Birt þann 17. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 15. október 2017

Morgunvaktin - Flestir ætla í viðskiptafræði en þörf á kennurum og hjúkrunarfræðingum

Morgunvaktin mánudaginn 17. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur um bresk málefni. Hún var stödd á spænsku eyjunni Formentera. Hún sagði frá vinnu breskra stjórnmálamanna við að afnema um 20 þúsund lög vegna úrgöngunnar úr Evrópusambandinu og setningu nýrra í þeirra stað. Hún sagði líka frá máli Charlie litla sem er alvarlega veikur. Foreldrar hans berjast fyrir að fá leyfi frá dómstólum til að láta hann gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum en læknar spítalans sem hann liggur á telja að honum verði ekki bjargað og vilja slökkva á öndurvél til að lina þjáningar hans. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar við HÍ og prófessor í sálfræði, sagði frá þróun háskólanáms á umliðnum árum. Háskólanemum hefur snarfjölgað á tiltölulega skömmum tíma. Flestir vilja læra viðskiptafræði enda atvinnumöguleikar taldir miklar með slíka menntun. Útskrifa þarf fjölda kennara og hjúkrunarfræðinga á næstu árum og mikilvægt að fleiri sæki nám í þeim greinum. Hún talaði líka um mikilvægi þess að auka fjárframlög til háskólanna. Kínverska ljóðskáldið og mannréttindafrömuðurinn Liu Xiaobo lést í síðustu viku. Vera Illugadóttir fjallaði um ævi Lius og stöðu mannréttindamála í Kína. Aldarafmæli fullveldis Íslands verður fagnað með ýmsu móti árið 2018. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir stýrir undirbúningi. Hún sagði frá starfinu og því sem þegar liggur fyrir en m.a. á að skrifa tvær bækur um fullveldið. Óskað er eftir tillögum frá almenningi um viðburði í tengslum við afmælið.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Ónýtt hús varpar skugga á starfsemi Orkuveitunnar

Morgunvaktin 26.september: Fögnuður fylgismanna þjóðernisflokksins „Kostur fyrir Þýskaland“ stóð eiginlega enn þegar einn af leiðtogum hans, Frauke Petry, tilkynnti öllum á blaðamannafundi...
Frumflutt: 26.09.2017
Aðgengilegt til 25.12.2017

Morgunvaktin - Lýðræðissinnaðir Þjóðverjar í áfalli

Morgunvaktin 25.september: Þjóðernissinnaður hægriflokkur hefur í fyrsta skipti frá stríðslokum fengið fulltrúa á þýska þjóðþinginu. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, er þó...
Frumflutt: 25.09.2017
Aðgengilegt til 24.12.2017

Morgunvaktin - Þýskaland - sagan og framtíðin

Morgunvaktin 22.september: Augnsamband er mikilvægt, að horfast í augu til að auka traust. Sagt var frá alþjóðlegu friðarátaki sem felst í því að fá ókunnugt fólk til að horfast í augu í...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Morgunvaktin - Japanar áhyggjufullir vegna eldflaugasendinga

Morgunvaktin 21.september: Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að tími viðræðna við Norður-Kóreumanna sé liðinn, þjóðir heims verði að herða aðgerðir til að knýja þá til að hætta...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Morgunvaktin - Tregða og vangeta í upplýsingamálum

Morgunvaktin 20.september: Þátturinn hófst á því að Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá litlum áhuga á dönsku sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. Þá ræddi hann framtak...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017