Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Morgunvaktin - Voðaverk lamar kosningabaráttuna í Frakklandi

Morgunvaktin föstudaginn 21. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson & Vera Illugadóttir. Eftir spjall um veður og útsíður dagblaðanna var rætt við Kristínu Jónsdóttur, leiðsögumann og þýðanda í París, um voðaverkið þar í borg í gærkvöldi en byssumaður felldi lögregluþjón og særði tvo. Hún sagði atburðinn lama kosningabaráttuna en forsetakosningar verða á sunnudag. Ríkisstjórnin er 100 daga og af því tilefni ræddu þingmennirnir Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni um verk hennar þessa fyrstu hundrað daga og það sem vænta má á næstu misserum. Jón var ánægður með stjórnina en Oddný ekki. Kristján Sigurjónsson sagði fréttir af ferðaþjónustu. Dvalartími erlendra ferðamanna á Íslandi hefur stytts. Hann tali að hátt verðlag gæti skýrt þróunina. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður sagði frá mynd sinni Ljúfi Vatnsdalur sem sýnd verður í Sjónvarpinu á sunnudag. Hún fjallar um náttúruna og fluguveiði í Vatnsdal. Helen Halldórsdóttir tangókennari í Argentínu ræddi um tangó og sjálfa sig en hún hefur búið lengi á lögheimili tangósins og kennir heimamönnum þennan þokkafulla dans. Leikið var lagið Hvad mon den siger með Kim Larsen og hluti úr laginu No one knows eftir Einar Val Scheving sem Þorsteinn J. notar í mynd sinni.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tyrkland á uppleið

Morgunvaktin 21.júlí hófst á góðviðrishjali og fréttaspjalli. Síðan lá leiðin norður í Ísafjarðardjúp. Ögurböllin eru sögð sérlega fjörug en þeim hefur verið slegið upp um árabil. Næsta...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Morgunvaktin - Leitin að frelsinu

Morgunvaktin 20. júlí hófst á góðviðrishjali og nokkrum fréttamolum. Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu í kvöld og var tónlist hans ráðandi í þættinum. Flutt var lagið Court and Spark...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunvaktin - Þörf á átaki í fornleifaskráningu

Morgunvaktin 19.júlí hófst á spjalli um fréttir og veður. Því næst sagði Borgþór Arngrímsson fréttir frá Danmörku. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sætir harðri gagnrýni fyrir að...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunvaktin - Barátta fyrir betri kjörum

Morgunvaktin 18.júlí hófst á spjalli um stormviðvörun á Íslandi og veðrið á meginlandi Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi stjórnmálalífið í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi,...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017

Morgunvaktin - Flestir ætla í viðskiptafræði en þörf á kennurum og hjúkrunarfræðingum

Morgunvaktin mánudaginn 17. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur um bresk málefni. Hún var stödd á spænsku...
Frumflutt: 17.07.2017
Aðgengilegt til 15.10.2017