Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Lestin - Jeff Buckley, bókauppboð, Asta Nielsen

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að kvikmyndum, gömlum bókum og tónlist. Grafnar verða upp fjársjóðskistur á veraldarvefnum, kistur sem allar eru merktar sama manninum en eru þó afar ólíkar hvað innihald varðar. Maðurinn hét. Jeff Buckley og gaf út áhrifamikla breiðskífu áður en hann lést, rétt rúmlega þrítugur, á afar dularfullan máta árið 1997. Í áðurnefndum fjársjóðskistum er m.a. að finna viðtalsbút við listamanninn frá árinu 1995 og einka-hljómplötusafn hans sem aðdaáendur geta nú nálgast rafrænt. Lestin skoðar kisturnar í dag og rætt verður við sérlegan aðdáanda Buckleys, Hauk Hólmsteinsson, heimspeking og sjómann. Bjarni Harðarson bókútgefandi og bóksali segir frá bókauppboði sem fram fer í Grensáskirkju á morgun en þar verða boðnir upp einstakir kjörgripir. Og fjallað verður um stórstjörnu þöglu kvikmyndanna, dönsku leikkonuna Astu Nielsen. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson

Aðrir þættir

Lestin - Pink Street Boys, Valgeir Sigurðsson og LARP

Tónlistarmaðurinn Valgeir Sigurðsson gaf nýverið út plötuna Dissonanace, fyrstu plötuna síðan síðan 2012. Valgeir er einnig upptökustjóri og framleiðandi. Hljóðver hans Gróðurhúsið og...
Frumflutt: 26.05.2017
Aðgengilegt til 24.08.2017

Lestin - CostCo, Harlem endurreisnin, Arca

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að menningarsjokki, Harlem-endurreisninni og venesúelska tónlistarmanninum Arca. Harlem endurreisnin var menningarhreyfing svartra í...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017

Lestin - Andleiki, talblöðrur, náttmyrkur og karlmenn í grínþáttum

Karl Ólafur Hallbjörnsson er ævinlega á sveimi hinna ýmsu króka og kima veraldarvefsins. Í dag veltir hann fyrir sér hugtakinu um andleika og nútímalegum birtingarmyndum þess. Hann spyr:...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Lestin - Las Chicas del Cable, uglur og miðstéttarvæðing

Lestin í dag fjallar um nýja spænska sjónvarpsþætti, dularfullar uglur og staldrar að lokum við í borginni; skoðar blindgötur, breiðgötur, háhýsi og kjallara og veltir fyrir sér...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Lestin - Sara Riel, Cannes, Húsnæðismarkaðurinn.

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að portrett-myndum, rauðum dregli í Suður-Frakklandi og húsnæðismarkaðinum. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Cannes hófst fyrir tveimur dögum en...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017