Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Lestin - Jeff Buckley, bókauppboð, Asta Nielsen

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að kvikmyndum, gömlum bókum og tónlist. Grafnar verða upp fjársjóðskistur á veraldarvefnum, kistur sem allar eru merktar sama manninum en eru þó afar ólíkar hvað innihald varðar. Maðurinn hét. Jeff Buckley og gaf út áhrifamikla breiðskífu áður en hann lést, rétt rúmlega þrítugur, á afar dularfullan máta árið 1997. Í áðurnefndum fjársjóðskistum er m.a. að finna viðtalsbút við listamanninn frá árinu 1995 og einka-hljómplötusafn hans sem aðdaáendur geta nú nálgast rafrænt. Lestin skoðar kisturnar í dag og rætt verður við sérlegan aðdáanda Buckleys, Hauk Hólmsteinsson, heimspeking og sjómann. Bjarni Harðarson bókútgefandi og bóksali segir frá bókauppboði sem fram fer í Grensáskirkju á morgun en þar verða boðnir upp einstakir kjörgripir. Og fjallað verður um stórstjörnu þöglu kvikmyndanna, dönsku leikkonuna Astu Nielsen. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson

Aðrir þættir

Lestin - Tupac Shakur, True Faith, sundlaugamenning Íslendinga

Í dag er síðasti þáttur Lestarinnar áður en hún stöðvast á brautarpalli Rásar 1og tekur sér hlé yfir sumarið. Við verðum hér aftur með ykkur frá og með 14. ágúst. Í dag höfum við hugann...
Frumflutt: 30.06.2017
Aðgengilegt til 28.09.2017

Lestin - Comic Sans, bókasafn bernskunnar, upphaf & endalok orðsins

Í Lestinni í dag verður m.a. hugað að orðum, bókum og leturgerðum. Fyrir tuttugu og fjórum árum bjó maður að nafni Vincent Connare til leturgerð, sem hann nefndi Comic Sans. Leturgerð sem...
Frumflutt: 29.06.2017
Aðgengilegt til 27.09.2017

Lestin - Rúnar Ingi & auglýsingar, gagnasöfnun & Big Data

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að þróun internetsins og heimi auglýsinga. Auglýsingar eru sérstakt tungumál, eins og menningarrýnirinn John Berger komst að orði í kafla sínum...
Frumflutt: 28.06.2017
Aðgengilegt til 26.09.2017

Lestin - Druslugangan, Póetrý gó, Kjararáð

Í dag verður meðal annars hugað að bókum, ljóðum, nýrri hlaðvarpsseríu og einu tilteknu sjálstæðu ráði sem er falið það verkefni að ákveða laun og starfskjör æðstu embættismanna ríkisins....
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Lestin - Davíð Örn Halldórsson, framtíð íslenskunnar

Í Lestinni í dag verður m.a. hugað að myndlist og framtíð íslenskunnar. Rúmlega sjö þúsund. Það er svarið við spurningunni Hvað eru mörg tungumál í heiminum. Nákvæma tölu er þó auðvitað...
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017