Stjórnmál

Telur að borgin hefði átt að bíða með söluna

Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, telur að Reykjavíkurborg hafi orðið af 200 milljónum króna með því að selja fasteignir á Laugavegi og Skólavörðustíg árið 2014. Bíða hefði átt með söluna til að fá hærra verð. Fulltrúar meirihlutans telja...
25.07.2017 - 14:51

Tveir ríkisstjórnarflokkar næðu ekki inn manni

Hvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Rúm 34 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun.
25.07.2017 - 11:47

Aftur til starfa eftir stutt veikindafrí

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain ætlar að mæta aftur til vinnu í þingsal í dag eftir stutt veikindafrí. McCain greindist með heilaæxli í síðsutu viku og fór í skurðaðgerð þar sem blóðtappi var tekinn. Samkvæmt skrifstofu hans ætlar hann ekki...
25.07.2017 - 04:09

Trump hótar þingmönnum Repúblikanaflokksins

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kveðst leiður yfir því að njóta ekki nægs stuðnings Repúblikana. Hann hótar þeim öllu illu sem sýna baráttumálum hans engan stuðning.
24.07.2017 - 01:10

Ætlar að stöðva uppljóstranir

Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, ætlar að stöðva uppljóstranir sem hafa gert forsetanum lífið leitt fyrstu mánuði valdatíðar hans. Þetta sagði hann í viðtalsþáttum bandarískra sjónvarpsstöðva í dag. „Eitt af...
23.07.2017 - 16:59

Fiðluleikari mótmælanna í Venesúela særður

Wuilly Arteaga, sem vakti mikla athygli fyrir fiðluleik sinn í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela í sumar, var fluttur á sjúkrahús eftir mótmæli í höfuðborginni Caracas í gær. Hann var með skotsár í andliti og sagðist hafa orðið fyrir höglum úr...
23.07.2017 - 09:30

Þingið setur Trump á milli steins og sleggju

Leiðtogar beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um refsiaðgerðir gagnvart Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra og hernaðaraðgerða þeirra gagnvart nágrannaríkjum. Embætti forseta vildi bíða með...
23.07.2017 - 05:58

Fordæmir leka um samskipti Sessions og Rússa

Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag fréttaflutning Washington Post sem greindi frá því í gærkvöld að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum um málefni tengd kosningabaráttu Trumps....
22.07.2017 - 17:00

Dollari yrði frekar fyrir valinu en evra

Ef menn ætluðu að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna yrði dollari væntanlega fyrir valinu frekar en evra, segir utanríkisráðherra. Stjórnarstefnan sé þó sú að halda krónunni.
22.07.2017 - 14:44

Hagsveifla Evrópu gjörólík þeirri íslensku

Hagsveifa evrusvæðisins undanfarin ár hefur verið gjörólík þeirri íslensku. Tengin krónu og evru hefði falið í sér sameiginlega peningastefnu sem hefði alls ekki hentað hér á landi. Hagfræðiprófessor segir að það krefðist töluvert agaðrar...
22.07.2017 - 12:34

„Fjármálaráðherra gefur nefnd ekki svigrúm“

Nefnd um endurskoðun í gjaldmiðlamálum hefur ekki mikið svigrúm þegar fjármálaráðherra viðrar skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
21.07.2017 - 17:53

Stuðningsmaður Navalny sakfelldur

Rússneskur dómstóll dæmdi í dag stuðningsmann stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Maðurinn viðurkenndi að hafa kastað broti úr múrsteini að lögreglumanninum.
21.07.2017 - 17:43

Hundraðasti maðurinn fallinn í mótmælahrinu

Fimmtán ára piltur lést í gær í átökum sem blossuðu upp þegar boðað var til eins dags verkfalls í Venesúela til að mótmæla áformum um sérstakt stjórnlagaþing til að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. Hann var sá þriðji sem féll í átökum í gær og...
21.07.2017 - 14:26

Hyggjast stöðva vopnasendingar til Tyrklands

Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva vopnasendingar til Tyrklands vegna deilu ríkjanna um handtöku þýsks baráttumanns fyrir mannréttindum. Þessu er greint frá í þýska dagblaðinu Bild í dag. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist því Þjóðverjar...
21.07.2017 - 08:43

Skoðun Benedikts, ekki ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að málflutningur Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, um að hafna beri íslensku krónunni, lýsi hans eigin skoðun og flokks hans, en ekki ríkisstjórnarinnar. Ekki standi til að skipta um gjaldmiðil.
20.07.2017 - 20:43