Suðurnes

Byggingar United Silicon ekki lækkaðar

United Silicon verður ekki gert að lækka þær byggingar kísilverksmiðju sem eru hærri en matsskýrsla fyrirtækisins frá árinu 2008 greindi frá og deiliskipulag Reykjanesbæjar miðar við. Þetta staðfestir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri...
21.06.2017 - 14:21

„Engin spurning að öryggi sjúklinga er ógnað“

Úttekt Embættis landlæknis á stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var mikill léttir, að sögn Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur, deildarstjóra á slysa- og bráðamóttöku stofnunarinnar. „Úttektin er mjög ítarleg og flest af því sem við höfum bent á...
21.06.2017 - 13:15

„Fólk kemst ekki upp með að bæta sig ekki“

Fylgst verður náið með framvindu mála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja næstu tólf mánuði, að sögn Leifs Bárðarsonar, staðgengils landlæknis. Niðurstöður úttektar embættisins, sem birtar voru á dögunum, voru á þá leið að þar væri skortur á læknum og...
21.06.2017 - 11:13

Suðurnes: Vill nýtt greiðslukerfi heilsugæslu

Taka þarf upp sama greiðslukerfi á heilsugæslunni á Suðurnesjum og gert hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, að mati varaformanns velferðarnefndar Alþingis. Þetta muni saxa á biðlista þar sem eru mun lengri en í borginni.
20.06.2017 - 15:14

Reykjanesbær: Krabbamein ekki vegna mengunar

Marktækur munur er á nýgengi lungna- og leghálskrabbameins á landsvísu og í Reykjanesbæ síðustu tíu ár, samkvæmt úttekt á vegum Krabbameinsfélagsins. Síðustu tíu ár var nýgengi leghálskrabbameins um tvisvar sinnum hærra í Reykjanesbæ en á landinu...
16.06.2017 - 04:57

Vilja frekari rannsóknir ofan Iðavalla

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur farið fram á að frekari rannsóknir verði gerðar á jarðvegi ofan Iðavalla í Reykjanesbæ. Þar fannst tjara og annar úrgangur við gatnaframkvæmdir um miðjan síðasta mánuð. Að sögn Ríkharðs Friðrikssonar,...
13.06.2017 - 11:19

Vestfirðingar hamingjusamastir

Vestfirðingar eru hamingjusamastir allra Íslendinga og nota minna af þunglyndislyfjum en íbúar annars staðar á landinu að því er fram kemur í nýjum lýðheilsuvísum Landlæknis.
13.06.2017 - 08:09

Öryggi sjúklinga í hættu á Suðurnesjum

Skortur á læknum og hjúkrunarfræðingum á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja veldur því að öryggi er hugsanlega ógnað. Þetta kemur fram í niðurstöðum úttektar landlæknisembættisins. Þá segir að heilsugæslan sé augljóslega undirmönnuð af...
12.06.2017 - 10:18

Samþykktu samhljóða skref til sameiningar

Bæjarstjórnir Sandgerðis og Garðs samþykktu samhljóða í gær að stofna samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna og tekur hún til starfa í dag. Nefndina skipa tveir bæjarfulltrúar úr hvoru sveitarfélagi og bæjarstjórar. Magnús Stefánsson,...
08.06.2017 - 14:45

„Sameining sveitarfélaga eina vitið“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur óhjákvæmilegt að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum verði komin í eina sæng eftir 10-20 ár. Þó sé ólíklegt að Reykjanesbær taki þátt í slíkum viðræðum meðan verið er að ná niður skuldum bæjarins...
06.06.2017 - 08:28

Sagt frá tjörumengun í skýrslu 2001

Vitað var árið 2001 að tjörutunnur hefðu verið grafnar á Iðavöllum í Reykjanesbæ, enda kom það fram í skýrslu stýrihóps um umhverfismál. Núverandi bæjarstjóri þar leiddi þann stýrihóp. Það kom engu að síður bæði skipulagsyfirvöldum og...
30.05.2017 - 20:09

Spenntir krakkar fá hesta í heimsókn

Leikskólakennarinn Gunnhildur Viðarsdóttir hefur á hverju vori í hátt í tuttugu ár heimsótt krakka í leikskólum landsins ásamt nokkrum af hestunum sínum.
22.05.2017 - 10:16

Svæðið á Iðavöllum gamall tjörupyttur

Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var ekki kunnugt um urðunarsvæðið sem verktakar komu niður á við Iðavelli í Reykjanesbæ í gær. Mögulegt er að þar séu krabbameinsvaldandi efni, t.d. PSB og þungmálmar. Tjörupyttur var á svæðinu, sem var svo mokað yfir.
19.05.2017 - 18:57

Verksmiðja United Silicon í gang á sunnudag

Gangsetja á ofn kísilmálmverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík á sunnudaginn klukkan fjögur með samþykki Umhverfisstofnunar.
19.05.2017 - 16:47

Vegfarendur fylgist vel með færð á morgun

Veðurstofan varar við stormi seint í nótt á Vestfjörðum og um mestallt land á morgun. Vindhraði fer þá vel yfir tuttugu metra á sekúndu. Norðan heiða verður snjókoma til fjalla og veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með færð.
09.05.2017 - 12:03