Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Lestin - Jeff Buckley, bókauppboð, Asta Nielsen

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að kvikmyndum, gömlum bókum og tónlist. Grafnar verða upp fjársjóðskistur á veraldarvefnum, kistur sem allar eru merktar sama manninum en eru þó afar ólíkar hvað innihald varðar. Maðurinn hét. Jeff Buckley og gaf út áhrifamikla breiðskífu áður en hann lést, rétt rúmlega þrítugur, á afar dularfullan máta árið 1997. Í áðurnefndum fjársjóðskistum er m.a. að finna viðtalsbút við listamanninn frá árinu 1995 og einka-hljómplötusafn hans sem aðdaáendur geta nú nálgast rafrænt. Lestin skoðar kisturnar í dag og rætt verður við sérlegan aðdáanda Buckleys, Hauk Hólmsteinsson, heimspeking og sjómann. Bjarni Harðarson bókútgefandi og bóksali segir frá bókauppboði sem fram fer í Grensáskirkju á morgun en þar verða boðnir upp einstakir kjörgripir. Og fjallað verður um stórstjörnu þöglu kvikmyndanna, dönsku leikkonuna Astu Nielsen. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson

Aðrir þættir

Lestin - Prince, samfélagsmiðlar, norræn samvinna

Í Lestinni í dag verður vetur kvaddur með viðeigandi hætti en sumardagurinn fyrsti er sem kunnugt er á morgun. Brynhildur Bolladóttir fjallar í pistli um norræna samvinnu og skandinavísku...
Frumflutt: 19.04.2017
Aðgengilegt til 18.07.2017

Lestin - Eiríkur Örn Norðdahl, skipulagning og skuldir

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Eirík Örn Norðdahl rithöfund um splúnkunýja bók hans Óratorrek sem hefur að geyma ljóð um samfélagsleg málefni. Sóla Þorsteinsdóttir spyr í...
Frumflutt: 18.04.2017
Aðgengilegt til 17.07.2017

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga...
Frumflutt: 12.04.2017
Aðgengilegt til 11.07.2017

Lestin - Rafbækur, Svarti pardusinn, Marteinn Sindri, skuldir, reiði

Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um stöðu bókarinnar á öld rafbóka, hljóðbóka og netsins, lestur, streymi og sitthvað fleira sem tengist tilveru okkar í breyttum heimi, gestur...
Frumflutt: 11.04.2017
Aðgengilegt til 10.07.2017

Lestin - Soft Hair, Better Call Saul & Breaking Bad, Edda Erlendsdóttir, Eurovi

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að sjónvarpsþáttum og tónlist úr ýmsum áttum Hljómsveitin Soft Hair samanstendur af raftónlistarmönnunum Connan Mockasin og LA Priest. Dúettinn...
Frumflutt: 10.04.2017
Aðgengilegt til 09.07.2017