Sveitarfélög

Hætta á saurgerlamengun á Kjalarnesi

Hætta er á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk á Kjalarnesi á meðan unnið er að gangsetningu og prófana á skólphreinsistöðinni þar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að vegna framkvæmdanna geti verið nauðsynlegt að losa...
22.09.2017 - 12:04

Vilja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Aðstaða heilsugæslunnar á Akureyri er úrelt og stenst ekki nútímakröfur, samkvæmt nýrri skýrslu um úttekt á húsnæðinu. Lagt er til að tvær nýjar heilsugæslustöðvar verði teknar í notkun á næstu fimm árum.  
21.09.2017 - 17:22

Akureyrarbær opnar bókhaldið

Akureyringum gefst nú kostur á því að fylgjast með því hvernig fjármunum sveitarfélagsins er varið. Nýr bókhaldsvefur var tekinn í notkun í dag.
21.09.2017 - 16:57

Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega

Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.

Borgin byggir fyrir 800 mkr í Öskjuhlíð

Reykjavíkurborg ætlar að láta byggja hitaveitutank og stjörnuver í Öskjuhlíð fyrir átta hundruð og fimmtíu milljónir króna. Stjörnuverið verður leigt út og ætlar borgin að fá byggingarkostnaðinn til baka á tólf árum. Tveir af núverandi...
20.09.2017 - 19:17

Telur ólíklegt að sameiningarátak hljóti fylgi

Háskólaprófessor á Akureyri telur ólíklegt að nýjar tillögur starfshóps um eflingu sveitarstjórnarstigsins nái fram að ganga. Lagasetning um víðtæka sameiningu sveitarfélaga hafi aldrei verið samþykkt á Alþingi og ekkert bendi til að svo verði nú.
20.09.2017 - 16:52

Gætu þurft að deila Fortitude með Noregi

Framleiðendur bresku sjónvarpsþáttanna Fortitude, sem hafa að miklu leyti verið teknir upp á Reyðarfirði, skoða nú að flytja hluta af framleiðslunni yfir til Noregs. Þeir hafa þegar sótt um endurgreiðslu í norska endurgreiðslusjóðinn fyrir sjónvarps...
20.09.2017 - 15:06

Fá upplýsingar úr síma vegna frelsissviptingar

Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um síma manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu, rán og hótanir á grundvelli úrskurðs Héraðsdóms Norðurlands eystra þrátt fyrir að maðurinn hefði lýst yfir kæru til Hæstaréttar við réttarhaldið.

Borgarfulltrúum fjölgar í 23

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum í 23 á næsta kjörtímabili. Lögum samkvæmt verða borgarfulltrúar að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar. Fulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar og flugvallarvina...
19.09.2017 - 16:42

Leiga hækkar um áramótin

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að hækka leigu félagslegra íbúða í eigu sveitarfélagsins. Hækkunin tekur gildi um áramótin. Formaður bæjarráðs segir að stefnt sé að því að stofnstyrkja fleiri íbúðir í bænum til að létta þrýstingnum af...
15.09.2017 - 11:37

Borgin kaupir eitt elsta hús Reykjavíkur

Reykjavíkurborg ætlar að kaupa eitt elsta hús borgarinnar, við Aðalstræti 10, á 260 milljónir króna. Þar á að setja upp sýningu um sögu Reykjavíkur. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar var jafnframt samþykkt að bæta yfirbragð...
14.09.2017 - 16:06

Losna ekki við eigin varabæjarfulltrúa

Æði sérstök staða er komin upp í sveitastjórn Mosfellsbæjar þar sem fulltrúar Íbúahreyfingarinnar losna ekki við eigin varabæjarfulltrúa. Fulltrúar flokksins óskuðu eftir því á fundi bæjarráðs í morgun að varabæjarfulltrúanum yrði veitt lausn frá...
14.09.2017 - 14:48

Segja að göt í klöpp hafi myndast vegna hótels

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík sem veitti byggingarleyfi fyrir 5 hæða hóteli á lóðunum Vegamótastíg 7 og 9. Nefndin segir ákvörðun byggingarfulltrúans slíkum annmörkum háða að...
14.09.2017 - 12:32

Eyjamenn æfir vegna norska afleysingarskipsins

Bæjarráð Vestmannaeyja segist hafa frétt af því í fjölmiðlum að norska ferjan, sem á að leysa Herjólf af þegar hann fer í slipp, gæti ekki siglt til Þorlákshafna. Eyjamenn verði að hætta að vera áhorfendur að ákvörðunum um samgöngur og taka í...
13.09.2017 - 17:57

Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat

Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði...
13.09.2017 - 16:22