Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Morgunvaktin - Voðaverk lamar kosningabaráttuna í Frakklandi

Morgunvaktin föstudaginn 21. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson & Vera Illugadóttir. Eftir spjall um veður og útsíður dagblaðanna var rætt við Kristínu Jónsdóttur, leiðsögumann og þýðanda í París, um voðaverkið þar í borg í gærkvöldi en byssumaður felldi lögregluþjón og særði tvo. Hún sagði atburðinn lama kosningabaráttuna en forsetakosningar verða á sunnudag. Ríkisstjórnin er 100 daga og af því tilefni ræddu þingmennirnir Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni um verk hennar þessa fyrstu hundrað daga og það sem vænta má á næstu misserum. Jón var ánægður með stjórnina en Oddný ekki. Kristján Sigurjónsson sagði fréttir af ferðaþjónustu. Dvalartími erlendra ferðamanna á Íslandi hefur stytts. Hann tali að hátt verðlag gæti skýrt þróunina. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður sagði frá mynd sinni Ljúfi Vatnsdalur sem sýnd verður í Sjónvarpinu á sunnudag. Hún fjallar um náttúruna og fluguveiði í Vatnsdal. Helen Halldórsdóttir tangókennari í Argentínu ræddi um tangó og sjálfa sig en hún hefur búið lengi á lögheimili tangósins og kennir heimamönnum þennan þokkafulla dans. Leikið var lagið Hvad mon den siger með Kim Larsen og hluti úr laginu No one knows eftir Einar Val Scheving sem Þorsteinn J. notar í mynd sinni.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - 65 milljónir á vergangi í heiminum

Morgunvaktin 19. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Farið var yfir veður, færð og helstu fréttir. Borgþór Arngrímsson...
Frumflutt: 19.04.2017
Aðgengilegt til 18.07.2017

Morgunvaktin - Spenna í frönskum stjórnmálum

18. apríl 2017 Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Í upphafi var rætt um veður og færð og helstu fréttir. Þá var rætt við Arthúr Björgvin Bollason í...
Frumflutt: 18.04.2017
Aðgengilegt til 17.07.2017

Morgunvaktin - Dugar hlutleysi í varnarmálum?

Morgunvaktin 12.apríl hófst á spjalli um veður og fréttir. Hvernig eru höfuðborgir Norðurlanda undirbúnar vegna hugsanlegra hryðjuverka og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir...
Frumflutt: 12.04.2017
Aðgengilegt til 11.07.2017

Morgunvaktin - Barátta gegn fátækt og spillingu

Morgunvaktin 11.apríl hófst á spjalli um kalt vor og fréttir dagsins. Síðan var haldið til Þýskalands, þar sem virðist vera að fjara undan hægrisinnuðum öfgaflokkum. Allur vindur er úr...
Frumflutt: 11.04.2017
Aðgengilegt til 10.07.2017

Morgunvaktin - Öryggismál í brennidepli

Morgunvaktin 10.apríl hófst á spjalli um kulda í lofti og fréttir dagsins. Hryðjuverkaárásunum í Stokkhólmi á föstudag og í Lundúnum fyrir skömmu, áður í Berlín, Nice og París, var beint...
Frumflutt: 10.04.2017
Aðgengilegt til 09.07.2017