Leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt þar til nýjar vísbendingar berast. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir að lögreglan hafi átt fund vegna leitarinnar í morgun. Engar nýjar vísbendingar hafi borist um ferðir Arturs.
20.03.2017 - 16:36

Leit að Arturi heldur áfram á morgun

Leitin að Arturi Jarmoszko verður haldið áfram á morgun. Þetta er niðurstaða fundar lögreglu og Landsbjargar sem fram fór í hádeginu. Þyrlu Landhelgisgæslunnar verður flogið á morgun yfir leitarsvæðið en á laugardag halda björgunarsveitarmenn áfram...
16.03.2017 - 14:12

Enginn árangur af leitinni að Artur í dag

Enginn árangur varð af leit um tuttugu björgunarsveitamanna að Artur Jarmoszko í dag. Arturs hefur verið saknað síðan 1. mars. Í dag var leitað á nokkru minna svæði en um helgina. Leitað var eftir strandlengjunni við Fossvog – frá suðurenda...
13.03.2017 - 17:55

Mál Arturs rannsakað sem mannshvarf

Ekki leikur neinn grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í máli Arturs Jarmoszko sem hefur verið saknað síðan 1. mars. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Málið hefur verið kynnt fyrir...
13.03.2017 - 10:36

Leitað frá Gróttu að Álftanesi

Allar sveitir Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að Artur Jarmoszko sem ekki hefur spurst til síðan um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður leitað á strandlengjunni frá Gróttu í norðri, að...
12.03.2017 - 11:28

Lögreglan fundar aftur með Landsbjörg um Artur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að eiga fund með slysavarnafélaginu Landsbjörg á næsta klukkutímanum vegna máls Arturs Jarmoszko sem saknað hefur verið í tólf daga.
12.03.2017 - 10:02