Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 17. júní 2017

Rokkland - Sólskin í 30 ár

Hjómsveitin Síðan Skein Sól leikur við hvurn sinn fingur í Rokklandi vikunnar. Það var í Hlaðvarpanum í kvosinni í þykkri snjókomu, þar sem Tapasbarinn er núna til húsa, þann 25 mars 1987 að Hljómsveitin Síðan Skein Sól hélt sína fyrstu tónleika. Síðan eru liðin mörg ár - 30 ár næsta lagardag. Af því tilefni bauð Rokkland hljómsveitinni í heimsókn í stúdíó 12 í útvarpshúsinu við Efstaleiti í vikunni. Helgi Bjösss og félagar voru blessunarlega til í það - mættu með kassagítara og græjur, spiluðu, sungu og sögðu sögur. Síðan Skein Sól, síðar SSSÓL og stundum einfaldlega "Sólin" er ein af vinsælustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu. Það má segja að Sólin sé einskonar "súpergrúppa" eins og þær voru kallaðar seventís - vegna þess að meðlimir hljómsveitarinnar höfðu áður spilað m.a. með Tappa Tíkarrassi, Grafík, Das Kapital, Mx 21, Rauðum Flötum og Wonderfools. Sveitin er að fagna þessum tímamótum um þessar mundir með tónleikahaldi, var fyrir norðan um daginn á Siglufirði og Akureyri og síðan verða tvennir tónleikar í Háskólabíó næsta laugardag. Það var sex manna útgáfa Sólarinnar sem kom í stúdíó 12 - upphaflega bandið: Ingólfur Sigurðsson Jakob Smári Magnússon Eyjólfur Jóhannsson og Helgi Björnsson Og svo þeir Hrafn Thoroddsen og Stefán Már Magnússon sem hafa verið fastir liðsmenn undanfarin mörg ár.

Aðrir þættir

Rokkland - Rokkland á Montreux hátíðinni

Rokkland skellti sér á Montreux hátíðina og sá tónleika með Grace Jones, Mö, Pet Shop Boys, Kasabian. Rætt er við ýmsa tónlistarmenn sem fram komu, áhorfendur, starfsmenn og teknó...
Frumflutt: 23.07.2017
Aðgengilegt til 23.10.2017

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn....
Frumflutt: 16.07.2017
Aðgengilegt til 14.10.2017

Rokkland - Bannað að vera fáviti!

Og á Eistnaflugi er enginn fáviti - Þungarokkshátíðin Eistnaflug fór fram um nýliðna helgina og dagana á undan í þrettánda sinn. Rokkland var í fyrsta sinn á Eistnaflugi...
Frumflutt: 09.07.2017
Aðgengilegt til 09.10.2017

Rokkland - Record Records í 10 ár

Gestur Rokklands í dag er náungi frá Hafnarfirði sem verður þrítugur innan skamms. Hann er kallaður Halli - Halli eða Haraldur eins og hann heitir var afgreiðslumaður í plötubúð...
Frumflutt: 02.07.2017
Aðgengilegt til 30.09.2017

Rokkland - Montreux - Clash - Engelbert Humperdinck

Það eru 37 ár liðin frá því hljómsveitin The Clash spilaði í Laugardalshöll. Það eru 50 ár síðan Engelbert Humperdinck var vinsælasti popparinn í Bretlandi og það eru líka 50 ár síðan...
Frumflutt: 25.06.2017
Aðgengilegt til 23.09.2017