Suðurnes

„Nú er mælirinn fullur“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að bókun bæjarráðs um að loka þurfi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík sé beint til Umhverfisstofnunar. Bæjarráð vill loka henni meðan nauðsynlegar úrbætur eru gerðar til að koma í...
17.08.2017 - 16:11

Reykjanesbær vill stöðva starfsemi verksmiðju

Nauðsynlegt er að stöðva rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon hið fyrsta meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta er mat bæjarráðs Reykjanesbæjar og kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða í ráðinu í dag.
17.08.2017 - 15:18

Reykjarmökkur vegna bilaðrar hringekju

Töluverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík í dag. Öryggisstjóri fyrirtækisins segir að þessi reykur sé skaðlaus - hann komi ekki frá ofni verksmiðjunnar.
16.08.2017 - 15:12

Nær milljón áhorf á sund á hættulegum stað

Markaðsstofa Reykjaness hefur í sumar óskað eftir því við ferðaskrifstofuna Guide to Iceland að myndband af manneskju á sundi í Brimkatli verði fjarlægt af Facebook-síðu fyrirtækisins. Það er enn í dreifingu og er fjöldi áhorfa tæp milljón.
15.08.2017 - 14:30

Hundrað ábendingar frá íbúum um helgina

Hundrað ábendingar vegna kísilverksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ hafa borist til Umhverfisstofnunar síðan á fimmtudag í síðustu viku. Þá kom upp bilun í rafskauti í ofni verksmiðjunnar. Bæjarráð Reykjanesbæjar fundar með Umhverfisstofnun á...
14.08.2017 - 12:23

Tugir sofandi ferðalanga á Keflavíkurflugvelli

Tugir ferðamanna sem biðu þess að halda af landi brott eftir ferðalag á Íslandi voru sofandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Fólk hafði lagst til svefns á gólfum og bekkjum víða í flugstöðinni og búið um sig með dýnum og...
12.08.2017 - 12:01

Vill að þingmenn skoði United Silicon

Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, hefur óskað eftir því að nefndin fari í vettvangsheimsókn í verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ vegna lyktarmengunar frá verksmiðjunni. Hann segir að verulega skorti á...
11.08.2017 - 14:27

Formaður bæjarráðs telur nóg komið

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa óskað eftir fundi með Umhverfisstofnun vegna ítrekaðra tilvika þar sem mengun berst frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Formaður bæjarráðs segir nóg komið. Íbúi segir réttara að verksmiðjan víki en ekki...
11.08.2017 - 12:32

Draga úr húsnæðisvanda með smáhýsum

Bæjaryfirvöld í Sandgerði ætla að bregðast við brýnum húsnæðisvanda með því að setja upp fjögur smáhýsi til bráðabirgða. Um miðjan júlí síðastliðinn voru 27 umsóknir um félagslegt húsnæði í bæjarfélaginu sem ekki var hægt að verða við og segir...
08.08.2017 - 14:19

Fjörutíu kvartanir vegna mengunar

Umhverfisstofnun bárust 40 kvartanir vegna lyktamengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík um síðustu helgi. Bilun kom upp í ofni verksmiðjunnar á sunnudag vegna rafskauta og leka á glussa.
08.08.2017 - 14:15

„Hefði haldið að lífsgæði skiptu meira máli“

Íbúar í Reykjanesbæ fundu fyrir mengun frá verksmiðju United Silicon um liðna helgi. Vegna bilunar í ofni verksmiðjunnar er hann á lægra álagi en æskilegt er og af því hlýst lyktamengun. Íbúi í nágrenni við verksmiðjuna segir löngu komið nóg.
08.08.2017 - 10:42

Ofn United Silicon stöðvaður í morgun

Starfsmenn United Silicons í Helguvík þurftu að slökkva á ofni kísilversins í morgun svo hægt væri að lagfæra viftu. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu leiddi það til nokkurra klukkustunda stöðvunar. Síðan verður áfram haldið þar sem frá var...
01.08.2017 - 13:56

Biðla til fjárfesta vegna mengunar kísilvers

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík biðla til hluthafa og fjárfesta í stóriðju að endurskoða afstöðu sína til frekari fjárveitinga til stóriðju í Reykjanesbæ, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.
29.07.2017 - 17:56

Enn stöðug skjálftavirkni á Reykjanesi

Enn er stöðug jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall á Reykjanesi þó að verulega hafi dregið úr henni. Frá miðnætti hafa verið mældir um 200 skjálftar. Sá stærsti var 3,2 að stærð og kom hann rétt fyrir klukkan sex í morgun. 
28.07.2017 - 07:47

Hvöttu til sunds á hættulegum stað

Á Facebook-síðu ferðaskrifstofunnar Guide to Iceland er myndband af manneskju að synda í Brimkatli á Reykjanesi. Við ketilinn eru viðvörunarskilti þar sem varað er við sundi. Forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir birtingu myndbandsins mjög...
25.07.2017 - 11:12