Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Mannlegi þátturinn - Félag fasteignasala,öryrkjar flytja til Spánar,samsöngur

Mannlegi þátturinn 21.apríl Umsjón Lísa Páls og Guðrún Gunnarsdóttir Íbúðaverð hefur stöðugt farið hækkandi og nú er svo komið að jafnvel fasteignasalar ráðleggja kaupendum að halda að sér höndum. Kjartan Hallgeirsson fasteignasali tók við formennsku Félags fasteignasala fyrir um ári síðan, hver er hans reynsla og í hverju er starf formannsins fólgið, Kjartan er föstudagsgestur í þættinum í dag og sest hjá okkur eftir skamma stund. Regína Róbertsdóttir flutti til spánar ásamt eiginmanni sínum og 12 ára gamalli dóttur, fyrir rúmum tveimur árum. Þau hjónin eru bæði öryrkjar og gekk illa að ná endum saman hér heima og ákváðu að freista þess að búa á Spáni í þeirri von um að þeim gengi betur að lifa af lífeyrnum þar. Regína er stödd á landinu þessa dagana og kemur til okkar hér á eftir og ber saman lífið á Íslandi áður en þau fluttu út og lífið á Spáni núna. Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Nú verður hægt að koma í samsöng í Hannesarholti og syngja af hjartans lyst alls kyns söngva sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. Björgvin Valdimarsson leiðir sönginn og við sláum á þráðinn til hans hér á eftir.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Organistinn í Kef,Tæknifrjóvganir og Hansa föstudagsgestur

Mannlegi þátturinn 30.júní 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Til að tryggja að börn eigi ekki hálfsystkini útum allan bæ, ber að innleiða þungunarrétt...
Frumflutt: 30.06.2017
Aðgengilegt til 28.09.2017

Mannlegi þátturinn - Strandamaðurinn sterki, kókosolían og matarsóun á veitingastöðum

Hreinn Halldórsson, einnig þekktur sem Strandamaðurinn sterki, var í síðustu viku heiðraður af íbúum á Fljótsdalshéraði og Frjálsíþróttasambandi Íslands. Í tilefni þess að 40 ár eru liðin...
Frumflutt: 29.06.2017
Aðgengilegt til 27.09.2017

Mannlegi þátturinn - Smáglæpir, fuglastígur og mikilvægi útlits frambjóðenda.

Smáglæpir er smásögusafn sem samanstendur af sjö sögum úr úthverfum Reykjavíkur þar sem skoðaðar eru ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar og eftirsjá sem varir út ævina. Svo segir í...
Frumflutt: 28.06.2017
Aðgengilegt til 26.09.2017

Mannlegi þátturinn - Brandur á Bassastöðum,Raggi Bjarna og Parísarhjól

Mannlegi þátturinn 27.júní 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Íslenskur skóhönnuður, Marta Jonsson, vinnur að því að láta reisa útsýnishjól í Reykjavík...
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Mannlegi þátturinn - Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78 og Einar Már

Daníel Arnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann mun taka við af fráfarandi framkvæmdastjóra samtakanna, Helgu Baldvinsdóttur sem nú lætur af störfum....
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017