Birt þann 17. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 15. október 2017

Sögur af sjó

Umsjón: Arnþór Helgason. Í þættinum er sagt frá veru bræðranna Andrésar og Jóns Guðmundssona á selveiðiskipinu Kópi, sem gert var út frá Patreksfirði árin 1916-1917. Greint er frá einstakri björgun áhafnarinnar þegar skipið fórst við Krýsuvíkurbjarg. Lesari í þættinum er Gunnþóra Gunnarsdóttir.