Sveitarfélög

Kviknaði í bíl á rauðum ljósum

Eldur kviknaði skyndilega í bíl á Hörgárbraut á Akureyri undir kvöld. Bíllinn er af tegundinni Skoda Octavia, árgerð 2006. Eigandi bílsins segir að það hafi allt í einu kviknaði í bílnum, þegar hann var stopp á rauðum ljósum.
24.04.2017 - 18:38

Norðurþing með Helguvík undir smásjánni

Formaður Byggðarráðs Norðurþings segir engan afslátt verða gefinn af umhverfismálum í framkvæmdum PCC við kísilverksmiðjuna á Bakka. Grant sé fylgst með þróun mála hjá United Silicon á Reykjanesi. Sveitarstjórnarmenn sátu lokaðan fund fyrir páska...
24.04.2017 - 16:12

Fjallabyggð skilar 200 milljónum í plús

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir króna fyrir árið 2016. Þetta er þó 21 milljón minna en árið á undan þar sem reksturinn var um 220 milljónir í plús. Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónum en voru 2.034...
24.04.2017 - 11:24

Sérkennilegt að selja í páskafríi þingsins

Það er sérkennilegt að nota páskafríið til að ganga frá sölu ríkisins á landi Vífilstaða til Garðabæjar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að þetta væri gert meðan þingið væri í fríi...
24.04.2017 - 08:14

Talsvert hitaflökt í útilauginni í Grafarvogi

Huga þarf að endurnýjun stjórnkerfis Grafarvogslaugar til að rekstur hennar verði viðunandi og öryggi í lagi. Tæknistjóri laugarinnar þarf í dag að grípa inn í stýringuna og halda sumum kerfum hennar gangandi með stillingum á handvirkan hátt....
21.04.2017 - 22:42

Bás hafði betur gegn Róberti í lóðadeilu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert munnlegt samkomulag hafi verið í gildi milli Rauðku, félags í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, og verktakafyrirtækisins Báss um að hið síðarnefnda ætti að flytja...
21.04.2017 - 21:08

Gerir engar athugasemdir við ummæli ráðherra

Kristín L. Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verksmiðju United Silicon í Helguvík eiga í margvíslegum erfiðleikum og gerir engar athugasemdir við ummæli umhverfisráðherra um verksmiðjuna. Áformum stofnunarinnar um að stöðva starfsemi...
21.04.2017 - 19:15

„Alltaf vongóður þegar menn eru að ræða saman“

Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda hittust á fundi um hádegisbil í dag til að ræða hvort hægt væri að ná saman um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi til að tryggja að HB Grandi loki ekki botnfiskvinnslu sinni í bænum. Sævar Freyr...
21.04.2017 - 14:16

United Silicon fær frest

United Silicon hefur fengið frest til miðnættis á mánudag til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Talsmaður fyrirtækisins segir að verksmiðjan verði ekki gangsett á ný fyrr en lausn sé...
21.04.2017 - 12:31

Skóflustunga að Dýrafjarðargöngum í maí

Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum verður tekin um miðjan maí. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækja skrifuðu undir samning um gerð ganganna í gær. Einn og hálfur milljarður...
21.04.2017 - 10:56

Framkvæmdir enn ekki hafnar við Íslandshótel

Opnun nýs fjögurra stjörnu hótels við Lækjargötu tefst um að minnsta kosti eitt ár. Upphaflega var áformað að opna hótelið á vegum Íslandshótela, sumarið 2018. Nú er stefnt að opnun 2019 eða 2020.
21.04.2017 - 07:00

Svifryksmengun oft yfir heilsuverndarmörkum

Svifryksmengun í Reykjavík hefur ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári. Mörkin voru rýmkuð með nýrri reglugerð í fyrra. Nú má svifryksmengun fara yfir heilsuverndarmörk 35 sinnum á ári. Áður mátti það aðeins gerast sjö sinnum.
20.04.2017 - 19:15

Borðið gæti fengið vínveitingaleyfi um síðir

Veitingastaðurinn Borðið við Ægisíðu gæti fengið vínveitingaleyfi um síðir. Umsókn forsvarsmanna staðarins hefur verið hafnað en breytingar á skipulagi kunna að breyta stöðunni.
19.04.2017 - 19:39

Kjartan: Gerum ráð fyrir að þetta komist í lag

„Við erum náttúrulega afar vonsvikin með hvernig til hefur tekist í byrjun þessa rekstrar,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í kvöldfréttum sjónvarpsins í kvöld. Menn bindi vonir við að komist verði fyrir þessa...
19.04.2017 - 19:23

Mikil svifryksmengun í Reykjavík síðdegis

Mikil svifryksmengun mældist við Grensásveg í Reykjavík síðdegis í dag Styrkur svifryks í andrúmsloftinu fór yfir 200 míkrógrömm á rúmmetra um klukkan tvö í dag. Þegar svo er, er mælst til að fólk með ofnæmi og/eða alvarlega hjarta- eða...
19.04.2017 - 16:23